Geldfiskur er málið Bubbi Morthens skrifar 28. apríl 2017 07:00 Þá er talsmaður norsku aurgoðanna farinn að skrifa og svara gagnrýni sem fellur líkt og svört nóttin á iðnaðinn sem hann hefur verið keyptur til þess að verja. Gott og vel. Matvælastofnun (MAST) hefur úthlutað leyfum eins og enginn væri morgundagurinn þó að um borð í þeirri skútu hafi verið dýralæknir sem sat beggja megin borðsins. Þegar upp komst um kauða lofaði hann að hætta að selja eldismönnum bóluefni en situr áfram og lætur þá fá eldisleyfi. Hvað er þetta með Matvælastofnun? Að maðurinn skuli sitja áfram er einfaldlega skandall. Meira að segja sjávarútvegsráðherra sem fer með valdið segir að menn eigi að hægja á sér, of hratt hafi verið úthlutað. Það er óvissa um lögmæti leyfa sem Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi hf. og Löxum Fiskeldi ehf., það kemur skýrt fram í stefnu Náttúruverndar 1 og Náttúruverndar 2 á hendur MAST og umræddum félögum. Þar er farið fram á ógildingar á leyfum sem fyrirtækin fengu til laxeldis og meðal annars byggt á því að MAST hafi brotið gegn 40. grein stjórnarskrárinnar og brotið varúðarreglu 9. greinar laga um náttúruvernd vegna verulegrar hættu á óafturkræfum náttúruspjöllum. Eldismenn tala um ströngustu reglur um búnað til að ala laxinn í en allir sem nenna að kynna sér málið vita að það dugar ekki til. Fyrir þrjátíu árum hófu Norðmenn laxeldisævintýri sitt við ósa margra laxveiðiáa í landi sínu. Þá vissu menn ekki betur og allt fór fjandans til. Nú vita allir betur. Hafið við Ísland fer hlýnandi. Laxalúsin mun valda laxeldisfyrirtækjum hrikalegum vandræðum og í raun er það þegar byrjað. Hér höfum við storma sem æða inn firðina óhindrað en í Noregi eru firðirnir lygnari og í betra skjóli. Sem þýðir einfaldlega það að þegar hér geysa fárviðri með 45 metra vind á sekúndu þá er stór hætta á að laxinn sleppi. Og þegar talað er um að bannað sé að ala upp laxa nálægt náttúrulegum villtum laxastofnum og engin hætta sé á ferð þá er það hlálegt því það stefnir í að magnið verði svo yfirgengilegt að það muni einfaldlega ekki skipta máli þegar þeir byrja að sleppa. Stjórnvöld hafa verið sofandi en verða nú að taka af festu og öryggi á þessum málum. Það er grátlegt að þá fyrst skuli stjórnvöld vakna þegar MAST hefur mokað út leyfum og villta vestrið blómstrar. Það er sorglegt að sjá fyrrverandi forseta Alþingis, ráðherra og þingmann sem orðinn er talsmaður norsku aurgoðanna, hann situr nú í öðrum stól en undanfarin ár og þar er litla sem enga sæmd að finna. Forðast að tala um mengun Menn forðast að tala um þá mengun sem muni hljótast af þessu öllu saman. Hún er líka af þeirri stærðargráðu sem enginn hefur séð áður við strendur landsins. Stór hluti lífríkisins þar sem kvíarnar verða mun eyðileggjast að mestu. Botninn þar verður sem eyðimörk á að líta. Sýklalyf, bóluefni, litarefni, sterar – allt þetta verður og er í laxinum sem endar á diski fólksins. Geðfellt eða hvað? Til þess að sátt náist um þessa mengandi stóriðju er svarið geldfiskur. Hann er það eina sem kemur til greina og ætti í raun að vera búið að ganga frá því að svo verði. Það er eini möguleikinn til þess að sátt náist um þennan sorgarkafla í íslenskri náttúrusögu. Laxeldi er svo freklegt inngrip í lífríkið að það er með ólíkindum að ráðamenn stígi ekki fram og tjái sig um þetta. En hér er það aftur smæðin sem veldur. Pólitík, vinasambönd, tengslanet þvælast fyrir. Allir vita að kvótakerfið fór illa með Vestfirðinga, það er sorgarsaga. Laxeldið mun ekki bjarga neinu þó svo að einhverjir fái vinnu við það. Nú þegar er slatti af erlendu vinnuafli að vinna í laxeldinu. Hagnaður mun að mestu fara úr landi og seinustu fréttir gleðja öngvan. Þær segja að stærsta slysaslepping sögunnar hafi átt sér stað fyrir utan strönd Skotlands nýverið. Tugþúsundir laxa sluppu út. Það skiptir ekki máli hvernig þeir sluppu. Að þeir sluppu er staðreynd. Þetta mun gerast hér. Geldfiskur er eina lausnin til þess að verja íslenska náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bubbi Morthens Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þá er talsmaður norsku aurgoðanna farinn að skrifa og svara gagnrýni sem fellur líkt og svört nóttin á iðnaðinn sem hann hefur verið keyptur til þess að verja. Gott og vel. Matvælastofnun (MAST) hefur úthlutað leyfum eins og enginn væri morgundagurinn þó að um borð í þeirri skútu hafi verið dýralæknir sem sat beggja megin borðsins. Þegar upp komst um kauða lofaði hann að hætta að selja eldismönnum bóluefni en situr áfram og lætur þá fá eldisleyfi. Hvað er þetta með Matvælastofnun? Að maðurinn skuli sitja áfram er einfaldlega skandall. Meira að segja sjávarútvegsráðherra sem fer með valdið segir að menn eigi að hægja á sér, of hratt hafi verið úthlutað. Það er óvissa um lögmæti leyfa sem Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi hf. og Löxum Fiskeldi ehf., það kemur skýrt fram í stefnu Náttúruverndar 1 og Náttúruverndar 2 á hendur MAST og umræddum félögum. Þar er farið fram á ógildingar á leyfum sem fyrirtækin fengu til laxeldis og meðal annars byggt á því að MAST hafi brotið gegn 40. grein stjórnarskrárinnar og brotið varúðarreglu 9. greinar laga um náttúruvernd vegna verulegrar hættu á óafturkræfum náttúruspjöllum. Eldismenn tala um ströngustu reglur um búnað til að ala laxinn í en allir sem nenna að kynna sér málið vita að það dugar ekki til. Fyrir þrjátíu árum hófu Norðmenn laxeldisævintýri sitt við ósa margra laxveiðiáa í landi sínu. Þá vissu menn ekki betur og allt fór fjandans til. Nú vita allir betur. Hafið við Ísland fer hlýnandi. Laxalúsin mun valda laxeldisfyrirtækjum hrikalegum vandræðum og í raun er það þegar byrjað. Hér höfum við storma sem æða inn firðina óhindrað en í Noregi eru firðirnir lygnari og í betra skjóli. Sem þýðir einfaldlega það að þegar hér geysa fárviðri með 45 metra vind á sekúndu þá er stór hætta á að laxinn sleppi. Og þegar talað er um að bannað sé að ala upp laxa nálægt náttúrulegum villtum laxastofnum og engin hætta sé á ferð þá er það hlálegt því það stefnir í að magnið verði svo yfirgengilegt að það muni einfaldlega ekki skipta máli þegar þeir byrja að sleppa. Stjórnvöld hafa verið sofandi en verða nú að taka af festu og öryggi á þessum málum. Það er grátlegt að þá fyrst skuli stjórnvöld vakna þegar MAST hefur mokað út leyfum og villta vestrið blómstrar. Það er sorglegt að sjá fyrrverandi forseta Alþingis, ráðherra og þingmann sem orðinn er talsmaður norsku aurgoðanna, hann situr nú í öðrum stól en undanfarin ár og þar er litla sem enga sæmd að finna. Forðast að tala um mengun Menn forðast að tala um þá mengun sem muni hljótast af þessu öllu saman. Hún er líka af þeirri stærðargráðu sem enginn hefur séð áður við strendur landsins. Stór hluti lífríkisins þar sem kvíarnar verða mun eyðileggjast að mestu. Botninn þar verður sem eyðimörk á að líta. Sýklalyf, bóluefni, litarefni, sterar – allt þetta verður og er í laxinum sem endar á diski fólksins. Geðfellt eða hvað? Til þess að sátt náist um þessa mengandi stóriðju er svarið geldfiskur. Hann er það eina sem kemur til greina og ætti í raun að vera búið að ganga frá því að svo verði. Það er eini möguleikinn til þess að sátt náist um þennan sorgarkafla í íslenskri náttúrusögu. Laxeldi er svo freklegt inngrip í lífríkið að það er með ólíkindum að ráðamenn stígi ekki fram og tjái sig um þetta. En hér er það aftur smæðin sem veldur. Pólitík, vinasambönd, tengslanet þvælast fyrir. Allir vita að kvótakerfið fór illa með Vestfirðinga, það er sorgarsaga. Laxeldið mun ekki bjarga neinu þó svo að einhverjir fái vinnu við það. Nú þegar er slatti af erlendu vinnuafli að vinna í laxeldinu. Hagnaður mun að mestu fara úr landi og seinustu fréttir gleðja öngvan. Þær segja að stærsta slysaslepping sögunnar hafi átt sér stað fyrir utan strönd Skotlands nýverið. Tugþúsundir laxa sluppu út. Það skiptir ekki máli hvernig þeir sluppu. Að þeir sluppu er staðreynd. Þetta mun gerast hér. Geldfiskur er eina lausnin til þess að verja íslenska náttúru.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar