Formúla 1

Ferrari stakk af í Mónakó | Sjáðu uppgjörsþáttinn

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta frá kappakstrinum í Mónakó.

Sebastian Vettel kom fyrstur í mark eftir að hafa stolið forystunni af liðsfélaga sínum Kimi Raikkonen í gegnum þjónustuhléin. Engin ógnaði Ferrari mönnum í dag.

Lewis Hamilton átti afleidda tímatöku og gat ekki gert mikið á þröngri brautinni til að laga stöðu sína en hafnaði þó í sjöunda sæti með sex stig. Pascal Wehrlein valt eftir samstuð við Jenson Button sem féll svo úr leik.


Tengdar fréttir

Kimi Raikkonen á ráspól í Mónakó

Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra í tímatökunni fyrir Mónakókappaksturinn sem fram fer á morgun. Sebastian Vettel varð annar á al-rauðri fremstu rásröð á morgun.

Button: Tekur tíma að venjast auknum hraða

Jenson Button sem tekur sæti Fernando Alonso hjá McLaren í Mónakókappakstrinum um helgina segir að það muni taka tíma að venjast auknum hraða bílanna í ár.

Sebastian Vettel vann í Mónakó

Sebastian Vettel kom fyrstur í mark í Furstadæminu Mónakó. Kimi Raikkonen fullkomnaði svo dag Ferrari í öðru sæti og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×