Stefnir í mikið álag með fjölgun ferðamanna langt umfram spár Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2017 17:00 Fjölgun erlendra ferðamanna fyrstu fjóra mánuði ársins er langt umfram spár. Reyndur ferðaþjónustumaður óttast skort á gistirými og segir hætt við að álag aukist verulega á helstu ferðamannastaði í sumar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 40 prósent í fyrra, urðu nærri 1,8 milljónir allt árið. Greiningaraðilar hafa verið að spá 35 prósenta fjölgun ferðamanna í ár en aukningin fyrstu fjóra mánuði ársins er mun meiri, eða 56 prósent. En hvernig verður ástandið i sumar? Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, hefur 36 ára reynslu úr ferðaþjónustu. Hann segir viðbúið að mikið álag verði á stærstu ferðamannastöðunum, ekki síst þegar mörg skemmtiferðaskip séu samtímis í höfn. Miðað við þá fjölgun, sem stefni í, verði slíkir dagar ennþá stærri áskorun. „Og þá er upplifun ferðamannanna í húfi,“ segir Sævar.Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Gistirými muni skorta, einkum með suðurströndinni. Það sé meira og minna orðið uppbókað. Önnur svæði séu hins vegar ekki fullbókuð og gætu tekið við fleirum en þá sé vandamálið að koma ferðamönnum þangað því suðurströndin sé ákveðinn tappi. Sævar býst við að þeim fjölgi sem sofi í bílaleigubílum á bílastæðum um land allt og það sé engan veginn í lagi. „En þetta er ein afleiðingin af fjölguninni, að það vantar gistirými,“ segir Sævar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ævintýraleg fjölgun ferðamanna í apríl Ferðamannafjöldinn sem heimsótti Ísland þennan veturinn fór yfir eina milljón og jókst um 60 prósent milli ára. 10. maí 2017 21:30 Draga þurfi úr flugumferð til landsins Umhverfisráðherra segir stefnuna að ferðamenn geti ferðast um á rafrútum og bílum. 12. maí 2017 10:51 Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Fjölgun erlendra ferðamanna fyrstu fjóra mánuði ársins er langt umfram spár. Reyndur ferðaþjónustumaður óttast skort á gistirými og segir hætt við að álag aukist verulega á helstu ferðamannastaði í sumar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 40 prósent í fyrra, urðu nærri 1,8 milljónir allt árið. Greiningaraðilar hafa verið að spá 35 prósenta fjölgun ferðamanna í ár en aukningin fyrstu fjóra mánuði ársins er mun meiri, eða 56 prósent. En hvernig verður ástandið i sumar? Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, hefur 36 ára reynslu úr ferðaþjónustu. Hann segir viðbúið að mikið álag verði á stærstu ferðamannastöðunum, ekki síst þegar mörg skemmtiferðaskip séu samtímis í höfn. Miðað við þá fjölgun, sem stefni í, verði slíkir dagar ennþá stærri áskorun. „Og þá er upplifun ferðamannanna í húfi,“ segir Sævar.Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Gistirými muni skorta, einkum með suðurströndinni. Það sé meira og minna orðið uppbókað. Önnur svæði séu hins vegar ekki fullbókuð og gætu tekið við fleirum en þá sé vandamálið að koma ferðamönnum þangað því suðurströndin sé ákveðinn tappi. Sævar býst við að þeim fjölgi sem sofi í bílaleigubílum á bílastæðum um land allt og það sé engan veginn í lagi. „En þetta er ein afleiðingin af fjölguninni, að það vantar gistirými,“ segir Sævar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ævintýraleg fjölgun ferðamanna í apríl Ferðamannafjöldinn sem heimsótti Ísland þennan veturinn fór yfir eina milljón og jókst um 60 prósent milli ára. 10. maí 2017 21:30 Draga þurfi úr flugumferð til landsins Umhverfisráðherra segir stefnuna að ferðamenn geti ferðast um á rafrútum og bílum. 12. maí 2017 10:51 Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Ævintýraleg fjölgun ferðamanna í apríl Ferðamannafjöldinn sem heimsótti Ísland þennan veturinn fór yfir eina milljón og jókst um 60 prósent milli ára. 10. maí 2017 21:30
Draga þurfi úr flugumferð til landsins Umhverfisráðherra segir stefnuna að ferðamenn geti ferðast um á rafrútum og bílum. 12. maí 2017 10:51
Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45