Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. maí 2017 07:00 Stuðningsmenn Macrons fögnuðu ákaft þegar fyrstu tölur birtust. Nordicphotos/AFP Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marché! í Frakklandi, verður næsti forseti Frakklands ef marka má þær tölur sem höfðu birst þegar Fréttablaðið fór í prentun. Eftir fyrstu tölur spáði Kantar Public One Point-TF1-RTL því að Macron hlyti 65,5 prósent atkvæða. Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, stefndi hins vegar í að fá 34,5 prósent atkvæða. „Nýr kafli í sögu þjóðar okkar var skrifaður í kvöld. Ég vona að hann einkennist af von,“ sagði Macron þegar úrslitin voru ljós. „Frakkar hafa valið lýðveldinu nýjan forseta. Þeir völdu óbreytt ástand. Ég hringdi í Emmanuel Macron til að óska honum til hamingju. Ég vil Frakklandi hið besta og óska honum því velgengni,“ sagði Le Pen á fundi með stuðningsmönnum.Emmanuel Macron, forsetaefni Frakkanordicphotos/AFPÞá sagði hún jafnframt að flokkur sinn yrði sterkasta stjórnarandstaðan. Hinir flokkarnir, sem studdu Macron, gætu ekki talist marktæk stjórnarandstaða. Ef ekkert óvænt kom upp á í nótt mun Macron því taka við af François Hollande sem gegnt hefur embættinu frá árinu 2012. Hollande ákvað sjálfur að bjóða sig ekki fram til annars kjörtímabils en vinsældir hans voru afar litlar. Varð hann óvinsælasti forseti Frakklandssögunnar í september síðastliðnum þegar hann mældist með fimmtán prósenta stuðning. Mánuði seinna greindi France24 frá því að forsetinn mældist með fjögurra prósenta stuðning. Þann fjórtánda maí næstkomandi mun Hollande víkja úr embætti og Macron líklegast taka við. Búist er við því að Macron útnefni fljótlega forsætisráðherra sinn áður en kosið verður til þings í júlí. Eins og stendur á flokkur Macron ekkert sæti á þingi. Macron þótti fyrirfram mun sigurstranglegri en Le Pen eftir að hafa fengið flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna. Spáðu kannanir honum svipuðum sigri og virtist stefna í þegar Fréttablaðið fór í prentun.Marine Le Pen segir að Þjóðfylkingin verði sterkasta stjórnarandstaðan.Nordicphotos/AFPÞví hafði verið spáð að dræm kjörsókn gæti þó haft slæm áhrif á gengi Macrons. Skaut það því ef til vill stuðningsmönnum hans skelk í bringu þegar útlit var fyrir að minnstu kjörsókn í áratugi. Greindi innanríkisráðuneytið til að mynda frá því um miðjan dag að það stefndi í 65 prósenta kjörsókn. Það virðist þó ekki hafa haft áhrif. Þá virðist sem svo að gagnaleki úr herbúðum Macrons hafi heldur ekki haft áhrif. Óprúttnir tölvuþrjótar stálu níu gígabætum gagna úr herbúðum Macrons og láku á netið stuttu fyrir kosningar. Fjölmiðlar í Frakklandi máttu hins vegar ekki greina frá því vegna reglna um að ekki megi fjalla um kosningabaráttuna þegar svo stutt er í kosningar. Framboð Macrons sagði þó að innan um skjölin reyndust einnig fölsuð skjöl. Macron, sem verður yngsti forseti í sögu Frakklands, þykir öllu frjálslyndari en Le Pen. Er hann til að mynda hlynntur áframhaldandi veru Frakklands í Evrópusambandinu, skattalækkunum á fyrirtæki og nýjum fríverslunarsamningum. Innflytjendamál voru eitt heitasta mál kosningabaráttunnar. Macron vill meðal annars koma upp 5.000 manna landamæragæslu, krefja innflytjendur um að kunna frönsku vilji þeir verða ríkisborgarar og fræða alla trúarleiðtoga um frönsk gildi. Le Pen vildi hins vegar loka á allan innflutning fólks, reka erlenda glæpamenn og fólk með tengsl við hryðjuverkasamtök úr landi og loka moskum öfgamanna. Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, ávarpaði um fimmtánþúsund manns sem saman voru komnir við Louvre-safnið í París í kvöld. 7. maí 2017 21:26 Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40 Macron: „Ég þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum“ Sigurræða Macron var alvarleg, stutt og yfirveguð. 7. maí 2017 19:24 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marché! í Frakklandi, verður næsti forseti Frakklands ef marka má þær tölur sem höfðu birst þegar Fréttablaðið fór í prentun. Eftir fyrstu tölur spáði Kantar Public One Point-TF1-RTL því að Macron hlyti 65,5 prósent atkvæða. Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, stefndi hins vegar í að fá 34,5 prósent atkvæða. „Nýr kafli í sögu þjóðar okkar var skrifaður í kvöld. Ég vona að hann einkennist af von,“ sagði Macron þegar úrslitin voru ljós. „Frakkar hafa valið lýðveldinu nýjan forseta. Þeir völdu óbreytt ástand. Ég hringdi í Emmanuel Macron til að óska honum til hamingju. Ég vil Frakklandi hið besta og óska honum því velgengni,“ sagði Le Pen á fundi með stuðningsmönnum.Emmanuel Macron, forsetaefni Frakkanordicphotos/AFPÞá sagði hún jafnframt að flokkur sinn yrði sterkasta stjórnarandstaðan. Hinir flokkarnir, sem studdu Macron, gætu ekki talist marktæk stjórnarandstaða. Ef ekkert óvænt kom upp á í nótt mun Macron því taka við af François Hollande sem gegnt hefur embættinu frá árinu 2012. Hollande ákvað sjálfur að bjóða sig ekki fram til annars kjörtímabils en vinsældir hans voru afar litlar. Varð hann óvinsælasti forseti Frakklandssögunnar í september síðastliðnum þegar hann mældist með fimmtán prósenta stuðning. Mánuði seinna greindi France24 frá því að forsetinn mældist með fjögurra prósenta stuðning. Þann fjórtánda maí næstkomandi mun Hollande víkja úr embætti og Macron líklegast taka við. Búist er við því að Macron útnefni fljótlega forsætisráðherra sinn áður en kosið verður til þings í júlí. Eins og stendur á flokkur Macron ekkert sæti á þingi. Macron þótti fyrirfram mun sigurstranglegri en Le Pen eftir að hafa fengið flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna. Spáðu kannanir honum svipuðum sigri og virtist stefna í þegar Fréttablaðið fór í prentun.Marine Le Pen segir að Þjóðfylkingin verði sterkasta stjórnarandstaðan.Nordicphotos/AFPÞví hafði verið spáð að dræm kjörsókn gæti þó haft slæm áhrif á gengi Macrons. Skaut það því ef til vill stuðningsmönnum hans skelk í bringu þegar útlit var fyrir að minnstu kjörsókn í áratugi. Greindi innanríkisráðuneytið til að mynda frá því um miðjan dag að það stefndi í 65 prósenta kjörsókn. Það virðist þó ekki hafa haft áhrif. Þá virðist sem svo að gagnaleki úr herbúðum Macrons hafi heldur ekki haft áhrif. Óprúttnir tölvuþrjótar stálu níu gígabætum gagna úr herbúðum Macrons og láku á netið stuttu fyrir kosningar. Fjölmiðlar í Frakklandi máttu hins vegar ekki greina frá því vegna reglna um að ekki megi fjalla um kosningabaráttuna þegar svo stutt er í kosningar. Framboð Macrons sagði þó að innan um skjölin reyndust einnig fölsuð skjöl. Macron, sem verður yngsti forseti í sögu Frakklands, þykir öllu frjálslyndari en Le Pen. Er hann til að mynda hlynntur áframhaldandi veru Frakklands í Evrópusambandinu, skattalækkunum á fyrirtæki og nýjum fríverslunarsamningum. Innflytjendamál voru eitt heitasta mál kosningabaráttunnar. Macron vill meðal annars koma upp 5.000 manna landamæragæslu, krefja innflytjendur um að kunna frönsku vilji þeir verða ríkisborgarar og fræða alla trúarleiðtoga um frönsk gildi. Le Pen vildi hins vegar loka á allan innflutning fólks, reka erlenda glæpamenn og fólk með tengsl við hryðjuverkasamtök úr landi og loka moskum öfgamanna.
Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, ávarpaði um fimmtánþúsund manns sem saman voru komnir við Louvre-safnið í París í kvöld. 7. maí 2017 21:26 Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40 Macron: „Ég þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum“ Sigurræða Macron var alvarleg, stutt og yfirveguð. 7. maí 2017 19:24 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, ávarpaði um fimmtánþúsund manns sem saman voru komnir við Louvre-safnið í París í kvöld. 7. maí 2017 21:26
Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40
Macron: „Ég þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum“ Sigurræða Macron var alvarleg, stutt og yfirveguð. 7. maí 2017 19:24
Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21