Sport

Vilja henda út gömlum metum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur Karlsson.
Guðmundur Karlsson.
Stjórn frjálsíþróttasambands Evrópu hefur samþykkt tillögu starfsnefndar sambandsins sem leggur til að Evrópumet verði aðeins samþykkt eftir stífum kröfum.

„Það hefur verið viðloðandi í frjálsum í mörg ár að þessu gömlu met í austurblokkinni hafi verið frekar vafasöm. Þetta hefur alltaf kraumað undir niðri,“ segir Guðmundur Karlsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands.

„Menn vilja komast upp úr þessu og því kemur þessi tillaga að henda út metum frá 2005 og aftar. Menn verði þá fyrrverandi heims- og Evrópumethafar. Þetta eru róttækar tillögur.“

Samþykki frjálsíþróttasamband Evrópu mun málið verða sent áfram til alþjóða frjálsíþróttasambandsins.

Sjá má fréttina í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×