Segjast hættir að treysta Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2017 06:00 Carl Vinson flugmóðurskipið. Nordicphotos/AFP Mikil reiði ríkir í Suður-Kóreu í garð Bandaríkjamanna og einkum forsetans, Donalds Trump, eftir misvísandi skilaboð um leið Carl Vinson-flotadeildar bandaríska sjóhersins upp að Norður-Kóreu. Þann áttunda apríl síðastliðinn var tilkynnt að verið væri að senda flotadeildina upp að Kóreuskaga. Viðbrögðin við tilkynningunni voru góð. Moon Sang-kyun, talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu, sagði ákvörðunina merki um að Bandaríkin sýndu alvarlegu og hættulegu ástandi skilning og virðingu. Norður-Kóreumenn brugðust hins vegar illa við og hótuðu Bandaríkjamönnum kjarnorkustríði. Svo virðist sem um misskilning hafi verið að ræða. Þann 12. apríl sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að varast bæri að lesa of mikið í leið flotadeildarinnar. Ekkert sérstakt verkefni biði hennar við Kóreuskaga. Sama dag sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þó að verið væri að senda flotadeild upp að Kóreuskaga. Hún væri afar öflug.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPÞegar Trump lét þau orð falla var flotadeildin hins vegar alls ekki á leið upp að Kóreuskaga heldur í heræfingar með ástralska sjóhernum. Nú fullyrða talsmenn bandaríska sjóhersins að skipið sé á leið upp að Kóreuskaga en þangað er það enn ekki komið samkvæmt heimildum CNN. „Það sem Trump sagði var mjög þýðingarmikið fyrir þjóðaröryggi Suður-Kóreu,“ sagði Hong Joon-pyo, forsetaframbjóðandi í Suður-Kóreu, í samtali við Wall Street Journal í gær en kosningar fara fram þar í landi í maí. „Ef Trump var að ljúga mun Suður-Kórea ekki geta treyst neinu sem hann segir það sem eftir lifir forsetatíðar hans,“ sagði Hong enn fremur. Fleiri hafa gagnrýnt Trump en Hong. Í viðtali við CNN sagði Yang Moo-jin, hjá Háskólanum í norðurkóreskum fræðum í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, að Trump og ríkisstjórn hans hafi með þessum misvísandi skilaboðum aukið togstreituna á Kóreuskaga. „Hvernig eiga Suður-Kóreumenn að treysta Bandaríkjunum þegar leiðtogi þeirra blekkir og ýkir? Það særir tilfinningar okkar þegar bandamenn okkar gerast sekir um slíkt,“ sagði Yang. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem Trump veldur fjaðrafoki í Suður-Kóreu. Eftir fund sinn með Xi Jinping fyrr í mánuðinum sagði hann í viðtali við Wall Street Journal að Kóreuskagi hafi „reyndar einu sinni tilheyrt Kína“. Í fréttatilkynningu frá suðurkóreska utanríkisráðuneytinu var ummælum hans svarað. „Það er einróma álit alþjóðasamfélagsins að Kórea hafi aldrei í þúsunda ára menningarsögu skagans tilheyrt Kína. Því getur enginn neitað.“ Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Mikil reiði ríkir í Suður-Kóreu í garð Bandaríkjamanna og einkum forsetans, Donalds Trump, eftir misvísandi skilaboð um leið Carl Vinson-flotadeildar bandaríska sjóhersins upp að Norður-Kóreu. Þann áttunda apríl síðastliðinn var tilkynnt að verið væri að senda flotadeildina upp að Kóreuskaga. Viðbrögðin við tilkynningunni voru góð. Moon Sang-kyun, talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu, sagði ákvörðunina merki um að Bandaríkin sýndu alvarlegu og hættulegu ástandi skilning og virðingu. Norður-Kóreumenn brugðust hins vegar illa við og hótuðu Bandaríkjamönnum kjarnorkustríði. Svo virðist sem um misskilning hafi verið að ræða. Þann 12. apríl sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að varast bæri að lesa of mikið í leið flotadeildarinnar. Ekkert sérstakt verkefni biði hennar við Kóreuskaga. Sama dag sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þó að verið væri að senda flotadeild upp að Kóreuskaga. Hún væri afar öflug.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPÞegar Trump lét þau orð falla var flotadeildin hins vegar alls ekki á leið upp að Kóreuskaga heldur í heræfingar með ástralska sjóhernum. Nú fullyrða talsmenn bandaríska sjóhersins að skipið sé á leið upp að Kóreuskaga en þangað er það enn ekki komið samkvæmt heimildum CNN. „Það sem Trump sagði var mjög þýðingarmikið fyrir þjóðaröryggi Suður-Kóreu,“ sagði Hong Joon-pyo, forsetaframbjóðandi í Suður-Kóreu, í samtali við Wall Street Journal í gær en kosningar fara fram þar í landi í maí. „Ef Trump var að ljúga mun Suður-Kórea ekki geta treyst neinu sem hann segir það sem eftir lifir forsetatíðar hans,“ sagði Hong enn fremur. Fleiri hafa gagnrýnt Trump en Hong. Í viðtali við CNN sagði Yang Moo-jin, hjá Háskólanum í norðurkóreskum fræðum í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, að Trump og ríkisstjórn hans hafi með þessum misvísandi skilaboðum aukið togstreituna á Kóreuskaga. „Hvernig eiga Suður-Kóreumenn að treysta Bandaríkjunum þegar leiðtogi þeirra blekkir og ýkir? Það særir tilfinningar okkar þegar bandamenn okkar gerast sekir um slíkt,“ sagði Yang. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem Trump veldur fjaðrafoki í Suður-Kóreu. Eftir fund sinn með Xi Jinping fyrr í mánuðinum sagði hann í viðtali við Wall Street Journal að Kóreuskagi hafi „reyndar einu sinni tilheyrt Kína“. Í fréttatilkynningu frá suðurkóreska utanríkisráðuneytinu var ummælum hans svarað. „Það er einróma álit alþjóðasamfélagsins að Kórea hafi aldrei í þúsunda ára menningarsögu skagans tilheyrt Kína. Því getur enginn neitað.“
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira