Framlög ríkisins til Ríkisútvarpsins aukin að raungildi um 900 milljónir Heimir Már Pétursson skrifar 1. júní 2017 19:24 Framlög ríkisins til Ríkisútvarpsins á næstu fimm árum munu hækka tæplega þrisvar sinnum meira að raungildi en framlög til sjúkrahúsþjónustu og háskólanna samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Að auki tekur Ríkisútvarpið til sín stóran hluta auglýsinga á sama tíma og einkareknir fjölmiðlar berjast í bökkum. Ríkisútvarpið er eini ríkisrekni fjölmiðillinn á Norðurlöndunum, Bretlandi og þótt víðar væri leitað sem keppir við einkarekna miðla á auglýsingamarkaði. En auk fjögur þúsund milljóna í framlagi frá ríkissjóði halar fyrirtækið inn um tvö þúsund milljónir á ári í auglýsingatekjum. Það er því sláandi að fara yfir áætlanir um raunaukningu framlaga til einstakra málaflokka í áliti meirihluta fjárlaganefndar við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var með naumum meirihluta stjórnarflokkanna á Alþingi síðastliðna nótt. Þar er gert ráð fyrir að framlög ríkisins með útvarpsgjaldinu hækki að raungildi um 23,2 prósent, eða um það bil um 900 milljónir króna á næstu fimm árum. Það er töluvert meiri hækkun en 8,8 prósent að raungildi til sjúkrahúsþjónustu, 7,7 prósent til háskólastigsins, en aðeins nær því sem hækkunin er áætluð til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, sem er 27,5 prósent. Þá er athyglivert að áætlað er að framlög til framhaldsskólastigsins lækki að raungildi á næstu fimm árum um 2,1 prósent.Yfirlit yfir breytingar á framlagi ríkisins til hinna ýmsu málaflokka næstu fimm ár.Þeir sem þekkja til segja varla hægt að finna það lýðræðisríki þar sem ríkið gnæfi eins mikið yfir alla aðra fjölmiðla og íslenska Ríkisútvarpið ohf. sem einnig tekur til sín mjög stóran hluta allra styrkja ríkisins til framleiðslu á ljósvakaefni. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, sem m.a. gefur út Morgunblaðið lýsir þungri stöðu og rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla í grein í Morgunblaðinu í dag miðað við önnur lönd sem Ísland ber sig gjarnan saman við. „Löndin sem við erum helst að bera okkur saman við eru að hlúa að sínum fjölmiðlum. Sínum einkareknu fjölmiðlum, með því að gefa þeim afslátt, svona óbeinan stuðning. Eins og ég bent á að bæði í Danmörku og Noregi er ekki virðisaukaskattur af áskriftum af dagblöðum og netáskrift að blöðum. Það er auðvitað mjög veigamikill stuðningur, þótt hann sé ekki í formi beinna fjárframlaga,“ segir Sigurbjörn. Þá setur Sigurbjörn spurningamerki við útrás Ríkisútvarpsins með almennri fréttasíðu á Netinu og þá sé orðið stutt í að ríkið fari að gefa út dagblað. „Já, mér finnst Ríkisútvarpið með sínum mikla fjárstuðningi frá hinu opinbera vera svolítið frekt á þessum markaði. Með því að Ríkisútvarpið myndi draga sig pínulítið til hlés, eins og með sinn fréttavef til dæmis, sem mbl og Vísir sinna mjög vel og er algerlega óþarfur hjá RÚV. Eins náttúrlega nefndi ég Rás 2 sem oft hefur verið nefnt að passaði kannski ekki beint við hlutverk Ríkisútvarpsins. Auðvitað er útvarpsstöðvamarkaðurinn orðinn mjög fjölbreyttur og flottur,“ segir Sigurbjörn Magnússon. Fjölmiðlar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Framlög ríkisins til Ríkisútvarpsins á næstu fimm árum munu hækka tæplega þrisvar sinnum meira að raungildi en framlög til sjúkrahúsþjónustu og háskólanna samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Að auki tekur Ríkisútvarpið til sín stóran hluta auglýsinga á sama tíma og einkareknir fjölmiðlar berjast í bökkum. Ríkisútvarpið er eini ríkisrekni fjölmiðillinn á Norðurlöndunum, Bretlandi og þótt víðar væri leitað sem keppir við einkarekna miðla á auglýsingamarkaði. En auk fjögur þúsund milljóna í framlagi frá ríkissjóði halar fyrirtækið inn um tvö þúsund milljónir á ári í auglýsingatekjum. Það er því sláandi að fara yfir áætlanir um raunaukningu framlaga til einstakra málaflokka í áliti meirihluta fjárlaganefndar við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var með naumum meirihluta stjórnarflokkanna á Alþingi síðastliðna nótt. Þar er gert ráð fyrir að framlög ríkisins með útvarpsgjaldinu hækki að raungildi um 23,2 prósent, eða um það bil um 900 milljónir króna á næstu fimm árum. Það er töluvert meiri hækkun en 8,8 prósent að raungildi til sjúkrahúsþjónustu, 7,7 prósent til háskólastigsins, en aðeins nær því sem hækkunin er áætluð til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, sem er 27,5 prósent. Þá er athyglivert að áætlað er að framlög til framhaldsskólastigsins lækki að raungildi á næstu fimm árum um 2,1 prósent.Yfirlit yfir breytingar á framlagi ríkisins til hinna ýmsu málaflokka næstu fimm ár.Þeir sem þekkja til segja varla hægt að finna það lýðræðisríki þar sem ríkið gnæfi eins mikið yfir alla aðra fjölmiðla og íslenska Ríkisútvarpið ohf. sem einnig tekur til sín mjög stóran hluta allra styrkja ríkisins til framleiðslu á ljósvakaefni. Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvakurs, sem m.a. gefur út Morgunblaðið lýsir þungri stöðu og rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla í grein í Morgunblaðinu í dag miðað við önnur lönd sem Ísland ber sig gjarnan saman við. „Löndin sem við erum helst að bera okkur saman við eru að hlúa að sínum fjölmiðlum. Sínum einkareknu fjölmiðlum, með því að gefa þeim afslátt, svona óbeinan stuðning. Eins og ég bent á að bæði í Danmörku og Noregi er ekki virðisaukaskattur af áskriftum af dagblöðum og netáskrift að blöðum. Það er auðvitað mjög veigamikill stuðningur, þótt hann sé ekki í formi beinna fjárframlaga,“ segir Sigurbjörn. Þá setur Sigurbjörn spurningamerki við útrás Ríkisútvarpsins með almennri fréttasíðu á Netinu og þá sé orðið stutt í að ríkið fari að gefa út dagblað. „Já, mér finnst Ríkisútvarpið með sínum mikla fjárstuðningi frá hinu opinbera vera svolítið frekt á þessum markaði. Með því að Ríkisútvarpið myndi draga sig pínulítið til hlés, eins og með sinn fréttavef til dæmis, sem mbl og Vísir sinna mjög vel og er algerlega óþarfur hjá RÚV. Eins náttúrlega nefndi ég Rás 2 sem oft hefur verið nefnt að passaði kannski ekki beint við hlutverk Ríkisútvarpsins. Auðvitað er útvarpsstöðvamarkaðurinn orðinn mjög fjölbreyttur og flottur,“ segir Sigurbjörn Magnússon.
Fjölmiðlar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira