Yfirvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskotið hafa heppnast vel Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2017 23:55 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fagnar tilraunaskotinu þann 14. maí síðastliðinn. Vísir/AFP Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug hafi tekist eins og áætlað var. Eldflauginni var skotið á loft fyrr í dag. Samkvæmt ríkisfréttastofunni er flaugin tilbúin til notkunar í hernaðaraðgerðum. Bandarísk yfirvöld segja þó drægi eldflaugarinnar ekki jafnast á við drægi síðustu flauga sem Norður-Kórea hefur skotið á loft. Í dag er vika síðan ríkisfréttastofa Norður-Kóreu staðfesti síðasta tilraunaskot yfirvalda en þá kom fram í yfirlýsingu að þar hefði verið um að ræða nýja eldflaug, á hverri hægt væri að koma fyrir kjarnaoddi. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað fordæmt þessar tilraunir Norður-Kóreu og mun funda á þriðjudag um eldflaugina sem skotið var á loft í dag. Eins og áður hafði leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, yfirumsjón með tilraunaskotinu í dag. Hann er sagður hafa „samþykkt nýtingu á vopnakerfinu til aðgerða.“ Eldflaugin, sem talin er vera af gerðinni Pukguksong-2, flaug rúmlega 500 kílómetra. Henni var skotið á loft nærri Pukchang í dag en þar misheppnaðist tilraunaskot í síðasta mánuði. Þetta er áttunda tilraunaskot Norður-Kóreu á þessu ári. Undanfarnar vikur hafa yfirvöld hótað því að sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni en það hefur lengi verið yfirlýst markmið Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 THAAD-kerfið greindi eldflaug Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir framþróun nágranna sinna vera hraðari en þeir reiknuðu með. 16. maí 2017 16:09 Færast nær draumnum um langdrægar eldflaugar 15. maí 2017 10:37 Enn eitt tilraunaskot Norður-Kóreu Her Suður-Kóreu segir nágranna sína hafa skotið ótilgreindri gerð eldflauga á loft, sem flaug í um 500 kílómetra. 21. maí 2017 09:49 Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu, KCNA, hefur staðfest að tilraunaskot á miðdrægri eldflaug hafi tekist eins og áætlað var. Eldflauginni var skotið á loft fyrr í dag. Samkvæmt ríkisfréttastofunni er flaugin tilbúin til notkunar í hernaðaraðgerðum. Bandarísk yfirvöld segja þó drægi eldflaugarinnar ekki jafnast á við drægi síðustu flauga sem Norður-Kórea hefur skotið á loft. Í dag er vika síðan ríkisfréttastofa Norður-Kóreu staðfesti síðasta tilraunaskot yfirvalda en þá kom fram í yfirlýsingu að þar hefði verið um að ræða nýja eldflaug, á hverri hægt væri að koma fyrir kjarnaoddi. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað fordæmt þessar tilraunir Norður-Kóreu og mun funda á þriðjudag um eldflaugina sem skotið var á loft í dag. Eins og áður hafði leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, yfirumsjón með tilraunaskotinu í dag. Hann er sagður hafa „samþykkt nýtingu á vopnakerfinu til aðgerða.“ Eldflaugin, sem talin er vera af gerðinni Pukguksong-2, flaug rúmlega 500 kílómetra. Henni var skotið á loft nærri Pukchang í dag en þar misheppnaðist tilraunaskot í síðasta mánuði. Þetta er áttunda tilraunaskot Norður-Kóreu á þessu ári. Undanfarnar vikur hafa yfirvöld hótað því að sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni en það hefur lengi verið yfirlýst markmið Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08 THAAD-kerfið greindi eldflaug Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir framþróun nágranna sinna vera hraðari en þeir reiknuðu með. 16. maí 2017 16:09 Færast nær draumnum um langdrægar eldflaugar 15. maí 2017 10:37 Enn eitt tilraunaskot Norður-Kóreu Her Suður-Kóreu segir nágranna sína hafa skotið ótilgreindri gerð eldflauga á loft, sem flaug í um 500 kílómetra. 21. maí 2017 09:49 Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Norður-Kórea skaut nýrri eldflaug á loft Yfirvöld Norður-Kóreu skutu eldflaug á loft í dag í grennd við Kusong, norðvestan við höfuðborg landsins, Pyongyang. Flaugin er talin hafa flogið 700 km og hafnað í Japanshafi. 14. maí 2017 00:08
THAAD-kerfið greindi eldflaug Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir framþróun nágranna sinna vera hraðari en þeir reiknuðu með. 16. maí 2017 16:09
Enn eitt tilraunaskot Norður-Kóreu Her Suður-Kóreu segir nágranna sína hafa skotið ótilgreindri gerð eldflauga á loft, sem flaug í um 500 kílómetra. 21. maí 2017 09:49
Yfirvöld Norður-Kóreu segja flugskeytið lið í þróun á kjarnorkuvopnum Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) hefur greint frá því að prófun á langdrægri eldflaug hafi heppnast. Þá er leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni. Yfirvöld Norður-Kóreu segja flaugar sínar ná til Bandaríkjanna. 14. maí 2017 23:30