Þýsku stelpurnar unnu í kvöld á vítaspyrnumarki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2017 20:30 Þýsku stelpurnar fagna sigurmarki Babett Peter . Vísir/Getty Evrópumeistarar Þýskalands lönduðu fyrsta sigri sínum á EM í ár þegar liðið vann 2-1 sigur á Ítalíu í seinni leik dagsins í B-riðli. Þýskaland er því með fjögur stig eins og Svíþjóð en liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik. Ítalska liðið hefur tapað báðum leikjum sínum á EM og er úr leik. Þýska liðið var manni fleiri frá 69. mínútu þegar Elisa Bartoli fékk sitt annað gula spjald í leiknum. Josephine Henning kom Þýskalandi í 1-0 á 19. mínútu þegar hún nýtti sér mistök ítalska markvarðarins Lauru Giuliani. Giuliani missti yfir sig aukaspyrnu frá Dzsenifer Marozsán og Josephine Henning skallaði boltann í tómt markið. Þýska liðið var mun sterkari og skapaði sér nokkur mjög góð færi en það voru þær ítölsku sem skoruðu næst. Ítalsks liðið náði skyndisókn, Barbara Bonansea tók minn sprett upp kantinn og fann Ilariu Mauro í teignum sem jafnaði metin í 1-1 á 29. mínútu. Ilaria Mauro skoraði líka í fyrsta leiknum en hún entist ekki út hálfleikinn. Mauro meiddist í lok hans og þurfti að fara af velli. Þýska liðið átti stangarskot í fyrri hálfleik og svo annað á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Liðið skapaði sér fjölda færa en hefur gengið illa að nýta færin í upphafi Evrópumótsins. Þeim þýsku tókst ekki að skora fyrr en þær fengu vítaspyrnu á 67. mínútu sem Babett Peter nýtti. Það reyndist síðan vera sigurmarkið í leiknum. Ítölsku stelpurnar gáfust ekki upp þrátt fyrir að vera bæði manni og marki undir enda að berjast fyrir lífi sínu í keppninni. Þær sköpuðu nokkrum sinnum hættu en heilt yfir þá var þýska liðið mun betra í leiknum í kvöld. EM 2017 í Hollandi
Evrópumeistarar Þýskalands lönduðu fyrsta sigri sínum á EM í ár þegar liðið vann 2-1 sigur á Ítalíu í seinni leik dagsins í B-riðli. Þýskaland er því með fjögur stig eins og Svíþjóð en liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik. Ítalska liðið hefur tapað báðum leikjum sínum á EM og er úr leik. Þýska liðið var manni fleiri frá 69. mínútu þegar Elisa Bartoli fékk sitt annað gula spjald í leiknum. Josephine Henning kom Þýskalandi í 1-0 á 19. mínútu þegar hún nýtti sér mistök ítalska markvarðarins Lauru Giuliani. Giuliani missti yfir sig aukaspyrnu frá Dzsenifer Marozsán og Josephine Henning skallaði boltann í tómt markið. Þýska liðið var mun sterkari og skapaði sér nokkur mjög góð færi en það voru þær ítölsku sem skoruðu næst. Ítalsks liðið náði skyndisókn, Barbara Bonansea tók minn sprett upp kantinn og fann Ilariu Mauro í teignum sem jafnaði metin í 1-1 á 29. mínútu. Ilaria Mauro skoraði líka í fyrsta leiknum en hún entist ekki út hálfleikinn. Mauro meiddist í lok hans og þurfti að fara af velli. Þýska liðið átti stangarskot í fyrri hálfleik og svo annað á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Liðið skapaði sér fjölda færa en hefur gengið illa að nýta færin í upphafi Evrópumótsins. Þeim þýsku tókst ekki að skora fyrr en þær fengu vítaspyrnu á 67. mínútu sem Babett Peter nýtti. Það reyndist síðan vera sigurmarkið í leiknum. Ítölsku stelpurnar gáfust ekki upp þrátt fyrir að vera bæði manni og marki undir enda að berjast fyrir lífi sínu í keppninni. Þær sköpuðu nokkrum sinnum hættu en heilt yfir þá var þýska liðið mun betra í leiknum í kvöld.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti