Fótbolti

Mourinho: Sumir leikmenn skilja ekki hvað ég vil en ég treysti Rashford

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mourinho kallar skipanir inn á völlinn.
Mourinho kallar skipanir inn á völlinn. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hrósaði Marcus Rashford í hástert eftir sigurinn á Anderlecht í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Rashford átti afbragðs leik og skoraði sigurmark United í framlengingunni. Enska liðið er því komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar.

„Hann býr yfir mögnuðum hæfileikum. En hugarfarið hans er stórkostlegt,“ sagði Mourinho eftir leik.

„Hann hafði ekki skorað síðan í september. Sumir leikmenn skilja ekki hvað ég vil en ég treysti Rashford. Það skiptir ekki máli hvort hann skorar - framlag hans og viðhorf er frábært.“

Marcos Rojo og Zlatan Ibrahimovic fóru báðir meiddir af velli og virtust meiðsli þess síðarnefnda nokkuð alvarleg.

„Þetta eru ekki auðveld meiðsli en ég vil helst bíða með að tjá mig fyrr en niðurstöðurnar eru komnar í hús. Ég er þjálfari en ekki læknir. En ég held að fréttirnir séu frekar neikvæðar,“ sagði Mourinho.


Tengdar fréttir

Rashford skaut United áfram í undanúrslit

Manchester United er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-1 sigur á Anderlecht á Old Trafford í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum í kvöld. United vann einvígið, 3-2 samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×