Akureyrarbær virkur þátttakandi í norðurslóðasamstarfi Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 15. maí 2017 11:15 Á síðustu árum hefur mikil vinna við að efla Akureyrarbæ sem miðstöð norðurslóða á Íslandi skilað bænum sérstöðu í málaflokki sem verður æ fyrirferðarmeiri í alþjóðastjórnmálum. Raunar er það svo að Akureyrarbær myndi vilja leggja miklu meira af mörkum í málefnum norðurslóða enda gríðarlegt hagsmunamál fyrir bæinn að þessi mál séu á dagskrá. Nýverið barst Akureyrarbæ formlegt boð frá CNARC kínversk-norrænu heimskautarannsóknarmiðstöðinni um að fulltrúar bæjarins tækju þátt í hringborðsumræðum á ráðstefnu á vegum miðstöðvarinnar í Dalian í Kína nú í maí. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og telur mikilvægt að fulltrúar Akureyrarbæjar taki þátt í norðurslóðasamstarfi til að viðhalda sterkri stöðu bæjarins á því sviði. Í framhaldi af afgreiðslu bæjarráðs barst Akureyrarbæ formlegt boð frá Heimskautastofnun Kína og frá bæjarstjórn Lingang þar sem stofnunin er með sínar höfuðstöðvar um að bæjarstjórinn á Akureyri verði einn af aðalræðumönnum í hringborði ráðstefnunnar sem fjallar m.a. um samskipti Kína og Norðurlanda um siglingaleiðina um norðuríshafið. Fulltrúum frá íslensku utanríkisþjónustunni, íslenskum fyrirtækjum á sviði fraktsiglinga og norðurslóðamála á Íslandi er einnig boðið til ráðstefnunnar og munu margir þeirra mæta. Ólafur Ragnar Grímsson, fv. forseti Íslands, mun verða einn af aðalgestum ráðstefnunnar. Ástæða boðsins til Akureyrarbæjar er m.a. hið mikilvæga hlutverk sem Akureyri hefur sem miðstöð norðurslóða á Íslandi og vegna mikilvægra samskipta Akureyrarbæjar við Heimskautastofnun Kína um norðurslóðamál. Heimskautastofnun Kína leiðir m.a. rannsóknarverkefnið á Kárhóli í Reykjadal og var í forsvari fyrir komu Sædrekans til Akureyrar árið 2012. Þá hafa samskipti Akureyrarbæjar og stofnana þess við Kína verið nokkur á undaförnum árum og hafa fjölmennar sendinefndir Kínverja heimsótt Akureyri og er skemmst að minnast komu ráðherra úr ríkisstjórn landsins til Akureyrar síðastliðið haust. Í boðsbréfunum til bæjarstjórans á Akureyri og bæjarstjórnar var Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Hafnarsamlagi Norðurlands, Norðurorku og Háskólanum á Akureyri einnig boðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna og í heimsókn til Dalian og Lingang. Í Lingang, sem er borgarhluti í Sjanghai, hefur Heimskautastofnunin höfuðstöðvar sínar sem og Háskólinn í Sjanghai þar sem fram fer mjög öflugt nám í sjávarútvegsfræðum. Akureyrarbær hefur ákveðið að þiggja boðið og verður sendinefnd Akureyrarbæjar skipuð bæjarstjóra og aðstoðarmanni, einum fulltrúa meiri- og minnihluta í bæjarstjórn, fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og framkvæmdastjóra, einum fulltrúa meiri- og minnihluta Akureyrarbæjar í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands, einum fulltrúa meiri- og minnihluta Akureyrarbæjar í stjórn Norðurorku ásamt framkvæmdastjóra og rektor Háskólans á Akureyri alls tólf einstaklingum frá fimm aðilum. Heildarkostnaður ferðarinnar er um kr. 2.2 milljónir eða um kr. 200 þús á hvern einstakling. Einnig verða með í för fulltrúi frá RANNÍS og Arctic Portal. Stofnanir eins og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Hafnarsamlag Norðurlands, Norðurorka og Háskólinn á Akureyri fá tækifæri til að miðla sinni þekkingu á þeim sviðum sem tengjast norðurslóðum. Alþjóðasamstarf sem þetta styrkir einnig þessar stofnanirnar og þar með atvinnulíf í Eyjafirði. Mikilvægt er að Akureyrarbær styðji við sínar lykilstofnanir í norðurslóðasamstarfi sem og nýti þau tækifæri sem bjóðast til að koma sjónarmiðum sveitarfélagsins í þessum efnum á framfæri. Við verðum að sinna því hlutverki vel ef bærinn ætlar að vera þátttakandi í alþjóðlegu norðurslóðasamstarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur mikil vinna við að efla Akureyrarbæ sem miðstöð norðurslóða á Íslandi skilað bænum sérstöðu í málaflokki sem verður æ fyrirferðarmeiri í alþjóðastjórnmálum. Raunar er það svo að Akureyrarbær myndi vilja leggja miklu meira af mörkum í málefnum norðurslóða enda gríðarlegt hagsmunamál fyrir bæinn að þessi mál séu á dagskrá. Nýverið barst Akureyrarbæ formlegt boð frá CNARC kínversk-norrænu heimskautarannsóknarmiðstöðinni um að fulltrúar bæjarins tækju þátt í hringborðsumræðum á ráðstefnu á vegum miðstöðvarinnar í Dalian í Kína nú í maí. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og telur mikilvægt að fulltrúar Akureyrarbæjar taki þátt í norðurslóðasamstarfi til að viðhalda sterkri stöðu bæjarins á því sviði. Í framhaldi af afgreiðslu bæjarráðs barst Akureyrarbæ formlegt boð frá Heimskautastofnun Kína og frá bæjarstjórn Lingang þar sem stofnunin er með sínar höfuðstöðvar um að bæjarstjórinn á Akureyri verði einn af aðalræðumönnum í hringborði ráðstefnunnar sem fjallar m.a. um samskipti Kína og Norðurlanda um siglingaleiðina um norðuríshafið. Fulltrúum frá íslensku utanríkisþjónustunni, íslenskum fyrirtækjum á sviði fraktsiglinga og norðurslóðamála á Íslandi er einnig boðið til ráðstefnunnar og munu margir þeirra mæta. Ólafur Ragnar Grímsson, fv. forseti Íslands, mun verða einn af aðalgestum ráðstefnunnar. Ástæða boðsins til Akureyrarbæjar er m.a. hið mikilvæga hlutverk sem Akureyri hefur sem miðstöð norðurslóða á Íslandi og vegna mikilvægra samskipta Akureyrarbæjar við Heimskautastofnun Kína um norðurslóðamál. Heimskautastofnun Kína leiðir m.a. rannsóknarverkefnið á Kárhóli í Reykjadal og var í forsvari fyrir komu Sædrekans til Akureyrar árið 2012. Þá hafa samskipti Akureyrarbæjar og stofnana þess við Kína verið nokkur á undaförnum árum og hafa fjölmennar sendinefndir Kínverja heimsótt Akureyri og er skemmst að minnast komu ráðherra úr ríkisstjórn landsins til Akureyrar síðastliðið haust. Í boðsbréfunum til bæjarstjórans á Akureyri og bæjarstjórnar var Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Hafnarsamlagi Norðurlands, Norðurorku og Háskólanum á Akureyri einnig boðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna og í heimsókn til Dalian og Lingang. Í Lingang, sem er borgarhluti í Sjanghai, hefur Heimskautastofnunin höfuðstöðvar sínar sem og Háskólinn í Sjanghai þar sem fram fer mjög öflugt nám í sjávarútvegsfræðum. Akureyrarbær hefur ákveðið að þiggja boðið og verður sendinefnd Akureyrarbæjar skipuð bæjarstjóra og aðstoðarmanni, einum fulltrúa meiri- og minnihluta í bæjarstjórn, fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og framkvæmdastjóra, einum fulltrúa meiri- og minnihluta Akureyrarbæjar í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands, einum fulltrúa meiri- og minnihluta Akureyrarbæjar í stjórn Norðurorku ásamt framkvæmdastjóra og rektor Háskólans á Akureyri alls tólf einstaklingum frá fimm aðilum. Heildarkostnaður ferðarinnar er um kr. 2.2 milljónir eða um kr. 200 þús á hvern einstakling. Einnig verða með í för fulltrúi frá RANNÍS og Arctic Portal. Stofnanir eins og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Hafnarsamlag Norðurlands, Norðurorka og Háskólinn á Akureyri fá tækifæri til að miðla sinni þekkingu á þeim sviðum sem tengjast norðurslóðum. Alþjóðasamstarf sem þetta styrkir einnig þessar stofnanirnar og þar með atvinnulíf í Eyjafirði. Mikilvægt er að Akureyrarbær styðji við sínar lykilstofnanir í norðurslóðasamstarfi sem og nýti þau tækifæri sem bjóðast til að koma sjónarmiðum sveitarfélagsins í þessum efnum á framfæri. Við verðum að sinna því hlutverki vel ef bærinn ætlar að vera þátttakandi í alþjóðlegu norðurslóðasamstarfi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun