Tilboði May um réttindi ESB borgara fálega tekið í Brussel Heimir Már Pétursson skrifar 23. júní 2017 18:49 Leiðtogar Evrópusambandsins taka fálega í tillögur Breta varðandi stöðu Evrópubúa í Bretlandi að lokinni útgöngu Breta úr sambandinu. Theresa May forsætisráðherra segir tilboð hennar hins vegar sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa landanna eftir sambandsslitin. Theresa May fékk að ávarpa leiðtoga hinna 27 aðildarríkja Evrópusambandsins undir lok vinnukvöldverðar leiðtoganna í gær þar sem hún setti fram tilboð Breta í innflytjendamálum að loknum sambandsslitum. Samkvæmt því gætu Evrópumenn sem búið hafa í fimm ár eða lengur í Bretlandi búið þar áfram og notið allra réttinda sem þeir njóta nú til æviloka. Þeir sem búið hafa skemur fengju að búa þar áfram þar til fimm árum yrði náð til að sækja um varanlega búsetu. Gefinn yrði tveggja ára aðlögunartími fyrir aðra til að öðlast slík réttindi. „Þetta er sanngjarnt og alvarlegt tilboð. Það gefur þeim þremur milljónum þegna Evrópusambandsins sem búa í Bretlandi fullvissu um framtíð sína og við viljum fá sömu fullvissu gagnvart þeirri rúmu milljón Breta sem búa innan Evrópusambandsins. Á mánudag mun ég birta tillögur okkar í smáatriðum og hlakka til að ná samkomulagi sem allra fyrst,“ sagði May í Brussel í dag.Ekki með skýra mynd af vilja Breta Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var ekki bjartsýnn eftir yfirlýsingu May. Þegar hann var spurður hvort hann hefði skýra mynd af því sem Bretar vildu ná fram í samningaviðræðunum var svarið einfaldlega „nei.“ Og þegar hann var spurður hvort yfirlýsing Theresu May um réttindi borgaranna væri skref í rétta átt svaraði hann. „Þetta er fyrsta skrefið en það er ekki fullnægjandi,“ en Juncker hefur alla tíð verið mjög ósáttur við útgöngu Breta úr sambandinu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, var ekki eins fámáll og Juncker en fullur efasemda. „Mín fyrstu viðbrögð er að tilboð Breta séu undir væntingum og fela í sér þá áhættu að staða borgaranna versni. En samninganefnd okkar mun fara yfir tilboðið línu fyrir línu þegar okkur hefur borist það skriflega,“ sagði Tusk í dag. Evrópusambandið setti fram þá kröfu að málefni borgaranna yrðu rædd fyrst af öllu og nú segist May einnig alltaf hafa verið þeirrar skoðunar. „Það er ákveðinn áherslumunur á milli tilboðs okkar og tillagna framkvæmdastjórnarinnar en málið fer nú til samninganefnda. Ég hef alltaf sagt að ég vildi að réttindi borgaranna yrðu með þeim fyrstu sem rædd yrðu í formlegum samningaviðræðum og þau verða það,“ sagði Theresa May í Brussel í dag. Brexit Tengdar fréttir May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03 Theresa May í vanda bæði heima og að heiman Forsætisráðherra Bretlands hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr ESB. 22. júní 2017 19:45 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins taka fálega í tillögur Breta varðandi stöðu Evrópubúa í Bretlandi að lokinni útgöngu Breta úr sambandinu. Theresa May forsætisráðherra segir tilboð hennar hins vegar sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa landanna eftir sambandsslitin. Theresa May fékk að ávarpa leiðtoga hinna 27 aðildarríkja Evrópusambandsins undir lok vinnukvöldverðar leiðtoganna í gær þar sem hún setti fram tilboð Breta í innflytjendamálum að loknum sambandsslitum. Samkvæmt því gætu Evrópumenn sem búið hafa í fimm ár eða lengur í Bretlandi búið þar áfram og notið allra réttinda sem þeir njóta nú til æviloka. Þeir sem búið hafa skemur fengju að búa þar áfram þar til fimm árum yrði náð til að sækja um varanlega búsetu. Gefinn yrði tveggja ára aðlögunartími fyrir aðra til að öðlast slík réttindi. „Þetta er sanngjarnt og alvarlegt tilboð. Það gefur þeim þremur milljónum þegna Evrópusambandsins sem búa í Bretlandi fullvissu um framtíð sína og við viljum fá sömu fullvissu gagnvart þeirri rúmu milljón Breta sem búa innan Evrópusambandsins. Á mánudag mun ég birta tillögur okkar í smáatriðum og hlakka til að ná samkomulagi sem allra fyrst,“ sagði May í Brussel í dag.Ekki með skýra mynd af vilja Breta Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var ekki bjartsýnn eftir yfirlýsingu May. Þegar hann var spurður hvort hann hefði skýra mynd af því sem Bretar vildu ná fram í samningaviðræðunum var svarið einfaldlega „nei.“ Og þegar hann var spurður hvort yfirlýsing Theresu May um réttindi borgaranna væri skref í rétta átt svaraði hann. „Þetta er fyrsta skrefið en það er ekki fullnægjandi,“ en Juncker hefur alla tíð verið mjög ósáttur við útgöngu Breta úr sambandinu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, var ekki eins fámáll og Juncker en fullur efasemda. „Mín fyrstu viðbrögð er að tilboð Breta séu undir væntingum og fela í sér þá áhættu að staða borgaranna versni. En samninganefnd okkar mun fara yfir tilboðið línu fyrir línu þegar okkur hefur borist það skriflega,“ sagði Tusk í dag. Evrópusambandið setti fram þá kröfu að málefni borgaranna yrðu rædd fyrst af öllu og nú segist May einnig alltaf hafa verið þeirrar skoðunar. „Það er ákveðinn áherslumunur á milli tilboðs okkar og tillagna framkvæmdastjórnarinnar en málið fer nú til samninganefnda. Ég hef alltaf sagt að ég vildi að réttindi borgaranna yrðu með þeim fyrstu sem rædd yrðu í formlegum samningaviðræðum og þau verða það,“ sagði Theresa May í Brussel í dag.
Brexit Tengdar fréttir May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03 Theresa May í vanda bæði heima og að heiman Forsætisráðherra Bretlands hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr ESB. 22. júní 2017 19:45 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03
Theresa May í vanda bæði heima og að heiman Forsætisráðherra Bretlands hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr ESB. 22. júní 2017 19:45