Innlent

Thomas gefur skýrslu fyrir dómi þann 21. ágúst

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Thomas Møller Olsen er ákærður fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur.
Thomas Møller Olsen er ákærður fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. vísir/anton brink
Thomas Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn, mun gefa skýrslu fyrir dómi þann 21. ágúst þegar aðalmeðferð málsins hefst í Héraðsdómi Reykjaness.

Þetta kom fram við upphaf þinghalds í morgun áður en sjö skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq gáfu skýrslu fyrir dómi vegna málsins en skipið er nú í höfn í Hafnarfirði.

Ekki var hægt að taka skýrslu af Thomasi í morgun þar sem enn vantar matsgerð þýsks réttarmeinafræðings, Urs Oliver Wiesbrock.

Thomas, sem neitar sök í málinu, var skipverji á Polar Nanoq og var skipið í höfn hér á landi nóttina sem Birna hvarf. Það voru því samstarfsfélagar sem komu fyrir dóminn í dag en hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu blaðamanns Vísis úr dómsal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira
×