Innlent

Funda áfram með ráðherra eftir hádegi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sigríður svarar nefndarmönnum í dag.
Sigríður svarar nefndarmönnum í dag. Vísir/Ernir

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra situr fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag þar sem fjallað er um tillögu hennar um skipun dómara við Landsrétt. Fulltrúar Dómarafélags Íslands og Lögmannafélags Íslands munu einnig koma fyrir nefndina.

Njáll Trausti Friðbertsson, sitjandi formaður nefndarinnar, segir að um sé að ræða sérstakt og fordæmalaust mál og því sé gert ráð fyrir að vinnsla málsins muni taka nokkurn tíma. Dómsmálaráðherra kom fyrir nefndina snemma í morgun og mætir aftur eftir hádegi.

„Við höldum áfram klukkan 13 með dómsmálaráðherra, og svo fleiri aðilum. Nefndarmenn vilja enn spyrja;“ segir Njáll í samtali við fréttastofu. Hann segist aðspurður ekki geta svarað hvort nefndin muni leggja til einhverjar breytingar.

Um er að ræða tillögu Sigríðar að skipun í embætti fimmtán dómara við Landsrétt. Athygli hefur vakið að dómararnir fimmtán sem Sigríður vill skipa eru ekki að öllu leyti þeir sömu og sérstök fimm manna hæfnisnefnd hafði lagt til að skipaðir yrðu dómarar við réttinn. Af þessum fimmtán dómurum vill Sigríður ekki fjóra þeirra sem voru í umsögn nefndarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×