McEnroe gagnrýnir Djokovic: Hann bara gafst upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 15:45 Novak Djokovic Vísir/Getty Novak Djokovic var sópað út úr opna franska meistaramótinu í tennis í gær og margir hafa gagnrýnt Djokovic fyrir frammistöðu sína á móti Austurríkismanninum Dominic Thiem. Dominic Thiem vann öll settin eða 7-6 (7-5) 6-3 og 6-0. Þetta er sem dæmi í fyrsta sinn sem Djokovic tapar setti 6-0 síðan árið 2005. Djokovic átti titil að verja á þessu risamóti en hefur nú misst alla risamótstitlana sína á síðustu tólf mánuðum. „Ég man ekki eftir að hafa séð það á síðustu sex til átta árum að Novak hafi bara hætt að reyna. Hann gafst hreinlega upp,“ sagði gamla tennisstjarnan John McEnroe í viðtali við BBC. „Í þriðja settinu leit þetta út eins og hann vildi ekki vera þarna. Hann vildi ekki keppa og það er átakanlegt fyrir mann sem hefur unnið svo mikið og leggur svona mikið stolt í að vera mikill keppnismaður,“ sagði McEnroe. Dominic Thiem hafði aldrei áður náð að vinna Novak Djokovic á tennisvellinum en Austurríkismaðurinn vann sér inn undanúrslitaleik á móti Spánverjanum Rafael Nadal. „Ég er í stöðu sem ég hef aldrei verið í áður. Undanfarna sjö til átta mánuði hef ég ekki unnið nein mót og það hefur ekki gerst í mörg ár. Maður þarf víst bara að komast í gegnum þetta, læra af þessu og finna leið til að verða sterkari. Þetta er mikil áskorun en ég er klár í að takast á við hana,“ sagði Novak Djokovic eftir leikinn. Novak Djokovic datt út í átta manna úrslitunum núna en hafði tapað í annarri umferð á opna ástralska fyrr á þessu ári. Hann spilaði síðast til úrslita á opna bandaríska mótinu síðasta sumar en vann síðast risamót á opna franska mótinu fyrir ári síðan. Tennis Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Sjá meira
Novak Djokovic var sópað út úr opna franska meistaramótinu í tennis í gær og margir hafa gagnrýnt Djokovic fyrir frammistöðu sína á móti Austurríkismanninum Dominic Thiem. Dominic Thiem vann öll settin eða 7-6 (7-5) 6-3 og 6-0. Þetta er sem dæmi í fyrsta sinn sem Djokovic tapar setti 6-0 síðan árið 2005. Djokovic átti titil að verja á þessu risamóti en hefur nú misst alla risamótstitlana sína á síðustu tólf mánuðum. „Ég man ekki eftir að hafa séð það á síðustu sex til átta árum að Novak hafi bara hætt að reyna. Hann gafst hreinlega upp,“ sagði gamla tennisstjarnan John McEnroe í viðtali við BBC. „Í þriðja settinu leit þetta út eins og hann vildi ekki vera þarna. Hann vildi ekki keppa og það er átakanlegt fyrir mann sem hefur unnið svo mikið og leggur svona mikið stolt í að vera mikill keppnismaður,“ sagði McEnroe. Dominic Thiem hafði aldrei áður náð að vinna Novak Djokovic á tennisvellinum en Austurríkismaðurinn vann sér inn undanúrslitaleik á móti Spánverjanum Rafael Nadal. „Ég er í stöðu sem ég hef aldrei verið í áður. Undanfarna sjö til átta mánuði hef ég ekki unnið nein mót og það hefur ekki gerst í mörg ár. Maður þarf víst bara að komast í gegnum þetta, læra af þessu og finna leið til að verða sterkari. Þetta er mikil áskorun en ég er klár í að takast á við hana,“ sagði Novak Djokovic eftir leikinn. Novak Djokovic datt út í átta manna úrslitunum núna en hafði tapað í annarri umferð á opna ástralska fyrr á þessu ári. Hann spilaði síðast til úrslita á opna bandaríska mótinu síðasta sumar en vann síðast risamót á opna franska mótinu fyrir ári síðan.
Tennis Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Sjá meira