Darya Klishina: Fólkið mitt kallaði mig svikara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 15:00 Darya Klishina Vísir/AFP Langstökkvarinn Darya Klishina er eini rússneski frjálsíþróttamaðurinn sem hefur verið með á síðustu tveimur stórmótum í frjálsum íþróttum. Klishina var eini keppenda Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir ári síðan og hún er síðan ein af nítján Rússum sem keppa undir hlutlausum fána á HM í London sem stendur yfir þessa dagana. Ástæðan er skipulagt lyfjasvindl Rússa en Alþjóðafrjálsíþróttasambandið setti Rússa í bann eftir að upp komst um víðtæka lyfjanotkun besta frjálsíþróttafólks Rússlands. Klishina fékk að keppa í Ríó þar sem hún var búsett í Bandaríkjunum og gekkst þar undir alvöru lyfjapróf en heima í Rússlandi þá var átt við lyfjaprófin af opinberum aðilum þannig að svindlararnir komust upp með ólöglega lyfjanotkun sína. Darya Klishina keppir í langstökki kvenna í kvöld og ætlar sér örugglega að gera betur en í Ríó þar sem hún endaði í 9. sæti. „Ég er á góðum stað í dag en það var allt önnur staða á mér fyrir ári síðan. Ólympíudraumurinn minn varð þá næstum því að martröð,“ sagði Darya Klishina í viðtali við BBC en hún talar þar um óvissuna í kringum það hvort hún fengi að keppa á leikunum eða ekki. „Einum degi fyrir keppnina þá hringdu þeir í þjálfarann minn um miðja nótt og sögðu að ég mætti keppa. Klukkan var fimm um nótt en ég gat ekki sofið lengur. Ég skalf og fékk í magann. Stressið fór alveg með mig,,“ sagði Darya Klishina en það var erfitt fyrir hana að lifa í óvissunni um hvort hún fengi að keppa á Ólympíuleikunum eða ekki. „Ég gat ekki æft og náði ekki einbeitingu viku fyrir keppnina,“ sagði Klishina en það var ekki búið þótt að hún fengi grænt ljós. „Það tók við meira stress. Eftir úrskurðinn þá voru fréttir um að ég myndi keppa undir fána Alþjóðaólympíunefndarinnar sem hlutlaus íþróttamaður. Í framhaldinu fékk ég flóð svívirðinga yfir mig og var brennimerkt sem svikari af mínu eigin fólki af því allir trúðu fréttunum,“ sagði Klishina. „Ég reyndi ekki að lesa ummælin undir Instagram myndunum mínum en það var ekki hjá því komist. Vinir mínir voru líka að senda mér skilaboð um það sem var skrifað um mig,“ sagði Klishina. Klishina þurfti að eyða einum og hálfum tíma í viðtalsherberginu eftir undankeppnina því allir fjölmiðlar heimsins vildu tala við hana um rússneska lyfjahneykslið. „Mér leið eins og ég væri ein á leikunum og það gerði allt miklu verra. Ég náði ekki að einbeita mér almennilega að keppninni og það er kannski ástæðan fyrir því að ég náði ekki að standa mig eins vel og ég ætlaði mér,“ sagði Klishina.Darya Klishina á ÓL í Ríó 2016.Vísir/Getty Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Langstökkvarinn Darya Klishina er eini rússneski frjálsíþróttamaðurinn sem hefur verið með á síðustu tveimur stórmótum í frjálsum íþróttum. Klishina var eini keppenda Rússa á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir ári síðan og hún er síðan ein af nítján Rússum sem keppa undir hlutlausum fána á HM í London sem stendur yfir þessa dagana. Ástæðan er skipulagt lyfjasvindl Rússa en Alþjóðafrjálsíþróttasambandið setti Rússa í bann eftir að upp komst um víðtæka lyfjanotkun besta frjálsíþróttafólks Rússlands. Klishina fékk að keppa í Ríó þar sem hún var búsett í Bandaríkjunum og gekkst þar undir alvöru lyfjapróf en heima í Rússlandi þá var átt við lyfjaprófin af opinberum aðilum þannig að svindlararnir komust upp með ólöglega lyfjanotkun sína. Darya Klishina keppir í langstökki kvenna í kvöld og ætlar sér örugglega að gera betur en í Ríó þar sem hún endaði í 9. sæti. „Ég er á góðum stað í dag en það var allt önnur staða á mér fyrir ári síðan. Ólympíudraumurinn minn varð þá næstum því að martröð,“ sagði Darya Klishina í viðtali við BBC en hún talar þar um óvissuna í kringum það hvort hún fengi að keppa á leikunum eða ekki. „Einum degi fyrir keppnina þá hringdu þeir í þjálfarann minn um miðja nótt og sögðu að ég mætti keppa. Klukkan var fimm um nótt en ég gat ekki sofið lengur. Ég skalf og fékk í magann. Stressið fór alveg með mig,,“ sagði Darya Klishina en það var erfitt fyrir hana að lifa í óvissunni um hvort hún fengi að keppa á Ólympíuleikunum eða ekki. „Ég gat ekki æft og náði ekki einbeitingu viku fyrir keppnina,“ sagði Klishina en það var ekki búið þótt að hún fengi grænt ljós. „Það tók við meira stress. Eftir úrskurðinn þá voru fréttir um að ég myndi keppa undir fána Alþjóðaólympíunefndarinnar sem hlutlaus íþróttamaður. Í framhaldinu fékk ég flóð svívirðinga yfir mig og var brennimerkt sem svikari af mínu eigin fólki af því allir trúðu fréttunum,“ sagði Klishina. „Ég reyndi ekki að lesa ummælin undir Instagram myndunum mínum en það var ekki hjá því komist. Vinir mínir voru líka að senda mér skilaboð um það sem var skrifað um mig,“ sagði Klishina. Klishina þurfti að eyða einum og hálfum tíma í viðtalsherberginu eftir undankeppnina því allir fjölmiðlar heimsins vildu tala við hana um rússneska lyfjahneykslið. „Mér leið eins og ég væri ein á leikunum og það gerði allt miklu verra. Ég náði ekki að einbeita mér almennilega að keppninni og það er kannski ástæðan fyrir því að ég náði ekki að standa mig eins vel og ég ætlaði mér,“ sagði Klishina.Darya Klishina á ÓL í Ríó 2016.Vísir/Getty
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti