Glódís: Náðum kannski ekki nógu góðri stjórn á tilfinningunum eftir Sviss-leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2017 22:12 Glódís horfir á eftir boltanum í íslenska markið. vísir/getty Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tapið fyrir Austurríki í kvöld. „Þetta var ótrúlega svekkjandi og ekki það sem við ætluðum okkur. Við ætluðum að enda þetta mót á sigri og fara með hökuna upp og kassann út frá þessu móti. En það gekk ekki í dag,“ sagði Glódís í samtali við Tómas Þór Þórðarson eftir leikinn í Rotterdam í kvöld. Íslenska liðið virtist þjakað af stressi í leiknum í kvöld og náði sér aldrei almennilega á strik. „Ég veit ekki hvað þetta var. Við vorum kannski þungar eftir þetta svekkelsi. Við komum inn í þetta mót og ætluðum okkur alla leið og þá eru þetta ótrúlega mikil vonbrigði. Við náðum kannski ekki nógu góðri stjórn á tilfinningunum okkar eftir Sviss-leikinn,“ sagði Glódís sem viðurkennir að síðustu dagar, eftir tapið fyrir Sviss á laugardaginn, hafi verið erfiðir. „Þeir hafa ekki verið alltof erfiðir en þetta hefur kannski meiri áhrif á mann en maður heldur. Ég fann það á sjálfri mér. Ég var ótrúlega svekkt eftir Sviss-leikinn, svo fannst mér ég hafa náð mér upp en síðan var það ekki svoleiðis,“ sagði Glódís. „Við vorum stressaðar í dag, héldum boltanum illa og vorum eftir á. Þær eru líka með frábært lið og vinna riðilinn. Þær eru með einfalt leikplan og eru góðar í því sem þær gera. Mikið hrós á þær og ég ætla að halda með þeim í þessu móti.“ Íslenska liðið lagði upp með að spila besta varnarleikinn á EM. Það tókst ekki og Glódís segist taka mikla ábyrgð á því sem einn af leiðtogum liðsins. „Já, ég tek þetta mikið inn á mig og tek mikla ábyrgð á þessu. Þetta var ekki nógu gott. Við eigum ekki að fá á okkur svona mörg mörk. Við ætluðum að gera betur en við munum læra af þessu móti og taka með inn í undankeppni HM,“ sagði Glódís. „Mér finnst við ekki lélegasta liðið í þessu móti. Við náðum bara ekki að láta hlutina ganga með okkur. Ef við hefðum átt þrjá frábæra leiki hefðum við getað unnið þennan riðil. En við áttum ekki frábæra þrjá leiki og töpuðum. Svona er þetta stundum í fótbolta.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Frakkland fer áfram eftir jafntefli gegn Sviss Frakkland og Sviss skildu jöfn 1-1, í hinum leik kvöldsins í C-riðli á Evrópumótinu í Hollandi. 26. júlí 2017 20:45 Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25 Einkunnir íslensku stelpnanna: Okkar stelpur nokkrum skrefum á eftir í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Hollandi og koma því stigalausar heim af EM 2017. Ísland tapaði 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam en hafði áður tapað á móti Frakklandi og Sviss. 26. júlí 2017 20:47 Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58 Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ísland steinlá fyrir Austurríki í þriðja og síðasta leik sínum á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 21:05 Fanndís: Hefðum átt að vera svolítið í „fuck it“ gírnum Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark íslenska liðsins í Evrópukeppninni en hún var ekki á skotskónum í dag ekki frekar en félagar hennar í íslenska liðinu og stelpurnar steinlágu 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum. 26. júlí 2017 22:00 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tapið fyrir Austurríki í kvöld. „Þetta var ótrúlega svekkjandi og ekki það sem við ætluðum okkur. Við ætluðum að enda þetta mót á sigri og fara með hökuna upp og kassann út frá þessu móti. En það gekk ekki í dag,“ sagði Glódís í samtali við Tómas Þór Þórðarson eftir leikinn í Rotterdam í kvöld. Íslenska liðið virtist þjakað af stressi í leiknum í kvöld og náði sér aldrei almennilega á strik. „Ég veit ekki hvað þetta var. Við vorum kannski þungar eftir þetta svekkelsi. Við komum inn í þetta mót og ætluðum okkur alla leið og þá eru þetta ótrúlega mikil vonbrigði. Við náðum kannski ekki nógu góðri stjórn á tilfinningunum okkar eftir Sviss-leikinn,“ sagði Glódís sem viðurkennir að síðustu dagar, eftir tapið fyrir Sviss á laugardaginn, hafi verið erfiðir. „Þeir hafa ekki verið alltof erfiðir en þetta hefur kannski meiri áhrif á mann en maður heldur. Ég fann það á sjálfri mér. Ég var ótrúlega svekkt eftir Sviss-leikinn, svo fannst mér ég hafa náð mér upp en síðan var það ekki svoleiðis,“ sagði Glódís. „Við vorum stressaðar í dag, héldum boltanum illa og vorum eftir á. Þær eru líka með frábært lið og vinna riðilinn. Þær eru með einfalt leikplan og eru góðar í því sem þær gera. Mikið hrós á þær og ég ætla að halda með þeim í þessu móti.“ Íslenska liðið lagði upp með að spila besta varnarleikinn á EM. Það tókst ekki og Glódís segist taka mikla ábyrgð á því sem einn af leiðtogum liðsins. „Já, ég tek þetta mikið inn á mig og tek mikla ábyrgð á þessu. Þetta var ekki nógu gott. Við eigum ekki að fá á okkur svona mörg mörk. Við ætluðum að gera betur en við munum læra af þessu móti og taka með inn í undankeppni HM,“ sagði Glódís. „Mér finnst við ekki lélegasta liðið í þessu móti. Við náðum bara ekki að láta hlutina ganga með okkur. Ef við hefðum átt þrjá frábæra leiki hefðum við getað unnið þennan riðil. En við áttum ekki frábæra þrjá leiki og töpuðum. Svona er þetta stundum í fótbolta.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Frakkland fer áfram eftir jafntefli gegn Sviss Frakkland og Sviss skildu jöfn 1-1, í hinum leik kvöldsins í C-riðli á Evrópumótinu í Hollandi. 26. júlí 2017 20:45 Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25 Einkunnir íslensku stelpnanna: Okkar stelpur nokkrum skrefum á eftir í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Hollandi og koma því stigalausar heim af EM 2017. Ísland tapaði 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam en hafði áður tapað á móti Frakklandi og Sviss. 26. júlí 2017 20:47 Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58 Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ísland steinlá fyrir Austurríki í þriðja og síðasta leik sínum á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 21:05 Fanndís: Hefðum átt að vera svolítið í „fuck it“ gírnum Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark íslenska liðsins í Evrópukeppninni en hún var ekki á skotskónum í dag ekki frekar en félagar hennar í íslenska liðinu og stelpurnar steinlágu 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum. 26. júlí 2017 22:00 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Sjá meira
Frakkland fer áfram eftir jafntefli gegn Sviss Frakkland og Sviss skildu jöfn 1-1, í hinum leik kvöldsins í C-riðli á Evrópumótinu í Hollandi. 26. júlí 2017 20:45
Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25
Einkunnir íslensku stelpnanna: Okkar stelpur nokkrum skrefum á eftir í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Hollandi og koma því stigalausar heim af EM 2017. Ísland tapaði 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam en hafði áður tapað á móti Frakklandi og Sviss. 26. júlí 2017 20:47
Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58
Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ísland steinlá fyrir Austurríki í þriðja og síðasta leik sínum á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 21:05
Fanndís: Hefðum átt að vera svolítið í „fuck it“ gírnum Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark íslenska liðsins í Evrópukeppninni en hún var ekki á skotskónum í dag ekki frekar en félagar hennar í íslenska liðinu og stelpurnar steinlágu 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum. 26. júlí 2017 22:00
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30
Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. 26. júlí 2017 21:37