Tusk hvetur May til að hætta að tala gegn ESB Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2017 16:33 Theresa May og Donald Tusk. vísir/getty Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hvetur Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, til að láta af orðræðu sinni gegn sambandinu. Ummæli ráðherrans frá því í gær þar sem hún sakaði ráðamenn ESB um að reyna vísvitandi að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar hafa valdið nokkrum titringi. May lét þessi orð falla í ræðu sem hún hélt fyrir utan Downing-stræti 10 í gær en forsætisráðherrann sagði jafnframt að „embættismenn í Brussel“ vildu helst láta komandi samningaviðræður mistakast. Tusk sagði í dag að viðræðurnar um útgöngu Breta úr ESB gætu með þessu áframhaldi orðið „ómögulegar“ þar sem Bretland og sambandið væru þannig farin að rífast áður en viðræðurnar væru hafnar. „Þessar samningaviðræður verða nógu erfiðar eins og þær eru. Ef við byrjum að rífast áður en þær byrja þá verður þetta ómögulegt. Það er of mikið í húfi til þess að við látum tilfinningarnar hlaupa með okkur í gönur því það sem er í húfi er daglegt líf og hagsmunir milljóna manna sitt hvoru megin við Ermarsundið. Við verðum að hafa í huga að til þess við náum árangri þurfum við háttvísi, hófsemi, gagnkvæma virðingu og mikinn velvilja,“ sagði Tusk. Fyrr í dag hafði forseti Evrópuþingsins, Antonio Tajani, hafnað ásökunum May um að ráðamenn hjá ESB væru að reyna að hafa áhrif á þingkosningarnar. „Enginn er að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninganna í Bretlandi. [...] Það er betra að hafa viðmælanda í svona viðræðum sem er ekki stöðugt að leita að atkvæðum. [...] Ef þú ert í kosningabaráttu þá verður orðræðan snarpari og grófari en ég held það sé engin spurning að það er ekki verið að reyna að hafa áhrif á kosningarnar,“ sagði Tajani. Breska þinginu var slitið í gær og er kosningabaráttan í Bretlandi nú formlega hafin en kosið verður til þings þann 8. júní næstkomandi. Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Theresa May: „Juncker mun komast að því að ég get verið fjári erfið“ Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að hún verði hörð í horn að taka í komandi Brexit viðræðum. 2. maí 2017 21:06 Sakar ESB um að reyna að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir suma ráðamenn í ESB reyna að hafa áhrif á komandi þingkosningar. 3. maí 2017 21:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hvetur Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, til að láta af orðræðu sinni gegn sambandinu. Ummæli ráðherrans frá því í gær þar sem hún sakaði ráðamenn ESB um að reyna vísvitandi að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar hafa valdið nokkrum titringi. May lét þessi orð falla í ræðu sem hún hélt fyrir utan Downing-stræti 10 í gær en forsætisráðherrann sagði jafnframt að „embættismenn í Brussel“ vildu helst láta komandi samningaviðræður mistakast. Tusk sagði í dag að viðræðurnar um útgöngu Breta úr ESB gætu með þessu áframhaldi orðið „ómögulegar“ þar sem Bretland og sambandið væru þannig farin að rífast áður en viðræðurnar væru hafnar. „Þessar samningaviðræður verða nógu erfiðar eins og þær eru. Ef við byrjum að rífast áður en þær byrja þá verður þetta ómögulegt. Það er of mikið í húfi til þess að við látum tilfinningarnar hlaupa með okkur í gönur því það sem er í húfi er daglegt líf og hagsmunir milljóna manna sitt hvoru megin við Ermarsundið. Við verðum að hafa í huga að til þess við náum árangri þurfum við háttvísi, hófsemi, gagnkvæma virðingu og mikinn velvilja,“ sagði Tusk. Fyrr í dag hafði forseti Evrópuþingsins, Antonio Tajani, hafnað ásökunum May um að ráðamenn hjá ESB væru að reyna að hafa áhrif á þingkosningarnar. „Enginn er að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninganna í Bretlandi. [...] Það er betra að hafa viðmælanda í svona viðræðum sem er ekki stöðugt að leita að atkvæðum. [...] Ef þú ert í kosningabaráttu þá verður orðræðan snarpari og grófari en ég held það sé engin spurning að það er ekki verið að reyna að hafa áhrif á kosningarnar,“ sagði Tajani. Breska þinginu var slitið í gær og er kosningabaráttan í Bretlandi nú formlega hafin en kosið verður til þings þann 8. júní næstkomandi.
Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Theresa May: „Juncker mun komast að því að ég get verið fjári erfið“ Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að hún verði hörð í horn að taka í komandi Brexit viðræðum. 2. maí 2017 21:06 Sakar ESB um að reyna að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir suma ráðamenn í ESB reyna að hafa áhrif á komandi þingkosningar. 3. maí 2017 21:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Theresa May: „Juncker mun komast að því að ég get verið fjári erfið“ Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að hún verði hörð í horn að taka í komandi Brexit viðræðum. 2. maí 2017 21:06
Sakar ESB um að reyna að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir suma ráðamenn í ESB reyna að hafa áhrif á komandi þingkosningar. 3. maí 2017 21:00