Ekki von á miklum breytingum á byrjunarliði Íslands Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 21. júlí 2017 09:00 Ásmundur Haraldsson var hinn hressasti þegar hann ræddi við blaðamenn í gær. Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari segir kvennalandslið Íslands á virkilega góðum stað fyrir leikinn gegn Sviss á laugardaginn. „Við nýttum daginn í gær til að fara yfir leikinn og loka honum og hefja strax undirbúning fyrir leikinn á laugardag. Stelpurnar sem spiluðu leikinn fengu góðan tíma og meðhöndlun hjá sjúkraþjálfarateyminu til að endurheimta og ná í þá orku sem þær þurfa. Stelpurnar sem spiluðu minna fengu góða æfingu úti á velli. Stelpurnar voru mjög fljótar að losa sig við leikinn. Við horfum fram á við í næsta verkefni.“ Ásmundur segir svissneska liðið vissulega ólíkt því franska. Mikil vinna þjálfarateymisins er að baki þar sem Svisslendingarnir hafa verið kortlagðir. „Við fáum góðar upplýsingar um hvernig þær spila og hvernig þær koma til með að nálgast leikinn. Það eru einhverjar breytingar á þeirra liði og næstu tveir dagar fara í að leggja upp leikinn með það til hliðsjónar.“Ásmundur fékk gult spjald fyrir læti á varamannabekknum í leiknum gegn Frökkum. Hann hefur þó sloppið með grín frá stelpunum og öðrum vegna upphlaupsins. „Við erum ástríðufullt þjálfarateymi og þurfum stundum að sussa aðeins hvor á annan. Í þessari stöðu ríkur maður aðeins upp, urrar aðeins og sest svo aftur niður. Henni (dómaranum) fannst þetta aðeins of mikið.“ Aðspurður hvort von sé á miklum breytingum á byrjunarliði fyrir laugardaginn. „Nei, við komum til með að nálgast þetta á svipaðan hátt. Það verða mögulega ein eða tvær breytingar í mesta lagi en það á bara eftir að koma í ljós.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari segir kvennalandslið Íslands á virkilega góðum stað fyrir leikinn gegn Sviss á laugardaginn. „Við nýttum daginn í gær til að fara yfir leikinn og loka honum og hefja strax undirbúning fyrir leikinn á laugardag. Stelpurnar sem spiluðu leikinn fengu góðan tíma og meðhöndlun hjá sjúkraþjálfarateyminu til að endurheimta og ná í þá orku sem þær þurfa. Stelpurnar sem spiluðu minna fengu góða æfingu úti á velli. Stelpurnar voru mjög fljótar að losa sig við leikinn. Við horfum fram á við í næsta verkefni.“ Ásmundur segir svissneska liðið vissulega ólíkt því franska. Mikil vinna þjálfarateymisins er að baki þar sem Svisslendingarnir hafa verið kortlagðir. „Við fáum góðar upplýsingar um hvernig þær spila og hvernig þær koma til með að nálgast leikinn. Það eru einhverjar breytingar á þeirra liði og næstu tveir dagar fara í að leggja upp leikinn með það til hliðsjónar.“Ásmundur fékk gult spjald fyrir læti á varamannabekknum í leiknum gegn Frökkum. Hann hefur þó sloppið með grín frá stelpunum og öðrum vegna upphlaupsins. „Við erum ástríðufullt þjálfarateymi og þurfum stundum að sussa aðeins hvor á annan. Í þessari stöðu ríkur maður aðeins upp, urrar aðeins og sest svo aftur niður. Henni (dómaranum) fannst þetta aðeins of mikið.“ Aðspurður hvort von sé á miklum breytingum á byrjunarliði fyrir laugardaginn. „Nei, við komum til með að nálgast þetta á svipaðan hátt. Það verða mögulega ein eða tvær breytingar í mesta lagi en það á bara eftir að koma í ljós.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira