Formúla 1

Toto Wolff hefur enduruppgötvað ást sína á Formúlu 1

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Toto Wolff er kátur með ástandið í Formúlu 1.
Toto Wolff er kátur með ástandið í Formúlu 1. Vísir/Getty
Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segir að baráttan á milli Mercedes og Ferrari í ár hafi endur vakið ást hans á Formúlu 1.

Eftir fyrstu fimm keppnir tímabilsins er staðan: Mercedes 3 Ferrari 2 í unnum keppnum. Einungis átta stig standa á milli stórveldanna í keppni bílasmiða.

Baráttan er harðari núna en hún hefur verið lengi. Síðustu þrjú ár hefur Mercedes liðið valtað yfir keppinauta sína. Wolff kveðst þrífast á keppninni.

„Hver helgi mun neyða okkur til að finna ystu mörk. Það er raunveruleikinn í Formúlu 1 núna. Síðustu þrjú ár hafa verið ótrúleg, en í ár hef ég enduruppgötvað ást mína á íþróttinni,“ sagði Wolff.

„Ég elska samkeppnina. Það eru engar auðveldar keppnir - baráttan er hörð. Það er enn skemmtilegra að vinna keppnir þegar samkeppnin er svona hörð,“ bætti Wolff við.

„Við gerum ráð fyrir að keppnin í Mónakó verði allt öðruvísi en Barselóna. Aðstæðurnar og umhverfið eru einstakar. Það er ekki hægt að hafa stjórn á öllum aðstæðum svo maður verður að reyna að stilla sig af í tíma svo allt smelli saman,“ bætti Wolff við.


Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Baráttugleði í Barselóna

Lewis Hamilton á Mercedes vann spænska kappasturinn um helgina eftir harða baráttu við Sebastian Vettel á Ferrari. Hvernig fór Hamilton að?

Hamilton: Svona á kappakstur að vera

Lewis Hamilton vann sína 55. keppni í Formúlu 1 í dag. Hann vann með klókindum liðsins og frábærum tilþrifum. Hver sagði hvað eftir keppnina?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×