Líkur á að Sísí fríkar út verði spilað vinnist sigur á Sviss Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 20. júlí 2017 16:30 Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur bara gaman af tilvísunum í að Sísí fríki út. Vísir/Tom Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður íslenska landsliðsins, stóð sig afar vel í 1-0 tapinu gegn Frökkum á þriðjudaginn. Hún segir það sannarlega hafa verið skemmtilegt að fá kallið í byrjunarliðið. „Þetta var geggjað, frábær upplifun og verður góð minning,“ segir Sísí um leikinn sem tapaðist á marki úr vítaspyrnu seint í leiknum eins og alþjóð veit. Eftir rúman stundarfjórðung átti Sísí, sem er þekkt fyrir að vera hörð í horn að taka, grófa tæklingu. Ítalski dómarinn sá ekki ástæðu til að lyfta gula spjaldinu en dómarinn átti ekki sinn besta dag. Sísí hlær aðspurð hvort hún hefði verið heppin að sleppa við spjald.„Nei nei, þetta var fyrsta brotið mitt. Ég hafði engar áhyggjur,“ segir Sísí en bætir við: „Þetta var svolítið gróft hjá mér þegar ég sá þetta seinna. Maður verður aðeins að láta finna fyrir sér.“Sviss hefur unnið þrjá síðustu leiki þjóðanna, samanlagt 7-0. Yfirburðirir hafa verið talsverðir og þeirra lykilmaður, Ramona Bachmann hjá Chelsea, leikið á alls oddi. „Klárlega, við þurfum að stöðva hana og bara spila okkar leik. Verjast vel og nýta okkar færi.“Fjölskylda Sísí er í Hollandi og fleiri Vestmannaeyingar. Hún segir gaman að fá stuðninginn. En hvað með þá tilhneigingu íslenskra fjölmiðla að tala endurtekið um að „Sísí fríki út“ og vísa í slagarann með Grýlunum?„Þetta er bara fyndið,“ segir hún en stelpurnar hafa ekki spilað lagið í Hollandi en sem komið er. Kannski eftir sigur á Sviss?„Já, það verður örugglega fyrsta lagið sem verður spilað.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Sjá meira
Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður íslenska landsliðsins, stóð sig afar vel í 1-0 tapinu gegn Frökkum á þriðjudaginn. Hún segir það sannarlega hafa verið skemmtilegt að fá kallið í byrjunarliðið. „Þetta var geggjað, frábær upplifun og verður góð minning,“ segir Sísí um leikinn sem tapaðist á marki úr vítaspyrnu seint í leiknum eins og alþjóð veit. Eftir rúman stundarfjórðung átti Sísí, sem er þekkt fyrir að vera hörð í horn að taka, grófa tæklingu. Ítalski dómarinn sá ekki ástæðu til að lyfta gula spjaldinu en dómarinn átti ekki sinn besta dag. Sísí hlær aðspurð hvort hún hefði verið heppin að sleppa við spjald.„Nei nei, þetta var fyrsta brotið mitt. Ég hafði engar áhyggjur,“ segir Sísí en bætir við: „Þetta var svolítið gróft hjá mér þegar ég sá þetta seinna. Maður verður aðeins að láta finna fyrir sér.“Sviss hefur unnið þrjá síðustu leiki þjóðanna, samanlagt 7-0. Yfirburðirir hafa verið talsverðir og þeirra lykilmaður, Ramona Bachmann hjá Chelsea, leikið á alls oddi. „Klárlega, við þurfum að stöðva hana og bara spila okkar leik. Verjast vel og nýta okkar færi.“Fjölskylda Sísí er í Hollandi og fleiri Vestmannaeyingar. Hún segir gaman að fá stuðninginn. En hvað með þá tilhneigingu íslenskra fjölmiðla að tala endurtekið um að „Sísí fríki út“ og vísa í slagarann með Grýlunum?„Þetta er bara fyndið,“ segir hún en stelpurnar hafa ekki spilað lagið í Hollandi en sem komið er. Kannski eftir sigur á Sviss?„Já, það verður örugglega fyrsta lagið sem verður spilað.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Sjá meira