Lífið

Draumur í dós við Kárastíg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Húsið var byggt árið 1921.
Húsið var byggt árið 1921.
Fasteignasalan Eignamiðlun er með virkilega fallega íbúð í hjarta borgarinnar á söluskrá en eigin stendur við Kárastíg.

Íbúðin er þriggja herbergja, 85 fermetrar og er um að ræða hæð og ris í virðulegu og vel uppgerðu húsi.

Húsið var byggt árið 1921 en fasteignamat eignarinnar er 34 milljónir en ásett verð er 65,9 milljónir.

Útgangur er út á nýuppgerðar og góðar svalir með glæsilegu útsýni í norður, vestur og suðuráttir yfir miðbæ Reykjavíkur.

Eignin er blanda af upprunalegri hönnun og nýuppgerðu og tekst einstaklega vel til eins og sjá má hér að neðan.

Fallegt hús við Kárastíg.
Skemmtileg borðstofa.
Skemmtileg nýting á plássinu við stigann.
Nýuppgert baðherbergi.
Geggjaðar svalir.
Frábært útsýni af svölunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.