Blaðamenn hópuðust í kringum mömmuna Kolbeinn Tumi Daðason í Ermolo skrifar 20. júlí 2017 08:00 Ýmir Jóhannesson sló í gegn með Hörpu Þorsteinsdóttur, mömmu sinni, á blaðamannafundi eftir baráttuleikinn gegn Frökkum. VÍSIR/VILHELM „Ég var á leiðinni út eftir leik og þá spyr Ragga (Ragnhildur Skúladóttir í landsliðsnefnd KSÍ) hvort hún eigi ekki að taka töskuna og ég halda á Ými. Svo hverfur Ragga bara en ég þurfti að labba í gegnum þetta fjölmiðlasvæði,“ segir Harpa. Þar varð uppi fótur og fit, myndavélar fóru á loft og allir vildu ræða við nýbökuðu mömmuna. Ýmir tók athyglinni með stóískri ró. „Ég var ekki búin að hugsa þetta til enda en kannski var bara fínt að klára þetta á einu bretti.“ Spurningarnar snerust fæstar um leikinn en meira um móðurhlutverkið. „Kannski finnst okkur Íslendingum það orðið eðlilegra að pabbinn sé að sjá um börnin á meðan mamman sér um önnur verkefni,“ segir Harpa. „Þeir voru aðallega að spá í það hver væri eiginlega að sjá um barnið fyrst að ég væri að spila hér. Sem betur fer á hann pabba. Ég held að það væri ekki mikið um fréttir ef mamman væri hinum megin við borðið eins og Kalli er núna,“ segir Harpa og vísar til föðurins, Jóhannesar Karls Sigursteinssonar, sem heldur til í sumarhúsi með synina tvo meðan á EM stendur. Harpa dvelur þó hjá þeim á nóttunni að frátalinni nóttinni fyrir leik þegar landsliðið gistir í borginni þar sem leikið er hverju sinni.Harpa Þorsteinsdóttir með börnum sínum eftir Frakkaleikinn.Vísir/VilhelmKnattspyrnusamband Evrópu minntist á nýbökuðu íslensku mömmuna í umfjöllun fyrir og eftir Frakkaleikinn. Sá misskilningur var ðreyndar að hin 26 ára Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður landsliðsins, var sögð þriggja barna móðir. „Mér finnst bara geggjað að Dagný sé stimpluð sem þriggja barna móðir því hún verður svo móðguð bara ef einhver kallar hana konu. Ég vil að fólk deili endilega þessari frétt svo hún fari sem víðast.“ Svo virðist sem Dagnýju hafi verið ruglað saman við Hörpu, nýbakaða tveggja barna móður, og Málfríði Ernu Sigurðardóttur sem á þrjú börn. „Okkur fannst þetta mjög fyndið. Þetta var mikið rætt í matnum fyrir leikinn,“ segir Málfríður hlæjandi. Ekki var minna hlegið þegar umfjöllun UEFA eftir leik var skoðuð. „Þar kom fram hvað þriggja barna móðirin Dagný væri í geggjuðu formi,“ segir Málfríður og hlær. Stelpurnar mæta Sviss á laugardaginn en liðið hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum. Markadrottningin Harpa hefur litlar áhyggjur af því. „Við erum búin að fara vel í gegnum sóknarleikinn og varnarleikinn. Þetta dettur með okkur, bara spurning um hvar og hvenær.“ EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Guðni forseti fékk stelpurnar til að springa úr hlátri | Myndir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virðist hafa verið kærkominn gestur á hóteli kvennalandsliðsins í knattspyrnu í Ermelo í Hollandi í dag. 19. júlí 2017 14:30 Anna Björk: Virkilega svekkjandi að vera ekki í byrjunarliðinu Þetta var virkilega svekkjandi að sjálfsögðu. Maður pirrar sig í einn til tvo klukkutíma og svo heldur maður áfram. 19. júlí 2017 20:15 Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00 Upptaka frá æfingu landsliðsins: Heimir fór yfir varnarleik í föstum leikatriðum með stelpunum Hann minnti á mikilvægi þess að finna fyrir leikmanninum sem verið væri að dekka þannig að hægt væri að fylgjast með boltanum og leikmanni á sama tíma. 19. júlí 2017 15:30 Dáðust að formi nýbökuðu þriggja barna móðurinnar Dagnýjar 19. júlí 2017 14:00 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Sjá meira
„Ég var á leiðinni út eftir leik og þá spyr Ragga (Ragnhildur Skúladóttir í landsliðsnefnd KSÍ) hvort hún eigi ekki að taka töskuna og ég halda á Ými. Svo hverfur Ragga bara en ég þurfti að labba í gegnum þetta fjölmiðlasvæði,“ segir Harpa. Þar varð uppi fótur og fit, myndavélar fóru á loft og allir vildu ræða við nýbökuðu mömmuna. Ýmir tók athyglinni með stóískri ró. „Ég var ekki búin að hugsa þetta til enda en kannski var bara fínt að klára þetta á einu bretti.“ Spurningarnar snerust fæstar um leikinn en meira um móðurhlutverkið. „Kannski finnst okkur Íslendingum það orðið eðlilegra að pabbinn sé að sjá um börnin á meðan mamman sér um önnur verkefni,“ segir Harpa. „Þeir voru aðallega að spá í það hver væri eiginlega að sjá um barnið fyrst að ég væri að spila hér. Sem betur fer á hann pabba. Ég held að það væri ekki mikið um fréttir ef mamman væri hinum megin við borðið eins og Kalli er núna,“ segir Harpa og vísar til föðurins, Jóhannesar Karls Sigursteinssonar, sem heldur til í sumarhúsi með synina tvo meðan á EM stendur. Harpa dvelur þó hjá þeim á nóttunni að frátalinni nóttinni fyrir leik þegar landsliðið gistir í borginni þar sem leikið er hverju sinni.Harpa Þorsteinsdóttir með börnum sínum eftir Frakkaleikinn.Vísir/VilhelmKnattspyrnusamband Evrópu minntist á nýbökuðu íslensku mömmuna í umfjöllun fyrir og eftir Frakkaleikinn. Sá misskilningur var ðreyndar að hin 26 ára Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður landsliðsins, var sögð þriggja barna móðir. „Mér finnst bara geggjað að Dagný sé stimpluð sem þriggja barna móðir því hún verður svo móðguð bara ef einhver kallar hana konu. Ég vil að fólk deili endilega þessari frétt svo hún fari sem víðast.“ Svo virðist sem Dagnýju hafi verið ruglað saman við Hörpu, nýbakaða tveggja barna móður, og Málfríði Ernu Sigurðardóttur sem á þrjú börn. „Okkur fannst þetta mjög fyndið. Þetta var mikið rætt í matnum fyrir leikinn,“ segir Málfríður hlæjandi. Ekki var minna hlegið þegar umfjöllun UEFA eftir leik var skoðuð. „Þar kom fram hvað þriggja barna móðirin Dagný væri í geggjuðu formi,“ segir Málfríður og hlær. Stelpurnar mæta Sviss á laugardaginn en liðið hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum. Markadrottningin Harpa hefur litlar áhyggjur af því. „Við erum búin að fara vel í gegnum sóknarleikinn og varnarleikinn. Þetta dettur með okkur, bara spurning um hvar og hvenær.“
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Guðni forseti fékk stelpurnar til að springa úr hlátri | Myndir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virðist hafa verið kærkominn gestur á hóteli kvennalandsliðsins í knattspyrnu í Ermelo í Hollandi í dag. 19. júlí 2017 14:30 Anna Björk: Virkilega svekkjandi að vera ekki í byrjunarliðinu Þetta var virkilega svekkjandi að sjálfsögðu. Maður pirrar sig í einn til tvo klukkutíma og svo heldur maður áfram. 19. júlí 2017 20:15 Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00 Upptaka frá æfingu landsliðsins: Heimir fór yfir varnarleik í föstum leikatriðum með stelpunum Hann minnti á mikilvægi þess að finna fyrir leikmanninum sem verið væri að dekka þannig að hægt væri að fylgjast með boltanum og leikmanni á sama tíma. 19. júlí 2017 15:30 Dáðust að formi nýbökuðu þriggja barna móðurinnar Dagnýjar 19. júlí 2017 14:00 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Fleiri fréttir Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Sjá meira
EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00
Guðni forseti fékk stelpurnar til að springa úr hlátri | Myndir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virðist hafa verið kærkominn gestur á hóteli kvennalandsliðsins í knattspyrnu í Ermelo í Hollandi í dag. 19. júlí 2017 14:30
Anna Björk: Virkilega svekkjandi að vera ekki í byrjunarliðinu Þetta var virkilega svekkjandi að sjálfsögðu. Maður pirrar sig í einn til tvo klukkutíma og svo heldur maður áfram. 19. júlí 2017 20:15
Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00
Upptaka frá æfingu landsliðsins: Heimir fór yfir varnarleik í föstum leikatriðum með stelpunum Hann minnti á mikilvægi þess að finna fyrir leikmanninum sem verið væri að dekka þannig að hægt væri að fylgjast með boltanum og leikmanni á sama tíma. 19. júlí 2017 15:30