Kaupandi í Arion sagður fjármagna ofríki með fjárfestingum sínum í Venesúela Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. maí 2017 15:32 Mótmælendur á götum Caracas. Vísir/Getty Goldman Sachs Group hefur gengist við því að hafa keypt venesúelsk skuldabréf á brunaútsölu. Stjórnarandstaðan þar í landi hefur gagnrýnt fjárfestingarbankann harðlega og sakað hann um að fjármagna ríkisstjórn forsetans Nicolas Maduro. Ríkisstjórninni hefur verið mótmælt af tugþúsundum svo vikum skiptir. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar sakaði bankann um að fjármagna „ofríki“ eftir að Wall Street Journal greindi frá því að Goldman Sachs hefði keypt skuldabréf í ríkisolíufélaginu PDVSA, langt undir markaðsvirði, fyrir 2.8 milljarða dala, um 280 milljarða króna. Bankinn var í hópi félaga sem keypti tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi í mars síðastliðnum. „Við keyptum þessi skuldabréf, sem gefin voru út árið 2014, á eftirmarkaði af miðlara og áttum ekki í neinum samskiptum við venesúelsk stjórnvöld,“ segir í yfirlýsingu sem Goldman Sachs sendi frá sér í gær.Sjá einnig: Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð„Við gerum okkur grein fyrir því að ástandið er flókið og í stöðugri þróun og að Venesúela standi á tímamótum. Við erum sammála því að lífsskilyrði þar verði að batna og fjárfestingin er til marks um að við höfum trú á að þróunin verði á þá leið.“ Í yfirlýsingunni var fjöldi hlutabréfa og verð þeirra ekki tilgreint. Miðstýrt áætlanahagkerfi Venesúela hefur átt í erfiðleikum með að fóta sig eftir að heimsmarkaðsverð á olíu tók að hríðlækka um mitt ár 2014. Hin óvinsæla ríkisstjórn Maduros hefur því í auknum mæli þurft að reiða sig á hvers kyns fjármálagerninga og sölu ríkiseigna til að laða að erlenda fjárfesta. Andstæðingar Maduros hafa undanfarna tvo mánuði mótmælt á götum Caracas og annarra stórborga landsins og krafist kosninga. Um 60 mótmælendur hafa látið lífið í átökum við lögreglu. Tengdar fréttir Boðað til allsherjar mótmæla í Venesúela á morgun Ekkert lát er á mótmælahrinunni í Venesúela þar sem þess er krafist að Nicolas Maduro, forseti landsins, fari frá völdum. 2. maí 2017 22:36 Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29 Sautján ára piltur skotinn til bana í átökunum í Venesúela Þrír voru skotnir til bana í mótmælum í Venesúela í dag, þar af einn sautján ára piltur. Hinir tveir voru rúmlega þrítugir. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt og er fjöldi látinna kominn í fjörutíu og tvo. 16. maí 2017 23:50 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Goldman Sachs Group hefur gengist við því að hafa keypt venesúelsk skuldabréf á brunaútsölu. Stjórnarandstaðan þar í landi hefur gagnrýnt fjárfestingarbankann harðlega og sakað hann um að fjármagna ríkisstjórn forsetans Nicolas Maduro. Ríkisstjórninni hefur verið mótmælt af tugþúsundum svo vikum skiptir. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar sakaði bankann um að fjármagna „ofríki“ eftir að Wall Street Journal greindi frá því að Goldman Sachs hefði keypt skuldabréf í ríkisolíufélaginu PDVSA, langt undir markaðsvirði, fyrir 2.8 milljarða dala, um 280 milljarða króna. Bankinn var í hópi félaga sem keypti tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi í mars síðastliðnum. „Við keyptum þessi skuldabréf, sem gefin voru út árið 2014, á eftirmarkaði af miðlara og áttum ekki í neinum samskiptum við venesúelsk stjórnvöld,“ segir í yfirlýsingu sem Goldman Sachs sendi frá sér í gær.Sjá einnig: Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð„Við gerum okkur grein fyrir því að ástandið er flókið og í stöðugri þróun og að Venesúela standi á tímamótum. Við erum sammála því að lífsskilyrði þar verði að batna og fjárfestingin er til marks um að við höfum trú á að þróunin verði á þá leið.“ Í yfirlýsingunni var fjöldi hlutabréfa og verð þeirra ekki tilgreint. Miðstýrt áætlanahagkerfi Venesúela hefur átt í erfiðleikum með að fóta sig eftir að heimsmarkaðsverð á olíu tók að hríðlækka um mitt ár 2014. Hin óvinsæla ríkisstjórn Maduros hefur því í auknum mæli þurft að reiða sig á hvers kyns fjármálagerninga og sölu ríkiseigna til að laða að erlenda fjárfesta. Andstæðingar Maduros hafa undanfarna tvo mánuði mótmælt á götum Caracas og annarra stórborga landsins og krafist kosninga. Um 60 mótmælendur hafa látið lífið í átökum við lögreglu.
Tengdar fréttir Boðað til allsherjar mótmæla í Venesúela á morgun Ekkert lát er á mótmælahrinunni í Venesúela þar sem þess er krafist að Nicolas Maduro, forseti landsins, fari frá völdum. 2. maí 2017 22:36 Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29 Sautján ára piltur skotinn til bana í átökunum í Venesúela Þrír voru skotnir til bana í mótmælum í Venesúela í dag, þar af einn sautján ára piltur. Hinir tveir voru rúmlega þrítugir. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt og er fjöldi látinna kominn í fjörutíu og tvo. 16. maí 2017 23:50 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Boðað til allsherjar mótmæla í Venesúela á morgun Ekkert lát er á mótmælahrinunni í Venesúela þar sem þess er krafist að Nicolas Maduro, forseti landsins, fari frá völdum. 2. maí 2017 22:36
Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29
Sautján ára piltur skotinn til bana í átökunum í Venesúela Þrír voru skotnir til bana í mótmælum í Venesúela í dag, þar af einn sautján ára piltur. Hinir tveir voru rúmlega þrítugir. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt og er fjöldi látinna kominn í fjörutíu og tvo. 16. maí 2017 23:50
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15