Segjast hættir að treysta Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2017 06:00 Carl Vinson flugmóðurskipið. Nordicphotos/AFP Mikil reiði ríkir í Suður-Kóreu í garð Bandaríkjamanna og einkum forsetans, Donalds Trump, eftir misvísandi skilaboð um leið Carl Vinson-flotadeildar bandaríska sjóhersins upp að Norður-Kóreu. Þann áttunda apríl síðastliðinn var tilkynnt að verið væri að senda flotadeildina upp að Kóreuskaga. Viðbrögðin við tilkynningunni voru góð. Moon Sang-kyun, talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu, sagði ákvörðunina merki um að Bandaríkin sýndu alvarlegu og hættulegu ástandi skilning og virðingu. Norður-Kóreumenn brugðust hins vegar illa við og hótuðu Bandaríkjamönnum kjarnorkustríði. Svo virðist sem um misskilning hafi verið að ræða. Þann 12. apríl sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að varast bæri að lesa of mikið í leið flotadeildarinnar. Ekkert sérstakt verkefni biði hennar við Kóreuskaga. Sama dag sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þó að verið væri að senda flotadeild upp að Kóreuskaga. Hún væri afar öflug.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPÞegar Trump lét þau orð falla var flotadeildin hins vegar alls ekki á leið upp að Kóreuskaga heldur í heræfingar með ástralska sjóhernum. Nú fullyrða talsmenn bandaríska sjóhersins að skipið sé á leið upp að Kóreuskaga en þangað er það enn ekki komið samkvæmt heimildum CNN. „Það sem Trump sagði var mjög þýðingarmikið fyrir þjóðaröryggi Suður-Kóreu,“ sagði Hong Joon-pyo, forsetaframbjóðandi í Suður-Kóreu, í samtali við Wall Street Journal í gær en kosningar fara fram þar í landi í maí. „Ef Trump var að ljúga mun Suður-Kórea ekki geta treyst neinu sem hann segir það sem eftir lifir forsetatíðar hans,“ sagði Hong enn fremur. Fleiri hafa gagnrýnt Trump en Hong. Í viðtali við CNN sagði Yang Moo-jin, hjá Háskólanum í norðurkóreskum fræðum í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, að Trump og ríkisstjórn hans hafi með þessum misvísandi skilaboðum aukið togstreituna á Kóreuskaga. „Hvernig eiga Suður-Kóreumenn að treysta Bandaríkjunum þegar leiðtogi þeirra blekkir og ýkir? Það særir tilfinningar okkar þegar bandamenn okkar gerast sekir um slíkt,“ sagði Yang. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem Trump veldur fjaðrafoki í Suður-Kóreu. Eftir fund sinn með Xi Jinping fyrr í mánuðinum sagði hann í viðtali við Wall Street Journal að Kóreuskagi hafi „reyndar einu sinni tilheyrt Kína“. Í fréttatilkynningu frá suðurkóreska utanríkisráðuneytinu var ummælum hans svarað. „Það er einróma álit alþjóðasamfélagsins að Kórea hafi aldrei í þúsunda ára menningarsögu skagans tilheyrt Kína. Því getur enginn neitað.“ Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Mikil reiði ríkir í Suður-Kóreu í garð Bandaríkjamanna og einkum forsetans, Donalds Trump, eftir misvísandi skilaboð um leið Carl Vinson-flotadeildar bandaríska sjóhersins upp að Norður-Kóreu. Þann áttunda apríl síðastliðinn var tilkynnt að verið væri að senda flotadeildina upp að Kóreuskaga. Viðbrögðin við tilkynningunni voru góð. Moon Sang-kyun, talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu, sagði ákvörðunina merki um að Bandaríkin sýndu alvarlegu og hættulegu ástandi skilning og virðingu. Norður-Kóreumenn brugðust hins vegar illa við og hótuðu Bandaríkjamönnum kjarnorkustríði. Svo virðist sem um misskilning hafi verið að ræða. Þann 12. apríl sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að varast bæri að lesa of mikið í leið flotadeildarinnar. Ekkert sérstakt verkefni biði hennar við Kóreuskaga. Sama dag sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þó að verið væri að senda flotadeild upp að Kóreuskaga. Hún væri afar öflug.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPÞegar Trump lét þau orð falla var flotadeildin hins vegar alls ekki á leið upp að Kóreuskaga heldur í heræfingar með ástralska sjóhernum. Nú fullyrða talsmenn bandaríska sjóhersins að skipið sé á leið upp að Kóreuskaga en þangað er það enn ekki komið samkvæmt heimildum CNN. „Það sem Trump sagði var mjög þýðingarmikið fyrir þjóðaröryggi Suður-Kóreu,“ sagði Hong Joon-pyo, forsetaframbjóðandi í Suður-Kóreu, í samtali við Wall Street Journal í gær en kosningar fara fram þar í landi í maí. „Ef Trump var að ljúga mun Suður-Kórea ekki geta treyst neinu sem hann segir það sem eftir lifir forsetatíðar hans,“ sagði Hong enn fremur. Fleiri hafa gagnrýnt Trump en Hong. Í viðtali við CNN sagði Yang Moo-jin, hjá Háskólanum í norðurkóreskum fræðum í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, að Trump og ríkisstjórn hans hafi með þessum misvísandi skilaboðum aukið togstreituna á Kóreuskaga. „Hvernig eiga Suður-Kóreumenn að treysta Bandaríkjunum þegar leiðtogi þeirra blekkir og ýkir? Það særir tilfinningar okkar þegar bandamenn okkar gerast sekir um slíkt,“ sagði Yang. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem Trump veldur fjaðrafoki í Suður-Kóreu. Eftir fund sinn með Xi Jinping fyrr í mánuðinum sagði hann í viðtali við Wall Street Journal að Kóreuskagi hafi „reyndar einu sinni tilheyrt Kína“. Í fréttatilkynningu frá suðurkóreska utanríkisráðuneytinu var ummælum hans svarað. „Það er einróma álit alþjóðasamfélagsins að Kórea hafi aldrei í þúsunda ára menningarsögu skagans tilheyrt Kína. Því getur enginn neitað.“
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira