John Snorri þreyttur í 7800 metrum: „Þá er það bara hugurinn sem tekur mann síðasta spölinn upp“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júlí 2017 11:45 Hópur John Snorra tjaldaði við flóknar aðstæður í fjórðu búðum leiðarinnar í gær. Vísir/Kári Schram Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson er staddur í fjórðu og síðustu búðunum á leið sinni á topp K2. Hann stefnir á að leggja af stað á toppinn klukkan 22 í kvöld að staðartíma eða um klukkan 16 að íslenskum tíma. Þegar toppnum er náð tekur þó erfið niðurleiðin við en John Snorri segir alla í hópnum vel stemmda fyrir því sem framundan er. John Snorri, sem staddur er í um 7800 metra hæð, ræddi stöðuna og gönguna á toppinn í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann, ásamt ferðafélögum sínum, er kominn upp í fjórðu búðir leiðarinnar en einhverjar tafir hafa verið á göngunni. Hópurinn náði ekki upp í hinar hefðbundnu fjórðu búðir í gær heldur hafði næturstað örlítið fyrr á leiðinni. Stefnan er tekin á toppinn klukkan fjögur eftir hádegi að íslenskum tíma. „Við ætlum að leggja af stað á toppinn klukkan tíu að pakistönskum tíma í kvöld semsagt, eftir einhverja níu klukkutíma,“ segir John Snorri frá fjórðu búðum á K2.Ef John Snorri nær toppi K2 verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið.LífssporHefur lést um mörg kíló við erfiðar aðstæðurHann segir gönguna hafa reynt mjög á líkamann og þá hefur andlega hliðin einnig fengið að finna fyrir því. „Skrokkurinn er farinn að segja vel til sín, þetta tekur virkilega á. Ég er farinn að finna að ég er búinn að léttast um mörg kíló,“ segir John Snorri en leggur einnig mikið upp úr andlega þætti þrekraunarinnar. „Já, það er svona að reyna svona mikið á sig og ganga svona langt á sjálfan sig, þá er það bara hugurinn sem tekur mann síðasta spölinn upp.“ Aðstæður á fjallinu eru erfiðar en mjög snjóþungt hefur verið á leiðinni upp. Göngumenn eru afar þreyttir og tókst því ekki að ná toppnum í dag eins og áætlað var. Þá hefur stór hluti hópsins snúið við og er á leið aftur niður. „Við ætluðum að toppa í dag en vorum komin svo seint í gær, það voru allir úrvinda sem voru komnir hingað,“ segir John Snorri. „Aðrir í hópnum sem ætluðu að reyna við toppinn í dag, þeir sneru allir við, við fórum upp í mjög slæmu veðri en dagurinn í dag er góður. Þetta átti að vera toppadagurinn okkar og það er mjög gott veður núna. Þið ættuð að sjá útsýnið hjá mér núna.“John Snorri í tjaldi sínu í grunnbúðum K2.kári schramMikilvægt að ná upp vökvatapi í búðunumErfiður kafli leiðarinnar er nú framundan hjá John Snorra og gönguhópum hans en skipuleggja þarf gönguna vel. John Snorri segir þó allt líta mjög vel út og að hópurinn sé í góðu líkamlegu ástandi, enginn glími við háfjallaveiki eða annað slíkt. Aðspurður hvort hann eigi næga orku eftir í líkamanum fyrir þrekvirki kvöldsins segir John Snorri að hvíld í búðunum sé mikilvæg. „Maður er svosem ekki að safna neinni orku en maður hvílist aðeins og nær að nærast og ná upp vökvatapinu. Það er voðalega mikið vökvatap á leiðinni þannig að maður verður aðeins betur undirbúinn þó að maður nái kannski ekki að hvíla líkamann eins og þú segir, maður er í nánast átta þúsund metra hæð.“Mikil snjóflóðahætta en hugsar til fjölskyldunnarJohn Snorri játar að gangan reyni ekki síður á tilfinningar göngumanna en líkama þeirra en við gönguna leitar hugur hans iðulega til fjölskyldunnar. „Ég er rosa meyr. Það þarf lítið til að maður klökkni, maður er búinn að ganga mikið á sjálfan sig og markmiðið er innan seilingar. Á þessum tíma á morgun þá er ég væntanlega kominn aftur hingað niður í camp fjóra þannig að þetta snertir mig mjög mikið,“ segir John Snorri. Hann segist enn fremur glíma við allan ótta á fjallinu með skynsemi að vopni en mikil snjóflóðahætta er á gönguleiðinni. „Í gær þegar við vorum að labba upp þá var vont veður og maður sá ekki langt út frá sér en maður heyrði samt snjóflóð, þau voru í fjarska, og maður hugsar alltaf til þess að maður getur alltaf lent í snjóflóði,“ segir John Snorri en árin 2008 og 2013 létust göngumenn á K2 í snjóflóðum.Einar af búðum hópsins á leiðinni. Nokkrir í gönguhópnum veiktust og lögðu af stað aftur niður fjallið.Kári SchramNiðurleiðin erfiðustÞá ítrekar John Snorri að einn erfiðasti hjalli ferðarinnar sé enn eftir – niðurleiðin. „Flest slysin á K2 hafa einmitt verið á niðurleiðinni. Og það má segja að þegar maður er á leiðinni niður þá er maður að snúa baki í fjallið og þá er miklu erfiðara að vera var um sig varðanda snjóflóð og grjóthrun.“ Gangan hefur verið John Snorra erfiðari en hann bjóst við en um leið mikilfenglegri. Hann leggur ríka áherslu á að honum líði vel og þá segir hann andrúmsloftið í gönguhópnum gott en með í för eru níu sjerpar, þrír Kínverjar og bandarísk kona. „Já, ég er svo heppinn, en aðrir kannski óheppnir, að það veiktust tveir í mínum hóp þannig að sjerparnir eru fleiri. Það gerir það kannski auðveldara en snjórinn er fimmtíu til sjötíu sentímetra djúpur, mjúkur og laus snjór, en þeir hafa unnið hérna eins og tannhjól,“ segir John Snorri sem er afar þakklátur fyrir sjerpana.Stundin á toppnum verður ólýsanlegEn hvernig hefur garpurinn ímyndað sér hina langþráðu stund á toppnum? „Ég held að hún verði ólýsanleg. Þegar ég er að hugsa um þetta þá hef ég reynt að hugsa um sjálfan mig á toppnum. Oft er hún misjöfn, stundum er maður svo þreyttur og bugaður á toppnum að tilfinningarnar koma þegar maður er kominn niður, en mér líður rosalega vel núna þannig að ég held að tilfinningin verði stórkostleg.“ John Snorri stefnir á að leggja af stað á toppinn klukkan 10 í kvöld að staðartíma eða klukkan fjögur um eftirmiðdaginn að íslenskum tíma. Hann gengur fyrir Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans en ægt er að leggja málefninu lið inni á heimasíðunni Lífsspor.Viðtalið við John Snorra í Bítinu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Fjallamennska Tengdar fréttir Vilja ná lengra upp K2 í dag Hópur Johns Snorra Sigurjónssonar, sem stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa næsthæsta fjall heims, K2, ætlar í fyrramálið að gera tilraun til að komast úr búðum þrjú í fjögur á fjallinu. 25. júlí 2017 23:45 John Snorri kominn upp í fjórðu og síðustu búðirnar áður en hann toppar K2 Minnt er á að John Snorri gengur fyrir Líf Styrktarfélag Kvennadeildar Landspítalans. 26. júlí 2017 15:17 Afar slæmt veður á K2 hjá John Snorra og félögum: „Við komumst ekkert út úr tjöldunum“ John Snorri Sigurjónsson, sem stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa næsthæsta fjall heims, K2, er eins og stendur fastur í búðum þrjú á fjallinu vegna afar slæms veðurs. 25. júlí 2017 12:16 Frábært veður á K2: Stefnir á toppinn í fyrramálið John Snorri Sigurjónsson stefnir á topp næsthæsta fjall heims, K2, í fyrramálið. 26. júlí 2017 09:07 John Snorri í tjaldi á klettasyllu í 20 gráðu halla John Snorri Sigurjónsson, Íslendingurinn sem nú reynir að klífa fjallið K2 fyrstur landsmanna, er búinn að koma sér fyrir í búðum þrjú ásamt gönguhóp sínum. 24. júlí 2017 12:19 John Snorri lagður af stað upp á topp K2 John Snorri Sigurjónsson stefnir á að komast á tindinn á miðvikudag og vera þar með fyrsti Íslendingurinn til að komast þangað. 23. júlí 2017 08:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson er staddur í fjórðu og síðustu búðunum á leið sinni á topp K2. Hann stefnir á að leggja af stað á toppinn klukkan 22 í kvöld að staðartíma eða um klukkan 16 að íslenskum tíma. Þegar toppnum er náð tekur þó erfið niðurleiðin við en John Snorri segir alla í hópnum vel stemmda fyrir því sem framundan er. John Snorri, sem staddur er í um 7800 metra hæð, ræddi stöðuna og gönguna á toppinn í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann, ásamt ferðafélögum sínum, er kominn upp í fjórðu búðir leiðarinnar en einhverjar tafir hafa verið á göngunni. Hópurinn náði ekki upp í hinar hefðbundnu fjórðu búðir í gær heldur hafði næturstað örlítið fyrr á leiðinni. Stefnan er tekin á toppinn klukkan fjögur eftir hádegi að íslenskum tíma. „Við ætlum að leggja af stað á toppinn klukkan tíu að pakistönskum tíma í kvöld semsagt, eftir einhverja níu klukkutíma,“ segir John Snorri frá fjórðu búðum á K2.Ef John Snorri nær toppi K2 verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið.LífssporHefur lést um mörg kíló við erfiðar aðstæðurHann segir gönguna hafa reynt mjög á líkamann og þá hefur andlega hliðin einnig fengið að finna fyrir því. „Skrokkurinn er farinn að segja vel til sín, þetta tekur virkilega á. Ég er farinn að finna að ég er búinn að léttast um mörg kíló,“ segir John Snorri en leggur einnig mikið upp úr andlega þætti þrekraunarinnar. „Já, það er svona að reyna svona mikið á sig og ganga svona langt á sjálfan sig, þá er það bara hugurinn sem tekur mann síðasta spölinn upp.“ Aðstæður á fjallinu eru erfiðar en mjög snjóþungt hefur verið á leiðinni upp. Göngumenn eru afar þreyttir og tókst því ekki að ná toppnum í dag eins og áætlað var. Þá hefur stór hluti hópsins snúið við og er á leið aftur niður. „Við ætluðum að toppa í dag en vorum komin svo seint í gær, það voru allir úrvinda sem voru komnir hingað,“ segir John Snorri. „Aðrir í hópnum sem ætluðu að reyna við toppinn í dag, þeir sneru allir við, við fórum upp í mjög slæmu veðri en dagurinn í dag er góður. Þetta átti að vera toppadagurinn okkar og það er mjög gott veður núna. Þið ættuð að sjá útsýnið hjá mér núna.“John Snorri í tjaldi sínu í grunnbúðum K2.kári schramMikilvægt að ná upp vökvatapi í búðunumErfiður kafli leiðarinnar er nú framundan hjá John Snorra og gönguhópum hans en skipuleggja þarf gönguna vel. John Snorri segir þó allt líta mjög vel út og að hópurinn sé í góðu líkamlegu ástandi, enginn glími við háfjallaveiki eða annað slíkt. Aðspurður hvort hann eigi næga orku eftir í líkamanum fyrir þrekvirki kvöldsins segir John Snorri að hvíld í búðunum sé mikilvæg. „Maður er svosem ekki að safna neinni orku en maður hvílist aðeins og nær að nærast og ná upp vökvatapinu. Það er voðalega mikið vökvatap á leiðinni þannig að maður verður aðeins betur undirbúinn þó að maður nái kannski ekki að hvíla líkamann eins og þú segir, maður er í nánast átta þúsund metra hæð.“Mikil snjóflóðahætta en hugsar til fjölskyldunnarJohn Snorri játar að gangan reyni ekki síður á tilfinningar göngumanna en líkama þeirra en við gönguna leitar hugur hans iðulega til fjölskyldunnar. „Ég er rosa meyr. Það þarf lítið til að maður klökkni, maður er búinn að ganga mikið á sjálfan sig og markmiðið er innan seilingar. Á þessum tíma á morgun þá er ég væntanlega kominn aftur hingað niður í camp fjóra þannig að þetta snertir mig mjög mikið,“ segir John Snorri. Hann segist enn fremur glíma við allan ótta á fjallinu með skynsemi að vopni en mikil snjóflóðahætta er á gönguleiðinni. „Í gær þegar við vorum að labba upp þá var vont veður og maður sá ekki langt út frá sér en maður heyrði samt snjóflóð, þau voru í fjarska, og maður hugsar alltaf til þess að maður getur alltaf lent í snjóflóði,“ segir John Snorri en árin 2008 og 2013 létust göngumenn á K2 í snjóflóðum.Einar af búðum hópsins á leiðinni. Nokkrir í gönguhópnum veiktust og lögðu af stað aftur niður fjallið.Kári SchramNiðurleiðin erfiðustÞá ítrekar John Snorri að einn erfiðasti hjalli ferðarinnar sé enn eftir – niðurleiðin. „Flest slysin á K2 hafa einmitt verið á niðurleiðinni. Og það má segja að þegar maður er á leiðinni niður þá er maður að snúa baki í fjallið og þá er miklu erfiðara að vera var um sig varðanda snjóflóð og grjóthrun.“ Gangan hefur verið John Snorra erfiðari en hann bjóst við en um leið mikilfenglegri. Hann leggur ríka áherslu á að honum líði vel og þá segir hann andrúmsloftið í gönguhópnum gott en með í för eru níu sjerpar, þrír Kínverjar og bandarísk kona. „Já, ég er svo heppinn, en aðrir kannski óheppnir, að það veiktust tveir í mínum hóp þannig að sjerparnir eru fleiri. Það gerir það kannski auðveldara en snjórinn er fimmtíu til sjötíu sentímetra djúpur, mjúkur og laus snjór, en þeir hafa unnið hérna eins og tannhjól,“ segir John Snorri sem er afar þakklátur fyrir sjerpana.Stundin á toppnum verður ólýsanlegEn hvernig hefur garpurinn ímyndað sér hina langþráðu stund á toppnum? „Ég held að hún verði ólýsanleg. Þegar ég er að hugsa um þetta þá hef ég reynt að hugsa um sjálfan mig á toppnum. Oft er hún misjöfn, stundum er maður svo þreyttur og bugaður á toppnum að tilfinningarnar koma þegar maður er kominn niður, en mér líður rosalega vel núna þannig að ég held að tilfinningin verði stórkostleg.“ John Snorri stefnir á að leggja af stað á toppinn klukkan 10 í kvöld að staðartíma eða klukkan fjögur um eftirmiðdaginn að íslenskum tíma. Hann gengur fyrir Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans en ægt er að leggja málefninu lið inni á heimasíðunni Lífsspor.Viðtalið við John Snorra í Bítinu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Fjallamennska Tengdar fréttir Vilja ná lengra upp K2 í dag Hópur Johns Snorra Sigurjónssonar, sem stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa næsthæsta fjall heims, K2, ætlar í fyrramálið að gera tilraun til að komast úr búðum þrjú í fjögur á fjallinu. 25. júlí 2017 23:45 John Snorri kominn upp í fjórðu og síðustu búðirnar áður en hann toppar K2 Minnt er á að John Snorri gengur fyrir Líf Styrktarfélag Kvennadeildar Landspítalans. 26. júlí 2017 15:17 Afar slæmt veður á K2 hjá John Snorra og félögum: „Við komumst ekkert út úr tjöldunum“ John Snorri Sigurjónsson, sem stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa næsthæsta fjall heims, K2, er eins og stendur fastur í búðum þrjú á fjallinu vegna afar slæms veðurs. 25. júlí 2017 12:16 Frábært veður á K2: Stefnir á toppinn í fyrramálið John Snorri Sigurjónsson stefnir á topp næsthæsta fjall heims, K2, í fyrramálið. 26. júlí 2017 09:07 John Snorri í tjaldi á klettasyllu í 20 gráðu halla John Snorri Sigurjónsson, Íslendingurinn sem nú reynir að klífa fjallið K2 fyrstur landsmanna, er búinn að koma sér fyrir í búðum þrjú ásamt gönguhóp sínum. 24. júlí 2017 12:19 John Snorri lagður af stað upp á topp K2 John Snorri Sigurjónsson stefnir á að komast á tindinn á miðvikudag og vera þar með fyrsti Íslendingurinn til að komast þangað. 23. júlí 2017 08:47 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Vilja ná lengra upp K2 í dag Hópur Johns Snorra Sigurjónssonar, sem stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa næsthæsta fjall heims, K2, ætlar í fyrramálið að gera tilraun til að komast úr búðum þrjú í fjögur á fjallinu. 25. júlí 2017 23:45
John Snorri kominn upp í fjórðu og síðustu búðirnar áður en hann toppar K2 Minnt er á að John Snorri gengur fyrir Líf Styrktarfélag Kvennadeildar Landspítalans. 26. júlí 2017 15:17
Afar slæmt veður á K2 hjá John Snorra og félögum: „Við komumst ekkert út úr tjöldunum“ John Snorri Sigurjónsson, sem stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa næsthæsta fjall heims, K2, er eins og stendur fastur í búðum þrjú á fjallinu vegna afar slæms veðurs. 25. júlí 2017 12:16
Frábært veður á K2: Stefnir á toppinn í fyrramálið John Snorri Sigurjónsson stefnir á topp næsthæsta fjall heims, K2, í fyrramálið. 26. júlí 2017 09:07
John Snorri í tjaldi á klettasyllu í 20 gráðu halla John Snorri Sigurjónsson, Íslendingurinn sem nú reynir að klífa fjallið K2 fyrstur landsmanna, er búinn að koma sér fyrir í búðum þrjú ásamt gönguhóp sínum. 24. júlí 2017 12:19
John Snorri lagður af stað upp á topp K2 John Snorri Sigurjónsson stefnir á að komast á tindinn á miðvikudag og vera þar með fyrsti Íslendingurinn til að komast þangað. 23. júlí 2017 08:47