Erlent

„Covfefe“ er orð dagsins: Grínarar á netinu á yfirsnúningi vegna hálfkláraðs tísts Trump

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump er forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP
Óhætt er að segja að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi séð til að merkingarleysan „covfefe“ sé orð dagsins í netneimum eftir að hann birti að því er virtist hálfklárað tíst á Twitter-reikningi sínum rétt eftir miðnætti að staðartíma í Washington.

Netverjar hafa gert óspart grín að forsetanum sem virðist hafa lagst til hvílu án þess að klára það sem hann hafði að segja eða þá leiðrétt mistökin.

Tístið hálfkláraða byrjar á orðunum „Despite the constant negative press covfefe“, og þykir líklegt að orðið „covfefe“ hafi átt að vera „coverage“. Mætti þýða setninguna sem eða „Þrátt fyrir látlausa neikvæða umfjöllun fjölmiðla“, en þó er ljóst að síðari hluta hugsunar Trump vantar enn.

Netverjar hafa þó grínast með að reyna að geta sér til um framhald hugsunar Trump og eðli skilaboðanna.

Uppfært:

Trump hefur nú fjarlægt tístið af Twitter-síðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×