Formúla 1

Horner: Red Bull hefur mikið að gera í Barselóna

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Adrian Newey og Christian Horner.
Adrian Newey og Christian Horner. Vísir/Getty
Red Bull liðið ætlaði sér stóra hluti þegar nýju reglurnar fyrir tímabilið voru kynntar. Raunin hefur verið önnur en liðið ætlar sér stóra hluti í spænska kappakstrinum aðra helgi.

Red Bull liðið hefur talað upp væntingarnar fyrir uppfærslunum sem liðið ætlar að kynna til leiks á Spáni. Það hvílir ansi margt á á herðum Adrian Newey, yfirhönnuðar liðsins.

Christian Horner, liðsstjóri Red Bull hefur áhyggjur eftir slakt gengi liðsins í Rússlandi liðna helgi.

„Við höfum sett markmiðið hátt fyrir okkur, en liðið er allt einbeitt í þá átt að ná framförum. Það verður mikið að gera í Barselóna. Vonandi getum við séð breytingu til batnaðar strax í næstu keppni,“ sagði Horner.

Red Bull liðið hefur venjulega verið sterkt þegar loftflæðið hefur skipt miklu. Hins vegar virðist eitthvað hafa klikkað við hönnun bílsins og því bíða aðdáendur liðsins spenntir eftir B-bílnum sem stendur til að hefja notkun á á Spáni í næstu keppni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×