Innlent

WOW Cyclothon: Öftustu keppendur þurfa að hætta keppni vegna veðurs

Atli Ísleifsson skrifar
Lið sem verða stöðvuð verða þó talin hafa lokið keppni.
Lið sem verða stöðvuð verða þó talin hafa lokið keppni. vísir/hanna
Vegna yfirvofandi storms á Suð-Austurlandi hefur keppnisstjórn WOW Cyclothon tekið þá ákvörðun að stöðva þá keppendur sem ekki eru líklegir að vera komnir að Skaftafelli áður en slagviðri skellur á austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum.

Í tilkynningu frá WOW kemur fram að samkvæmt Verðurstofu sé von á hvössum vindhviðum, allt að 30-35 metrar.

„Lið sem eru í grennd við Egilsstaði eða ekki komin þangað kl 18 í dag geta átt von á að vera stöðvuð.

Lið sem verða stöðvuð verða þó talin hafa lokið keppni. Lið sem ekki eru stöðvuð af dómurum keppninnar eru talin hafa náð það langt að stormurinn ætti ekki að hafa áhrif á leið þeirra.

Þegar lið hafa verið stöðvuð eru keppendur beðin um að fá sér sæti í keppnisbílunum og keyra að Skaftafelli. Það ætti að koma þeim undan storminum í tæka tíð. Liðum verður leyft að hjóla frá Skaftafelli, hafi þau áhuga á því, þegar mótsstjórn hefur fengið boð frá Veðurstofu um að það sé öruggt.

Liðsstjórn WOW Cyclothon mun leggja út frá Egilsstöðum í kvöld til að stöðva keppendur, annað hvort út við vegakant eða með símtali,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×