Umfjöllun: Maccabi Tel Aviv - KR 3-1 | Viðar skoraði gegn KR-ingum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2017 16:45 Pálmi Rafn skoraði mark KR. vísir/ernir KR er í erfiðri stöðu eftir 3-1 tap fyrir Maccabi Tel Aviv í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Viðar Örn Kjartansson skoraði eitt marka Maccabi. KR-ingar spiluðu góðan varnarleik í fyrri hálfleik. Maccabi var meira með boltann en skapaði sér engin teljandi færi. Staðan í hálfleik var markalaus. Á 58. mínútu kom Pálmi Rafn Pálmason KR yfir með skalla eftir fyrirgjöf Kennies Chopart frá vinstri. Jordi Cruyff, þjálfari Maccabi, brást við með því að gera tvöfalda skiptingu sem hleypti nýju lífi í leik Ísraelanna. Aaron Schoenfeld jafnaði metin á 65. mínútu og heimamenn efldust við jöfnunarmarkið. Viðar Örn kom Maccabi yfir á 79. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Omer Atzily þriðja markið og gulltryggði sigur heimamanna. Lokatölur 3-1, Maccabi í vil. Seinni leikurinn fer fram á Alvogen-vellinum eftir viku. Evrópudeild UEFA
KR er í erfiðri stöðu eftir 3-1 tap fyrir Maccabi Tel Aviv í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Viðar Örn Kjartansson skoraði eitt marka Maccabi. KR-ingar spiluðu góðan varnarleik í fyrri hálfleik. Maccabi var meira með boltann en skapaði sér engin teljandi færi. Staðan í hálfleik var markalaus. Á 58. mínútu kom Pálmi Rafn Pálmason KR yfir með skalla eftir fyrirgjöf Kennies Chopart frá vinstri. Jordi Cruyff, þjálfari Maccabi, brást við með því að gera tvöfalda skiptingu sem hleypti nýju lífi í leik Ísraelanna. Aaron Schoenfeld jafnaði metin á 65. mínútu og heimamenn efldust við jöfnunarmarkið. Viðar Örn kom Maccabi yfir á 79. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Omer Atzily þriðja markið og gulltryggði sigur heimamanna. Lokatölur 3-1, Maccabi í vil. Seinni leikurinn fer fram á Alvogen-vellinum eftir viku.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti