Handbolti

Olísdeildir karla og kvenna sýndar á Stöð 2 Sport

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Við undirritun samningsins.
Við undirritun samningsins. Vísir/Ernir
Í dag var undirritaður samningur á milli Handknattleikssamband Íslands og 365 miðla um sýningarrétt í sjónvarpi frá leikjum Olísdeilda karla og kvenna. Samningurinn gildir til næstu þriggja ára.

Við sama tilefni skrifaði HSÍ undir samning við Olís sem verður áfram aðalstyrktaraðili deildanna næstu þrjú árin.

Tveir leikir verða í beinni útsendingu í hverri umferð Olísdeildar karla og einn í Olísdeild kvenna. Þá verður á dagskrá markaþáttur þar sem hver umferð verður gerð upp, líkt og þekkist í umfjöllun Stöðvar 2 Sport um Pepsi-deildirnar í knattspyrnu og Domino's-deildirnar í körfubolta.

Nýtt keppnistímabil í Olísdeildum karla og kvenna hefjast í september og um leið beinar útsendingar frá leikjum á Stöð 2 Sport og hliðarrásum.

Á blaðamannafundinum í dag var einnig tilkynnt um að 365 miðlar hefðu undirritað nýja samninga um sýningarrétt frá Domino's-deildunum í körfubolta við KKÍ og gilda þeir til 2021.

Þá hafa samningar við ýmsa erlenda rétthafa verið endurnýjaðir og áfram sýnt frá leikjum þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, Formúlu 1, UFC og NFL en í síðastnefndu íþróttinni verða nú tvær beinar útsendingar í viku í stað einnar.

Þá liggur fyrir samkomulag 365 miðla og Knattspyrnusambands Evrópu um að sýningarrétt frá lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu sem og Þjóðardeild UEFA, nýrri keppni sem hefst haustið 2018.

Áfram verður sýnt frá undankeppni stórmóta í knattspyrnu á Stöð 2 Sport líkt og undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×