Erlent

Svíar minntust fórnar­lamba með mínútu þögn í há­deginu

Atli Ísleifsson skrifar
Karl Gústaf Svíakonunur, Silvia drottning, aðrir meðlimir sænsku konungsfjölskyldunnar og Stefan Löfven forsætisráðherra voru í hópi þeirra sem komu saman í Stadshusparken í Stokkhólmi í hádeginu þar sem fórnarlambanna var minnst.
Karl Gústaf Svíakonunur, Silvia drottning, aðrir meðlimir sænsku konungsfjölskyldunnar og Stefan Löfven forsætisráðherra voru í hópi þeirra sem komu saman í Stadshusparken í Stokkhólmi í hádeginu þar sem fórnarlambanna var minnst. Vísir/EPA

Svíar heiðruðu minningu fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Stokkhólmi með mínútu þögn klukkan 12 að staðartíma í dag. Víða um landið söfnuðust menn saman til að minnast hinna látnu.



Fjórir létust í árásinni þar sem 39 ára maður ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 15 að staðartíma síðasta föstudag.



Búið er að staðfesta að Maïlys Dereymaeker, 31 árs belgísk kona, og Chris Bevington, 41 árs breskur karlmaður, hafi látist í árásinni.



Enn hafa nöfn hinna tveggja sem létust ekki verið gerð opinber en vitað er að um sænska ríkisborgara er að ræða, ellefu ára sænska og konu frá nágrenni Uddevalla, norður af Gautaborg.



Níu vegfarandur sem ekið var á eru enn á sjúkrahúsi þar sem tveir eru alvarlega slasaðir.



Karl Gústaf Svíakonunur, Silvia drottning, aðrir meðlimir sænsku konungsfjölskyldunnar og Stefan Löfven forsætisráðherra voru í hópi þeirra sem komu saman í Stadshusparken í Stokkhólmi í hádeginu þar sem fórnarlambanna var minnst.

Mikill fjöldi manns kom saman á Sergels torg í Stokkhólmi til að minnast fórnarlamba.Vísir/EPA
Vísir/EPA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×