Fótbolti

Valsmenn gætu spilað við lið úr þýsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Páll Sigurðsson og félagar í Val gætu fengið flotta leiki komist þeir í næstu umferð.
Haukur Páll Sigurðsson og félagar í Val gætu fengið flotta leiki komist þeir í næstu umferð. Vísir/Andri Marinó
Nú er ljóst hvaða lið bíða íslensku liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í morgun þótt að liðin eigi eftir að spila seinni leikina sína.

Valur og KR töpuðu bæði fyrri leikjum sínum og því verður allt annað en auðvelt fyrir þau að komast í þriðju umferðina.

Takist Valsmönnum að slá úr slóvenska liðið Domzale þá mun liðið spilað við þýska liðið SC Freiburg í næstu umferð.

Takist KR-ingum að slá út ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv þá fara Vesturbæingar annaðhvort til Grikklands eða Slóveníu. Panionios frá Grikklandi vann 2-0 sigur á slóvenska liðinu Gorica í fyrri leik liðanna.

KR tapaði 3-1 á útivelli á móti Maccabi Tel Aviv á útivelli eftir að hafa komist í 1-0 í leiknum. Ísraelsmennirnir svöruðu með þremur mörkum þar af skoraði Viðar Örn Kjartansson eitt markanna.

Valsmenn töpuðu 2-1 á heimavelli sínum á móti slóvenska liðinu Domzale en staðan var 1-1 í hálfleik. Sigurmark Domzale kom úr vítaspyrnu 17 mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×