Tíu í haldi grunaðir um fíkniefnasmygl Snærós Sindradóttir skrifar 19. maí 2017 07:00 Tíu manns hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald sem enn stendur yfir á síðustu tveimur mánuðum hjá lögreglunni á Suðurnesjum. vísir/eyþór Tíu manns sitja í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum grunaðir um fíkniefnasmygl. Einstaklingarnir komu hver í sínu lagi til landsins með flugi og voru ýmist með fíkniefnin innvortis eða í farangri sínum. Um tvær konur og átta karlmenn er að ræða. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi í fíkniefnadeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að um óvenju miklar annir sé að ræða. „Þetta eru allt sterk fíkniefni, ýmist kókaín eða amfetamín. Einnig MDMA-efni,“ segir Jón Halldór um fíkniefnin sem flutt hafa verið til landsins á undanförnum tveimur mánuðum og hlaupa samanlagt á nokkrum kílóum. Enginn Íslendingur er á meðal þeirra tíu sem sitja í gæsluvarðhaldi. Um er að ræða einn Bandaríkjamann, tvo frá Brasilíu og sjö Hollendinga eða einstaklinga með tengingar við Holland eins og frá fyrrverandi nýlendu Hollands, Súrínam. Að sögn Jóns Halldórs hefur lögreglan enn ekki fengið botn í hvort þetta merki stóraukinn innflutning á fíkniefnum eða hvort um heppni lögreglu og tollayfirvalda sé að ræða. Þrátt fyrir að um tíu aðskildar sendingar sé að ræða, frá jafn mörgum einstaklingum, hefur lögreglan til rannsóknar hvort tengingar séu á milli sendinganna. Þær eigi sér mögulega sömu upptök hér á landi eða erlendis. Jón Halldór vill ekki segja til um hvort lögreglan sé einhverju nær um hvort svo sé. „Það er eitthvað sem ég ætla bara að halda fyrir mig á þessu stigi. Við erum að sjálfsögðu að skoða tengingar á milli þessara mála en hvernig þetta er vaxið neita ég að tjá mig um eins og staðan er. Þessi mál eru á viðkvæmu stigi og flest á fullu í rannsókn en þetta er samt staðan.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Súrínam Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Tíu manns sitja í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum grunaðir um fíkniefnasmygl. Einstaklingarnir komu hver í sínu lagi til landsins með flugi og voru ýmist með fíkniefnin innvortis eða í farangri sínum. Um tvær konur og átta karlmenn er að ræða. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi í fíkniefnadeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að um óvenju miklar annir sé að ræða. „Þetta eru allt sterk fíkniefni, ýmist kókaín eða amfetamín. Einnig MDMA-efni,“ segir Jón Halldór um fíkniefnin sem flutt hafa verið til landsins á undanförnum tveimur mánuðum og hlaupa samanlagt á nokkrum kílóum. Enginn Íslendingur er á meðal þeirra tíu sem sitja í gæsluvarðhaldi. Um er að ræða einn Bandaríkjamann, tvo frá Brasilíu og sjö Hollendinga eða einstaklinga með tengingar við Holland eins og frá fyrrverandi nýlendu Hollands, Súrínam. Að sögn Jóns Halldórs hefur lögreglan enn ekki fengið botn í hvort þetta merki stóraukinn innflutning á fíkniefnum eða hvort um heppni lögreglu og tollayfirvalda sé að ræða. Þrátt fyrir að um tíu aðskildar sendingar sé að ræða, frá jafn mörgum einstaklingum, hefur lögreglan til rannsóknar hvort tengingar séu á milli sendinganna. Þær eigi sér mögulega sömu upptök hér á landi eða erlendis. Jón Halldór vill ekki segja til um hvort lögreglan sé einhverju nær um hvort svo sé. „Það er eitthvað sem ég ætla bara að halda fyrir mig á þessu stigi. Við erum að sjálfsögðu að skoða tengingar á milli þessara mála en hvernig þetta er vaxið neita ég að tjá mig um eins og staðan er. Þessi mál eru á viðkvæmu stigi og flest á fullu í rannsókn en þetta er samt staðan.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Súrínam Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira