Feiersinger dáðist að Dagnýju hjá Bayern Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 13:15 Dagný varð þýskur meistari með Bayern árið 2015. Vísir/Getty Laura Feiersinger, miðjumaður Austurríkis, segir liðið spennt fyrir leikinn gegn Íslandi í Rotterdam í kvöld. Austurríki dugar jafntefli til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Raunar mega þær tapa gegn Íslandi svo framarlega sem Sviss vinni ekki sigur á Frökkum í hinum leik riðilsins. „Við þurfum að halda áfram af sama krafti og í fyrri leikjum okkar tveimur. Við vitum að íslensku stelpurnar spila af hörku og við erum tilbúnar fyrir það. Við þurfum að halda áfram að trúa á leikstílinn okkar,“ segir Feiersinger. Hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi austurríska liðsins í gær ásamt þjálfaranum Domenic Thalhammer. Hann segir austurríska liðið þurfa að einbeita sér að leik sínum og ekki pæla í viðureign Frakka og Sviss. „Við einbeitum okkur alfarið að Íslandi. Það getur allt gerst í fótbolta og við getum ekki treyst á að Frakkar geri okkur greiða gegn Sviss. Þetta er í okkar höndum og þannig viljum við hafa það,“ sagði Thalhammer á fundi með blaðamönnum í gær. Feiersinger spilaði á sínum tíma með Dagnýju Brynjarsdóttur, miðjumanni Íslands, hjá Bayern München. „Ég elskaði leikstílinn hennar og hún skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir okkur. Ég var meidd á þessum tíma svo ég fékk að fylgjast með henni!“ Thalhammer á von á erfiðum leik. „Þetta verður erfitt og við verðum að hundsa muninn á liðunum í stigum. Liðin eru nokkuð jöfn að getu svo þetta verður erfitt. Ísland spilar af hörku sem gerir liðið að erfiðum andstæðing. Við verðum að vera andlega undirbúin sem líkamlega.“ Stuðningsmenn Íslands hafa vakið athygli austurríska þjálfarans. „Íslenska liðið á gott bakland í stuðningsmönnum sínum og liðið hefur barist af ótrúlega miklum krafti í báðum leikjunum, sem lauk með eins marks tapi. Það gæti hafa tekið sinn toll.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Laura Feiersinger, miðjumaður Austurríkis, segir liðið spennt fyrir leikinn gegn Íslandi í Rotterdam í kvöld. Austurríki dugar jafntefli til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Raunar mega þær tapa gegn Íslandi svo framarlega sem Sviss vinni ekki sigur á Frökkum í hinum leik riðilsins. „Við þurfum að halda áfram af sama krafti og í fyrri leikjum okkar tveimur. Við vitum að íslensku stelpurnar spila af hörku og við erum tilbúnar fyrir það. Við þurfum að halda áfram að trúa á leikstílinn okkar,“ segir Feiersinger. Hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi austurríska liðsins í gær ásamt þjálfaranum Domenic Thalhammer. Hann segir austurríska liðið þurfa að einbeita sér að leik sínum og ekki pæla í viðureign Frakka og Sviss. „Við einbeitum okkur alfarið að Íslandi. Það getur allt gerst í fótbolta og við getum ekki treyst á að Frakkar geri okkur greiða gegn Sviss. Þetta er í okkar höndum og þannig viljum við hafa það,“ sagði Thalhammer á fundi með blaðamönnum í gær. Feiersinger spilaði á sínum tíma með Dagnýju Brynjarsdóttur, miðjumanni Íslands, hjá Bayern München. „Ég elskaði leikstílinn hennar og hún skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir okkur. Ég var meidd á þessum tíma svo ég fékk að fylgjast með henni!“ Thalhammer á von á erfiðum leik. „Þetta verður erfitt og við verðum að hundsa muninn á liðunum í stigum. Liðin eru nokkuð jöfn að getu svo þetta verður erfitt. Ísland spilar af hörku sem gerir liðið að erfiðum andstæðing. Við verðum að vera andlega undirbúin sem líkamlega.“ Stuðningsmenn Íslands hafa vakið athygli austurríska þjálfarans. „Íslenska liðið á gott bakland í stuðningsmönnum sínum og liðið hefur barist af ótrúlega miklum krafti í báðum leikjunum, sem lauk með eins marks tapi. Það gæti hafa tekið sinn toll.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira