Sagði andúð vinstri manna á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu "furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2017 20:13 Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitamálaráðherra, í umræðunum í kvöld. vísir/stefán Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræddi meðal annars komu verslunarrisanna Costco og H&M hingað til lands í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði landsmenn nú horfa á ákveðna umbyltingu hér í verslun og sagði forpokuð sjónarmið koma frá þeim sem gagnrýndu komu þessara verslana. Þá sagði hann andúð vinstri manna á einkarekstri á ýmsum sviðum dæmi um „furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ og nefndi einkarekstur í heilbrigðisþjónustu sérstaklega. „Við horfum þessa dagana á ákveðna umbyltingu í íslenskri verslun. Það hefur ekki farið framhjá neinum að erlent stórfyrirtæki opnaði nýlega verslun í Garðabæ og annað er á leiðinni hingað til lands. Hér á ég við Costco og H&M. Jafnvel að þótt heyrist gagnrýnisraddir hér úr þinginu og annars staðar í samfélaginu, þá er það engum vafa undirorpið að aukin samkeppni á smásölumarkaði ætti að verða íslenskum neytendum veruleg kjarabót. Og því ber að fagna og undrast um leið þau forpokuðu sjónarmið sem frá gagnrýnendum koma,“ sagði ráðherrann og bætti við að það væri engin tilviljun að fyrirtækin horfðu nú til Íslands og hæfu hér starfsemi.Niðurfelling tolla og vörugjalda hafi haft úrslitaáhrif á komu Costco og H&M „Það er engin tilviljun að þessi fyrirtæki horfa nú til Íslands og ákveða að hefja hér starfsemi. Hér hefur niðurfelling tolla og vörugjalda sem síðasta ríkisstjórn stóð fyrir, og var reyndar gagnrýnd hér á Alþingi af þáverandi minnihluta, haft úrslitaáhrif.“ Jón tók síðan annað dæmi um hina furðulegu skammsýni og hið pólitíska trúarofstæki og ræddi þá einkareksturinn. „Annað dæmi um furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki er andúð vinstri manna á einkarekstri á ýmsum sviðum þar sem ríkið hefur verið ráðandi. Þetta á til að mynda við um ýmsa starfsemi á heilbrigðissviði. Hvaða vit er til dæmis í því að senda fólk til útlanda í liðsskiptaaðgerðir, á einkasjúkrahúsum svo því sé haldið til haga, með ærnum tilkostnaði, þegar hægt er að gera sömu aðgerðir ódýrar hér á landi?“ sagði Jón. Hann beindi því síðan til þingmanna að gæta að virðingu þingsins en undanfarin ár hafa kannanir ítrekað sýnt að almenningur ber litla virðingu og lítið traust til Alþingis. „Það er mikið rætt um að auka þurfi virðingu Alþingis. Og ekki er vanþörf á. Góð byrjun væri held ég að þingmenn temdu sér að gæta hófs og samkvæmni í málflutningi. Það er borin von að þingið nái að endurvinna traust á meðan talað er út og suður í sumum málum. Sem dæmi um það kemur það fram í einu virtasta tímariti í heimi á vettvangi heilbrigðismála og segir að í samanburði á tilteknum mælikvarða sé íslenskt heilbrigðiskerfi í 2. sæti í heiminum. Gefur þetta ekki tilefni til að staldra við í umræðum um stöðu heilbrigðismála á Íslandi? Ef marka má umræður ýmissa um heilbrigðismál mætti ætla að hér væri allt í kaldakoli. Það er tímabært að við hættum að tala okkur niður þó að við vitum að við eigum óleyst verkefni á ýmsum sviðum.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ræddi meðal annars komu verslunarrisanna Costco og H&M hingað til lands í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Hann sagði landsmenn nú horfa á ákveðna umbyltingu hér í verslun og sagði forpokuð sjónarmið koma frá þeim sem gagnrýndu komu þessara verslana. Þá sagði hann andúð vinstri manna á einkarekstri á ýmsum sviðum dæmi um „furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki“ og nefndi einkarekstur í heilbrigðisþjónustu sérstaklega. „Við horfum þessa dagana á ákveðna umbyltingu í íslenskri verslun. Það hefur ekki farið framhjá neinum að erlent stórfyrirtæki opnaði nýlega verslun í Garðabæ og annað er á leiðinni hingað til lands. Hér á ég við Costco og H&M. Jafnvel að þótt heyrist gagnrýnisraddir hér úr þinginu og annars staðar í samfélaginu, þá er það engum vafa undirorpið að aukin samkeppni á smásölumarkaði ætti að verða íslenskum neytendum veruleg kjarabót. Og því ber að fagna og undrast um leið þau forpokuðu sjónarmið sem frá gagnrýnendum koma,“ sagði ráðherrann og bætti við að það væri engin tilviljun að fyrirtækin horfðu nú til Íslands og hæfu hér starfsemi.Niðurfelling tolla og vörugjalda hafi haft úrslitaáhrif á komu Costco og H&M „Það er engin tilviljun að þessi fyrirtæki horfa nú til Íslands og ákveða að hefja hér starfsemi. Hér hefur niðurfelling tolla og vörugjalda sem síðasta ríkisstjórn stóð fyrir, og var reyndar gagnrýnd hér á Alþingi af þáverandi minnihluta, haft úrslitaáhrif.“ Jón tók síðan annað dæmi um hina furðulegu skammsýni og hið pólitíska trúarofstæki og ræddi þá einkareksturinn. „Annað dæmi um furðulega skammsýni og pólitískt trúarofstæki er andúð vinstri manna á einkarekstri á ýmsum sviðum þar sem ríkið hefur verið ráðandi. Þetta á til að mynda við um ýmsa starfsemi á heilbrigðissviði. Hvaða vit er til dæmis í því að senda fólk til útlanda í liðsskiptaaðgerðir, á einkasjúkrahúsum svo því sé haldið til haga, með ærnum tilkostnaði, þegar hægt er að gera sömu aðgerðir ódýrar hér á landi?“ sagði Jón. Hann beindi því síðan til þingmanna að gæta að virðingu þingsins en undanfarin ár hafa kannanir ítrekað sýnt að almenningur ber litla virðingu og lítið traust til Alþingis. „Það er mikið rætt um að auka þurfi virðingu Alþingis. Og ekki er vanþörf á. Góð byrjun væri held ég að þingmenn temdu sér að gæta hófs og samkvæmni í málflutningi. Það er borin von að þingið nái að endurvinna traust á meðan talað er út og suður í sumum málum. Sem dæmi um það kemur það fram í einu virtasta tímariti í heimi á vettvangi heilbrigðismála og segir að í samanburði á tilteknum mælikvarða sé íslenskt heilbrigðiskerfi í 2. sæti í heiminum. Gefur þetta ekki tilefni til að staldra við í umræðum um stöðu heilbrigðismála á Íslandi? Ef marka má umræður ýmissa um heilbrigðismál mætti ætla að hér væri allt í kaldakoli. Það er tímabært að við hættum að tala okkur niður þó að við vitum að við eigum óleyst verkefni á ýmsum sviðum.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45 Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Eldhúsdagur er á Alþingi í kvöld þegar almennar stjórnmálaumræður fara fram. Þingfundur hefst klukkan 19:35 og skiptast umræðurnar í þrjár umferðir. 29. maí 2017 18:45
Líkti fyrsta misseri ríkisstjórnarinnar við eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki heima“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var harðorð í garð valinna ráðherra ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín líkti setu ríkisstjórnarinnar við dauflegt eftirpartý þar sem "húsráðandinn er ekki einu sinni heima. Hún sagði einnig margt geta betur farið í ýmsum málaflokkum. 29. maí 2017 19:58