Framlög ríkisins til Ríkisútvarpsins aukin að raungildi um 900 milljónir Heimir Már Pétursson skrifar 1. júní 2017 19:24 Framlög ríkisins til Ríkisútvarpsins á næstu fimm árum munu hækka tæplega þrisvar sinnum meira að raungildi en framlög til sjúkrahúsþjónustu og háskólanna samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Að auki tekur Ríkisútvarpið til sín stóran hluta auglýsinga á sama tíma og einkareknir fjölmiðlar berjast í bökkum. Ríkisútvarpið er eini ríkisrekni fjölmiðillinn á Norðurlöndunum, Bretlandi og þótt víðar væri leitað sem keppir við einkarekna miðla á auglýsingamarkaði. En auk fjögur þúsund milljóna í framlagi frá ríkissjóði halar fyrirtækið inn um tvö þúsund milljónir á ári í auglýsingatekjum. Það er því sláandi að fara yfir áætlanir um raunaukningu framlaga til einstakra málaflokka í áliti meirihluta fjárlaganefndar við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var með naumum meirihluta stjórnarflokkanna á Alþingi síðastliðna nótt. Þar er gert ráð fyrir að framlög ríkisins með útvarpsgjaldinu hækki að raungildi um 23,2 prósent, eða um það bil um 900 milljónir króna á næstu fimm árum. Það er töluvert meiri hækkun en 8,8 prósent að raungildi til sjúkrahúsþjónustu, 7,7 prósent til háskólastigsins, en aðeins nær því sem hækkunin er áætluð til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, sem er 27,5 prósent. Þá er athyglivert að áætlað er að framlög til framhaldsskólastigsins lækki að raungildi á næstu fimm árum um 2,1 prósent.Yfirlit yfir breytingar á framlagi ríkisins til hinna ýmsu málaflokka næstu fimm ár.Þeir sem þekkja til segja varla hægt að finna það lýðræðisríki þar sem ríkið gnæfi eins mikið yfir alla aðra fjölmiðla og íslenska Ríkisútvarpið ohf. sem einnig tekur til sín mjög stóran hluta allra styrkja ríkisins til framleiðslu á ljósvakaefni. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, sem m.a. gefur út Morgunblaðið lýsir þungri stöðu og rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla í grein í Morgunblaðinu í dag miðað við önnur lönd sem Ísland ber sig gjarnan saman við. „Löndin sem við erum helst að bera okkur saman við eru að hlúa að sínum fjölmiðlum. Sínum einkareknu fjölmiðlum, með því að gefa þeim afslátt, svona óbeinan stuðning. Eins og ég bent á að bæði í Danmörku og Noregi er ekki virðisaukaskattur af áskriftum af dagblöðum og netáskrift að blöðum. Það er auðvitað mjög veigamikill stuðningur, þótt hann sé ekki í formi beinna fjárframlaga,“ segir Sigurbjörn. Þá setur Sigurbjörn spurningamerki við útrás Ríkisútvarpsins með almennri fréttasíðu á Netinu og þá sé orðið stutt í að ríkið fari að gefa út dagblað. „Já, mér finnst Ríkisútvarpið með sínum mikla fjárstuðningi frá hinu opinbera vera svolítið frekt á þessum markaði. Með því að Ríkisútvarpið myndi draga sig pínulítið til hlés, eins og með sinn fréttavef til dæmis, sem mbl og Vísir sinna mjög vel og er algerlega óþarfur hjá RÚV. Eins náttúrlega nefndi ég Rás 2 sem oft hefur verið nefnt að passaði kannski ekki beint við hlutverk Ríkisútvarpsins. Auðvitað er útvarpsstöðvamarkaðurinn orðinn mjög fjölbreyttur og flottur,“ segir Sigurbjörn Magnússon. Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Framlög ríkisins til Ríkisútvarpsins á næstu fimm árum munu hækka tæplega þrisvar sinnum meira að raungildi en framlög til sjúkrahúsþjónustu og háskólanna samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Að auki tekur Ríkisútvarpið til sín stóran hluta auglýsinga á sama tíma og einkareknir fjölmiðlar berjast í bökkum. Ríkisútvarpið er eini ríkisrekni fjölmiðillinn á Norðurlöndunum, Bretlandi og þótt víðar væri leitað sem keppir við einkarekna miðla á auglýsingamarkaði. En auk fjögur þúsund milljóna í framlagi frá ríkissjóði halar fyrirtækið inn um tvö þúsund milljónir á ári í auglýsingatekjum. Það er því sláandi að fara yfir áætlanir um raunaukningu framlaga til einstakra málaflokka í áliti meirihluta fjárlaganefndar við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var með naumum meirihluta stjórnarflokkanna á Alþingi síðastliðna nótt. Þar er gert ráð fyrir að framlög ríkisins með útvarpsgjaldinu hækki að raungildi um 23,2 prósent, eða um það bil um 900 milljónir króna á næstu fimm árum. Það er töluvert meiri hækkun en 8,8 prósent að raungildi til sjúkrahúsþjónustu, 7,7 prósent til háskólastigsins, en aðeins nær því sem hækkunin er áætluð til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, sem er 27,5 prósent. Þá er athyglivert að áætlað er að framlög til framhaldsskólastigsins lækki að raungildi á næstu fimm árum um 2,1 prósent.Yfirlit yfir breytingar á framlagi ríkisins til hinna ýmsu málaflokka næstu fimm ár.Þeir sem þekkja til segja varla hægt að finna það lýðræðisríki þar sem ríkið gnæfi eins mikið yfir alla aðra fjölmiðla og íslenska Ríkisútvarpið ohf. sem einnig tekur til sín mjög stóran hluta allra styrkja ríkisins til framleiðslu á ljósvakaefni. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, sem m.a. gefur út Morgunblaðið lýsir þungri stöðu og rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla í grein í Morgunblaðinu í dag miðað við önnur lönd sem Ísland ber sig gjarnan saman við. „Löndin sem við erum helst að bera okkur saman við eru að hlúa að sínum fjölmiðlum. Sínum einkareknu fjölmiðlum, með því að gefa þeim afslátt, svona óbeinan stuðning. Eins og ég bent á að bæði í Danmörku og Noregi er ekki virðisaukaskattur af áskriftum af dagblöðum og netáskrift að blöðum. Það er auðvitað mjög veigamikill stuðningur, þótt hann sé ekki í formi beinna fjárframlaga,“ segir Sigurbjörn. Þá setur Sigurbjörn spurningamerki við útrás Ríkisútvarpsins með almennri fréttasíðu á Netinu og þá sé orðið stutt í að ríkið fari að gefa út dagblað. „Já, mér finnst Ríkisútvarpið með sínum mikla fjárstuðningi frá hinu opinbera vera svolítið frekt á þessum markaði. Með því að Ríkisútvarpið myndi draga sig pínulítið til hlés, eins og með sinn fréttavef til dæmis, sem mbl og Vísir sinna mjög vel og er algerlega óþarfur hjá RÚV. Eins náttúrlega nefndi ég Rás 2 sem oft hefur verið nefnt að passaði kannski ekki beint við hlutverk Ríkisútvarpsins. Auðvitað er útvarpsstöðvamarkaðurinn orðinn mjög fjölbreyttur og flottur,“ segir Sigurbjörn Magnússon.
Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira