Ný Tinder-uppfærsla gerir notendum kleift að sjá fyrir fram hverjir „svæpa“ til hægri Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2017 13:44 Tinder er eitt af vinsælustu stefnumótasmáforritum heims. Vísir/Getty Ný uppfærsla á stefnumótasmáforritinu Tinder býður notendum, sem greiða fyrir þjónustuna, að sjá hverjir hafa „svæpað“ til hægri áður en þeir „svæpa“ sjálfir. Tinder-notendur í makaleit fá upp myndir af öðrum vænlegum notendum á snjallsímaskjái sína, sem þeir annað hvort „svæpa“ til hægri ef þeim hugnast viðkomandi en til vinstri ef þeir hafa ekki áhuga. Ef báðir aðilar „svæpa“ til hægri verður til svokölluð „samsvörun“ eða „match“ og þá opnast möguleiki fyrir samskipti á milli notendanna tveggja. Hingað til hefur Tinder ekki boðið upp á að fólk geti séð fyrir fram hvaða notendur hafa „svæpað“ til hægri. Þetta hefur aðeins verið hægt að staðfesta ef báðir aðilar eru jákvæðir í garð hins og úr verður áðurnefnd „samsvörun“. Nú verður hins vegar breyting þar á en Tinder býður notendum að sjá lista yfir fólk sem hefur rennt til þeirra hýru auga í smáforritinu, áður en notendurnir gera sjálfir upp hug sinn. Aðeins verður þó boðið upp á uppfærsluna gegn greiðslu en grunnþjónusta Tinder er ókeypis. Uppfærslan verður fyrst tekin í notkun í Argentínu, Ástralíu, Kanada og Mexíkó. Þá bindur fyrirtækið vonir við að henni verði hleypt af stokkunum um allan heim á næstu misserum. Tinder hefur notið gríðarmikilla vinsælda síðan forritið kom út árið 2012. Síðustu útgefnu tölur yfir notendur gera ráð fyrir að um 50 milljónir manna í makaleit hafi halað smáforritinu niður í snjalltæki sín. Tengdar fréttir Rómantík á Tinder: „Ef þetta gengur ekki þá er hægt að prófa einhvern annan“ Snjallsímaforritið Tinder kannast sjálfsagt flestir við en frá því haustið 2012 hefur forritið hægt og bítandi sótt í sig veðrið. 15. janúar 2016 12:30 Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. 5. nóvember 2015 10:00 Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ný uppfærsla á stefnumótasmáforritinu Tinder býður notendum, sem greiða fyrir þjónustuna, að sjá hverjir hafa „svæpað“ til hægri áður en þeir „svæpa“ sjálfir. Tinder-notendur í makaleit fá upp myndir af öðrum vænlegum notendum á snjallsímaskjái sína, sem þeir annað hvort „svæpa“ til hægri ef þeim hugnast viðkomandi en til vinstri ef þeir hafa ekki áhuga. Ef báðir aðilar „svæpa“ til hægri verður til svokölluð „samsvörun“ eða „match“ og þá opnast möguleiki fyrir samskipti á milli notendanna tveggja. Hingað til hefur Tinder ekki boðið upp á að fólk geti séð fyrir fram hvaða notendur hafa „svæpað“ til hægri. Þetta hefur aðeins verið hægt að staðfesta ef báðir aðilar eru jákvæðir í garð hins og úr verður áðurnefnd „samsvörun“. Nú verður hins vegar breyting þar á en Tinder býður notendum að sjá lista yfir fólk sem hefur rennt til þeirra hýru auga í smáforritinu, áður en notendurnir gera sjálfir upp hug sinn. Aðeins verður þó boðið upp á uppfærsluna gegn greiðslu en grunnþjónusta Tinder er ókeypis. Uppfærslan verður fyrst tekin í notkun í Argentínu, Ástralíu, Kanada og Mexíkó. Þá bindur fyrirtækið vonir við að henni verði hleypt af stokkunum um allan heim á næstu misserum. Tinder hefur notið gríðarmikilla vinsælda síðan forritið kom út árið 2012. Síðustu útgefnu tölur yfir notendur gera ráð fyrir að um 50 milljónir manna í makaleit hafi halað smáforritinu niður í snjalltæki sín.
Tengdar fréttir Rómantík á Tinder: „Ef þetta gengur ekki þá er hægt að prófa einhvern annan“ Snjallsímaforritið Tinder kannast sjálfsagt flestir við en frá því haustið 2012 hefur forritið hægt og bítandi sótt í sig veðrið. 15. janúar 2016 12:30 Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. 5. nóvember 2015 10:00 Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Rómantík á Tinder: „Ef þetta gengur ekki þá er hægt að prófa einhvern annan“ Snjallsímaforritið Tinder kannast sjálfsagt flestir við en frá því haustið 2012 hefur forritið hægt og bítandi sótt í sig veðrið. 15. janúar 2016 12:30
Fólkið á Airwaves: Gæti verið í leit að íslenskum stelpum en aðallega að passa systur sína Aline Gonzales frá Mexíkó og Jana Vohckova frá Tékklandi eru tveir af fjölmörgum sjálfboðaliðum á Iceland Airwaves. 5. nóvember 2015 10:00
Fólkið á Airwaves: Mættir á Tinder en hafa áhyggjur af vaxtarlagi íslenskra kvenna "Ég er líklega búinn að fá 20 match á síðustu 20 tímum. Eitt á klukkutíma,“ segir Austurríkismaðurinn Peter Kreyci. 5. nóvember 2015 15:15