Fótbolti

Pogba: Enginn getur sagt neitt núna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba með Evrópudeildarbikarinn.
Paul Pogba með Evrópudeildarbikarinn. Vísir/Getty
Paul Pogba átti góðan leik á miðju Manchester United í kvöld í 2-0 sigrinum á Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og markið hans í fyrri hálfleik skipti gríðarlega miklu máli fyrir liðið.

„Við kláruðum þetta. Við erum mjög stoltir af þessum titli. Enginn getur sagt neitt núna. Þeir voru að segja að við höfum átt slæmt tímabili en við stöndum uppi með þrjá bikara,“ sagði Paul Pogba við BT Sport eftir leikinn.

Pogba er þar að tala um Samfélagsskjöldinn í viðbót við Evrópudeildarbikarinn og deildarbikarinn.

„Það var mikilvægt að byrja vel og við stjórnuðum leiknum eftir mörkin. Þetta var frábær frammistaða hjá öllum í liðinu,“ sagði Pogba.

Sigur liðsins er í skugga sjálfsmorðssprengjuárásarinnar í Manchester Arena sem kostaði 22 manns lífið og særði miklu fleiri.

„Þetta er skelfilegt allstaðar í heiminum, í London og París líka. Við einbeittum okkur að því að vinna og við unnum þetta fyrir Manchester og fyrir þjóðina,“ sagði Pogba.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×