Sport

HK knúði fram oddaleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
HK-ingar fagna.
HK-ingar fagna. mynd/blakfrettir.is
HK og Afturelding þurfa að mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki.

Þetta var ljóst eftir 3-1 sigur HK í fjórða leik liðanna í kvöld. Með sigrinum jöfnuðu HK-ingar metin í einvíginu í 2-2.

HK vann fyrstu hrinuna 25-22 en Afturelding svaraði fyrir sig með sigri í þeirri næstu, 25-21.

HK náði aftur undirtökunum með því að vinna þriðju hrinuna 24-22 og tryggði sér svo sigur með því að vinna fjórðu hrinuna 25-13.

Hjördís Eiríksdóttir skoraði 24 stig fyrir HK og Elísabet Einarsdóttir 20 stig. Thelma Dögg Grétarsdóttir skoraði 13 stig fyrir Aftureldingu.

Oddaleikur liðanna fer fram í Fagralundi á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×