Erlent

Fór tvisvar upp á Everest með sex daga millibili

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jamsenpa hefur alls komið fimm sinnum upp á topp Everest.
Jamsenpa hefur alls komið fimm sinnum upp á topp Everest. Mynd/Anshu Jamsenpa
Líklegt má telja að Anshu Jamsenpa, 37 ára fjallaklifrari frá Indlandi, hafi sett met með því að fara tvívegis upp á tind Everest, hæsta fjall heims, með aðeins sex daga millibili. BBC greinir frá.

Jamsenpa fór upp á toppinn á þriðjudaginn og aftur í gær, sama dag og Vilborg Arna Gissurardóttir komst upp, fyrst íslenskra kvenna.

Metið sem Jamsenpa var að reyna að slá, fljótasta tvöfalda uppganga kvenna á Everest, er sjö dagar en fulltrúar Guinnes, sem halda utan um fjölmörg heimsmet, eiga eftir að staðfesta met Jamsenpa.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jamsenpa skellir sér upp á Everest í tvígang með skömmu millibili. Árið 2011 komst hún upp á topp með tíu daga millibili. Alls hefur nú farið fimm sinnum upp á topp Everest, en síðast fór hún árið 2013.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×