Bílskúrinn: Ferrari slær frá sér í Barein Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. apríl 2017 19:15 Sebastian Vettel var að vonum kátur eftir kappaksturinn í Barein. Vísir/Getty Sebastian Vettel á Ferrari tók forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna þriðju keppni tímabilsins sem fram fór í Barein síðustu helgi. Hvernig vann Vettel, hverju klúðraði Valtteri Bottas og hver er munurinn á Mercedes og Ferrari bílunum? Þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Vettel tók létt dansspor á verðlaunapallinum.Vísir/GettyHvernig vann Vettel? Sebastian Vettel ræsti þriðji af stað en var fljótur að stela öðru sætinu af Lewis Hamilton sem átti slaka refsingu á Mercedes bílnum. Vettel tók svo þjónustuhlé og fékk ofur-mjúk dekk undir, hann nýtti þau til að setja afar góðan brautartíma, þangað til öryggisbíllinn var kallaður út. Þá hrúgaðist strollan inn á þjónustusvæðið en Vettel hélt áfram. Hann kom svo út fyrir framan alla halarófuna og var raunar aldrei ógnað eftir það og virtist eiga svör við ógnum Hamilton.Valtteri Bottas var allt annað en kátur með sinn skerf í þriðja sætinu.Vísir/GettyHverju klúðraði Bottas? Bottas náði í sinn fyrsta ráspól í Formúlu 1 á laugardaginn. Hann ræsti fremstur af stað og hélt forystunni fram að því að öryggisbíllinn kom út. Bottas var samt greinilega hægari en liðsfélagi hans, Hamilton. Eftir keppnina sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes að hár loftþrýstingur í afturdekkjum hefði heft för Bottas. Finninn var svo vinsamlegast beðinn um að hleypa Hamilton fram úr sér þegar Bretinn hóf atlögu sína að Vettel. Hann gerði það sómasamlega og hélt svo sínu striki. Undir lok keppninnar þurfti Bottas svo að bregðast við áhlaupi Kimi Raikkonen á Ferrari. Laugardagurinn var til lukku fyrir Bottas í Barein en sunnudagurinn svo sannarlega ekki til sælu. Einhver mæða hefur svo eflaust enn hrjáð hann á mánudag.Vettel ógnar forystu Bottas á brautinni í Barein.Vísiri/GettyMercedes og Ferrari, hver er munurinn? Mercedes bíllinn hefur verið á ráspól í öllum þremur keppnum tímabilsins. Svo virðist sem Ferrari bíllinn ráði ekki við hraða Mercedes bílsins á einum hring. Hins vegar er annað uppi á teningnum þegar í keppnina er komið. Ferrari bílarnir hafa meiri meðalhraða í keppninni og þeim virðist ganga betur að halda stöðugum hraða. Lykillinn er að öllum líkindum fólginn í því að Ferrari bíllinn fer betur með dekkin sín en Mercedes bíllinn gerir. Það má því búast áfram við því að Mercedes ræsi af ráspól en Ferrari ógni þeim svo í keppninni.Segio Perez er herra stöðugur og átti frábæra keppni í Barein.Vísir/GettyÖkumaður keppninnar Sergio Perez á Force India fær heiðurinn að þessu sinni. Perez ræsti af stað 18. en kom í mark í sjöunda sæti. Það sem meira er, þetta var 13. keppnin í röð þar sem Perez nær í stig. Hann er afar stöðugur ökumaður. Perez á afar stóran hluta í því að Force India Liðið situr í fjórða sæti heimsmeistarakeppni bílasmiða þegar þrjár keppnir eru búnar. Liðsfélagi Perez, Esteban Ocon hefur orðið tíundi í öllum þremur keppnum tímabilsins.Stoffel Vandoorne sem tók ekki þátt í keppninni vegna bilunnar tókst að aka talsvert langt á æfingu á miðvikudag.Vísir/GettyÆfingar í Barein eftir keppnina Á þriðjudaginn og miðvikudaginn hafa farið fram æfingar í Barein. Liðin hafa notast við einn bíl í senn og reynt að aka eins mikið og mögulegt er til að finna lausn á þeim vandamálum sem komið hafa upp í upphafi tímabils. Marcus Ericsson fór lengst á Sauber bílnum á þriðjudag þegar Hamilton var fljótastur. Antonio Giovinazzi ók Ferrari bílnum og var 0,6 sekúndum á eftir Hamilton. Mesta athygli á miðvikudaginn vakti skyndilegur áreiðanleiki Honda vélarinnar í McLaren bílnum. Stoffel Vandoorne ók bílnum 81 hring og var fjórði, 0,8 sekúndum á eftir Bottas sem var fljótastur og fór lengst, 143 hringi. Formúla Tengdar fréttir Bottas: Við græðum ekkert á að láta okkur dreyma um morgundaginn Valtteri Bottas náði í sinn fyrsta ráspól í Formúlu 1 á Mercedes bílnum. Þetta er 18. ráspól Mercedes liðsins í röð. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 15. apríl 2017 22:45 Valtteri Bottas á ráspól í Barein Valtteri Bottas á Mercedes náði í sinn fyrsta ráspól í Formúlu 1 í Barein í dag. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. 15. apríl 2017 15:47 Vettel: Ég er ekki farinn að horfa á heimsmeistarakeppnina ennþá Sebastian Vettel vann sína aðra keppni á tímabilinu í dag þegar hann kom fyrstur í mark í Barein. Hann er því með sjö stiga forskot á Lewis Hamilton. Hver sagði hvað eftir keppnina? 16. apríl 2017 23:30 Sebastian Vettel vann í Barein Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í Barein í dag. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. 16. apríl 2017 16:31 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari tók forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna þriðju keppni tímabilsins sem fram fór í Barein síðustu helgi. Hvernig vann Vettel, hverju klúðraði Valtteri Bottas og hver er munurinn á Mercedes og Ferrari bílunum? Þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Vettel tók létt dansspor á verðlaunapallinum.Vísir/GettyHvernig vann Vettel? Sebastian Vettel ræsti þriðji af stað en var fljótur að stela öðru sætinu af Lewis Hamilton sem átti slaka refsingu á Mercedes bílnum. Vettel tók svo þjónustuhlé og fékk ofur-mjúk dekk undir, hann nýtti þau til að setja afar góðan brautartíma, þangað til öryggisbíllinn var kallaður út. Þá hrúgaðist strollan inn á þjónustusvæðið en Vettel hélt áfram. Hann kom svo út fyrir framan alla halarófuna og var raunar aldrei ógnað eftir það og virtist eiga svör við ógnum Hamilton.Valtteri Bottas var allt annað en kátur með sinn skerf í þriðja sætinu.Vísir/GettyHverju klúðraði Bottas? Bottas náði í sinn fyrsta ráspól í Formúlu 1 á laugardaginn. Hann ræsti fremstur af stað og hélt forystunni fram að því að öryggisbíllinn kom út. Bottas var samt greinilega hægari en liðsfélagi hans, Hamilton. Eftir keppnina sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes að hár loftþrýstingur í afturdekkjum hefði heft för Bottas. Finninn var svo vinsamlegast beðinn um að hleypa Hamilton fram úr sér þegar Bretinn hóf atlögu sína að Vettel. Hann gerði það sómasamlega og hélt svo sínu striki. Undir lok keppninnar þurfti Bottas svo að bregðast við áhlaupi Kimi Raikkonen á Ferrari. Laugardagurinn var til lukku fyrir Bottas í Barein en sunnudagurinn svo sannarlega ekki til sælu. Einhver mæða hefur svo eflaust enn hrjáð hann á mánudag.Vettel ógnar forystu Bottas á brautinni í Barein.Vísiri/GettyMercedes og Ferrari, hver er munurinn? Mercedes bíllinn hefur verið á ráspól í öllum þremur keppnum tímabilsins. Svo virðist sem Ferrari bíllinn ráði ekki við hraða Mercedes bílsins á einum hring. Hins vegar er annað uppi á teningnum þegar í keppnina er komið. Ferrari bílarnir hafa meiri meðalhraða í keppninni og þeim virðist ganga betur að halda stöðugum hraða. Lykillinn er að öllum líkindum fólginn í því að Ferrari bíllinn fer betur með dekkin sín en Mercedes bíllinn gerir. Það má því búast áfram við því að Mercedes ræsi af ráspól en Ferrari ógni þeim svo í keppninni.Segio Perez er herra stöðugur og átti frábæra keppni í Barein.Vísir/GettyÖkumaður keppninnar Sergio Perez á Force India fær heiðurinn að þessu sinni. Perez ræsti af stað 18. en kom í mark í sjöunda sæti. Það sem meira er, þetta var 13. keppnin í röð þar sem Perez nær í stig. Hann er afar stöðugur ökumaður. Perez á afar stóran hluta í því að Force India Liðið situr í fjórða sæti heimsmeistarakeppni bílasmiða þegar þrjár keppnir eru búnar. Liðsfélagi Perez, Esteban Ocon hefur orðið tíundi í öllum þremur keppnum tímabilsins.Stoffel Vandoorne sem tók ekki þátt í keppninni vegna bilunnar tókst að aka talsvert langt á æfingu á miðvikudag.Vísir/GettyÆfingar í Barein eftir keppnina Á þriðjudaginn og miðvikudaginn hafa farið fram æfingar í Barein. Liðin hafa notast við einn bíl í senn og reynt að aka eins mikið og mögulegt er til að finna lausn á þeim vandamálum sem komið hafa upp í upphafi tímabils. Marcus Ericsson fór lengst á Sauber bílnum á þriðjudag þegar Hamilton var fljótastur. Antonio Giovinazzi ók Ferrari bílnum og var 0,6 sekúndum á eftir Hamilton. Mesta athygli á miðvikudaginn vakti skyndilegur áreiðanleiki Honda vélarinnar í McLaren bílnum. Stoffel Vandoorne ók bílnum 81 hring og var fjórði, 0,8 sekúndum á eftir Bottas sem var fljótastur og fór lengst, 143 hringi.
Formúla Tengdar fréttir Bottas: Við græðum ekkert á að láta okkur dreyma um morgundaginn Valtteri Bottas náði í sinn fyrsta ráspól í Formúlu 1 á Mercedes bílnum. Þetta er 18. ráspól Mercedes liðsins í röð. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 15. apríl 2017 22:45 Valtteri Bottas á ráspól í Barein Valtteri Bottas á Mercedes náði í sinn fyrsta ráspól í Formúlu 1 í Barein í dag. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. 15. apríl 2017 15:47 Vettel: Ég er ekki farinn að horfa á heimsmeistarakeppnina ennþá Sebastian Vettel vann sína aðra keppni á tímabilinu í dag þegar hann kom fyrstur í mark í Barein. Hann er því með sjö stiga forskot á Lewis Hamilton. Hver sagði hvað eftir keppnina? 16. apríl 2017 23:30 Sebastian Vettel vann í Barein Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í Barein í dag. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. 16. apríl 2017 16:31 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bottas: Við græðum ekkert á að láta okkur dreyma um morgundaginn Valtteri Bottas náði í sinn fyrsta ráspól í Formúlu 1 á Mercedes bílnum. Þetta er 18. ráspól Mercedes liðsins í röð. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 15. apríl 2017 22:45
Valtteri Bottas á ráspól í Barein Valtteri Bottas á Mercedes náði í sinn fyrsta ráspól í Formúlu 1 í Barein í dag. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. 15. apríl 2017 15:47
Vettel: Ég er ekki farinn að horfa á heimsmeistarakeppnina ennþá Sebastian Vettel vann sína aðra keppni á tímabilinu í dag þegar hann kom fyrstur í mark í Barein. Hann er því með sjö stiga forskot á Lewis Hamilton. Hver sagði hvað eftir keppnina? 16. apríl 2017 23:30
Sebastian Vettel vann í Barein Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í Barein í dag. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. 16. apríl 2017 16:31