Enn þá skrefi á eftir þeim bestu Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2017 06:00 Dagný Brynjarsdóttir gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið sára fyrir Sviss í Doetinchem á laugardaginn. Ísland er úr leik á EM. vísir/getty Stelpurnar okkar eru úr leik á Evrópumótinu í fótbolta. Svekkjandi 2-1 tap á móti Sviss og jafntefli í leik Frakklands og Austurríkis á laugardaginn gerðu út um vonir íslenska liðsins um að komast í átta liða úrslit mótsins. Leikurinn á móti Austurríki í Rotterdam á laugardaginn verður því miður aðeins upp á stoltið fyrir okkar stelpur. Eftir að hafa loks rofið fjögurra leikja markastífluna í fyrri hálfleik á móti Sviss með marki Fanndísar Friðriksdóttur eftir stórbrotna sendingu frá Dagnýju Brynjarsdóttur fékk íslenska liðið á sig tvö mörk og þurfti að sætta sig við tap þrátt fyrir hetjulega baráttu á lokakaflanum. Lagt var upp með að spila besta varnarleikinn á mótinu. Hann var frábær á móti Frakklandi þar sem frammistaða Íslands verðskuldaði að minnsta kosti stig en mörkin sem liðið fékk á sig frá Sviss voru ekki til útflutnings. Samskiptaleysi í vörninni, leikmenn að gleyma að dekka sinn mann og röng talning í fyrirgjöf varð til þess að Sviss tryggði sér sigurinn. Þetta var bara ekki nógu gott. Lið sem er aðeins búið að skora eitt mark í fimm leikjum getur ekki leyft sér að verjast svona.Þurfa að halda bolta betur „Ég fór að sofa nokkuð rólegur en mér leið ekki vel þegar ég vaknaði daginn eftir leik. Þá voru myndirnar úr leiknum í huganum á mér. Mér leið ekki vel í morgun en mér leið vel eftir góðan fund og góða æfingu með stelpunum,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari. Ekkert hefur vantað upp á baráttuna hjá stelpunum okkar og hugarfarið í leikjunum. Viss gæði hefur þó skort til að halda í við þessi frábæru lið Frakklands og Sviss því stundum kemur baráttan og hjartað þér aðeins hálfa leið að góðum úrslitum. Stelpurnar lentu í áföllum fyrir mótið og þurftu að breyta leikkerfinu og koma nýjum leikmönnum inn. Leikkerfið hefur ekki verið að skila sigrum en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að liðið var að tapa með minnsta mun fyrir liðum sem hafa farið illa með íslensku stelpurnar undanfarin ár. Ísland færist nær þeim bestu en það sást að við erum enn þá skrefi á eftir og það viðurkennir Freyr.Ekki náð að leysa pressuna „Til að vera alveg hreinskilinn þá eru liðin búin að pressa okkur mjög hátt frá upphafspunkti og við höfum ekki náð að leysa það nægilega vel. Í þessu móti sjáum við að ákefðin í kvennaboltanum hefur aukist, návígin eru fleiri og pressan betri,“ segir Freyr en mikið vantaði upp á sendingafærni hjá liðinu til að vinna sig út úr þessari pressu og því voru leikirnir því miður að alltof stórum hluta 180 mínútna eltingaleikur. „Við ráðum ekki nægilega vel við að halda í boltann undir þessari pressu og það er eitthvað sem verður að lagast til þess að við verðum betra fótboltalið og höldum okkur inni á topp 20. Við sjáum hver þróunin er í knattspyrnunni og við þurfum að finna leiðir sem fótboltasamfélag til að laga þessa hluti,“ sagði Freyr.Vilja fara heim stolt Stelpurnar reyna að halda höfðinu hátt en þær ætluðu sér allt aðra og miklu stærri hluti á þessu móti. Það er því mikið áfall að vera úr leik þegar einn leikur er enn þá eftir. „Við leyfðum stundinni bara að vera í gær [fyrradag] og allar voru þær svekktar og sárar. Við tókum svo fund morguninn eftir leik og spjölluðum aðeins saman. Við þurfum að átta okkur á því að þetta lið hefur vakið gríðarlega athygli fyrir nærveru sína, framkomu, styrk, kraft og hugarfar,“ segir Freyr. Íslenska þjóðin fær aðeins að sjá einn leik í viðbót með stelpunum okkar á EM. Þær áttu meira skilið gegn Frakklandi en verða að taka tapið gegn Sviss á sig. Freyr er stoltur af því sem liðið stendur fyrir þrátt fyrir að vera augljóslega og eðlilega svekktur með niðurstöðuna.Góðir merkisberar Íslands „Nú reynir á og við viljum að þetta lið fái þann stimpil á sig að það hafi gefið allt í þetta mót og það verði engin eftirsjá. Kannski voru hin liðin betri en við í fótbolta en við erum góðir merkisberar Íslands og ég held að fólkið vilji sjá það. Ég vil fara út úr þessu móti fyrir það með stolti. Sigur væri frábær þannig að við getum komið heim til Íslands og það verði hugsað að leikmenn hafi gefið allt í þetta og allir geti gengið stoltir frá borði,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Sjá meira
Stelpurnar okkar eru úr leik á Evrópumótinu í fótbolta. Svekkjandi 2-1 tap á móti Sviss og jafntefli í leik Frakklands og Austurríkis á laugardaginn gerðu út um vonir íslenska liðsins um að komast í átta liða úrslit mótsins. Leikurinn á móti Austurríki í Rotterdam á laugardaginn verður því miður aðeins upp á stoltið fyrir okkar stelpur. Eftir að hafa loks rofið fjögurra leikja markastífluna í fyrri hálfleik á móti Sviss með marki Fanndísar Friðriksdóttur eftir stórbrotna sendingu frá Dagnýju Brynjarsdóttur fékk íslenska liðið á sig tvö mörk og þurfti að sætta sig við tap þrátt fyrir hetjulega baráttu á lokakaflanum. Lagt var upp með að spila besta varnarleikinn á mótinu. Hann var frábær á móti Frakklandi þar sem frammistaða Íslands verðskuldaði að minnsta kosti stig en mörkin sem liðið fékk á sig frá Sviss voru ekki til útflutnings. Samskiptaleysi í vörninni, leikmenn að gleyma að dekka sinn mann og röng talning í fyrirgjöf varð til þess að Sviss tryggði sér sigurinn. Þetta var bara ekki nógu gott. Lið sem er aðeins búið að skora eitt mark í fimm leikjum getur ekki leyft sér að verjast svona.Þurfa að halda bolta betur „Ég fór að sofa nokkuð rólegur en mér leið ekki vel þegar ég vaknaði daginn eftir leik. Þá voru myndirnar úr leiknum í huganum á mér. Mér leið ekki vel í morgun en mér leið vel eftir góðan fund og góða æfingu með stelpunum,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari. Ekkert hefur vantað upp á baráttuna hjá stelpunum okkar og hugarfarið í leikjunum. Viss gæði hefur þó skort til að halda í við þessi frábæru lið Frakklands og Sviss því stundum kemur baráttan og hjartað þér aðeins hálfa leið að góðum úrslitum. Stelpurnar lentu í áföllum fyrir mótið og þurftu að breyta leikkerfinu og koma nýjum leikmönnum inn. Leikkerfið hefur ekki verið að skila sigrum en það er ekki hægt að horfa fram hjá því að liðið var að tapa með minnsta mun fyrir liðum sem hafa farið illa með íslensku stelpurnar undanfarin ár. Ísland færist nær þeim bestu en það sást að við erum enn þá skrefi á eftir og það viðurkennir Freyr.Ekki náð að leysa pressuna „Til að vera alveg hreinskilinn þá eru liðin búin að pressa okkur mjög hátt frá upphafspunkti og við höfum ekki náð að leysa það nægilega vel. Í þessu móti sjáum við að ákefðin í kvennaboltanum hefur aukist, návígin eru fleiri og pressan betri,“ segir Freyr en mikið vantaði upp á sendingafærni hjá liðinu til að vinna sig út úr þessari pressu og því voru leikirnir því miður að alltof stórum hluta 180 mínútna eltingaleikur. „Við ráðum ekki nægilega vel við að halda í boltann undir þessari pressu og það er eitthvað sem verður að lagast til þess að við verðum betra fótboltalið og höldum okkur inni á topp 20. Við sjáum hver þróunin er í knattspyrnunni og við þurfum að finna leiðir sem fótboltasamfélag til að laga þessa hluti,“ sagði Freyr.Vilja fara heim stolt Stelpurnar reyna að halda höfðinu hátt en þær ætluðu sér allt aðra og miklu stærri hluti á þessu móti. Það er því mikið áfall að vera úr leik þegar einn leikur er enn þá eftir. „Við leyfðum stundinni bara að vera í gær [fyrradag] og allar voru þær svekktar og sárar. Við tókum svo fund morguninn eftir leik og spjölluðum aðeins saman. Við þurfum að átta okkur á því að þetta lið hefur vakið gríðarlega athygli fyrir nærveru sína, framkomu, styrk, kraft og hugarfar,“ segir Freyr. Íslenska þjóðin fær aðeins að sjá einn leik í viðbót með stelpunum okkar á EM. Þær áttu meira skilið gegn Frakklandi en verða að taka tapið gegn Sviss á sig. Freyr er stoltur af því sem liðið stendur fyrir þrátt fyrir að vera augljóslega og eðlilega svekktur með niðurstöðuna.Góðir merkisberar Íslands „Nú reynir á og við viljum að þetta lið fái þann stimpil á sig að það hafi gefið allt í þetta mót og það verði engin eftirsjá. Kannski voru hin liðin betri en við í fótbolta en við erum góðir merkisberar Íslands og ég held að fólkið vilji sjá það. Ég vil fara út úr þessu móti fyrir það með stolti. Sigur væri frábær þannig að við getum komið heim til Íslands og það verði hugsað að leikmenn hafi gefið allt í þetta og allir geti gengið stoltir frá borði,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Sjá meira