Lærisveinar Mourinhos fara með útivallarmark í seinni leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2017 20:45 Mkhitaryan kemur United yfir. vísir/getty Anderlecht og Manchester United skildu jöfn, 1-1, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. United var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var nálægt því að komast yfir á 19. mínútu þegar Jesse Lingard skaut í stöngina. United náði forystunni á 36. mínútu. Henrikh Mkhitaryan tók þá frákast og skoraði eftir að Ruben, markvörður Anderlecht, varði frá Marcus Rashford. Staðan var 0-1 í hálfleik. Leikmenn Anderlecht voru ákveðnari eftir hlé en ógnuðu ekki mikið. Á 83. mínútu fékk Paul Pogba dauðafæri en Ruben varði frá honum. Það átti eftir að reynast dýrt því Leander Dendoncker jafnaði metin þremur mínútum síðar með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Ivans Obradovic. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-1. Seinni leikurinn fer fram á Old Trafford eftir viku. Hér að neðan má lesa beina textalýsingu frá leiknum.Leik lokið: Ágætis úrslit fyrir United.86. mín: MARK!!! Dendocker jafnar metin með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Obradovic! Fyrsta skot Anderlecht á markið í leiknum.83. mín: Pogba í dauðafæri en Ruben ver! Í kjölfarið fær United horn og Fellaini á skot beint á Ruben.81. mín: Fellaini með skot beint á Ruben.75. mín: Fellaini kemur inn fyrir Rashford sem var mjög góður í fyrri hálfleik. Það er baulað á Fellaini, enda fyrrum leikmaður Standard Liege.63. mín: Martial kemur inn á fyrir Lingard. Fyrsta skipting United í leiknum.55. mín: Mkhitaryan með skot rétt framhjá eftir fyrirgjöf Darmians.50. mín: Valencia bjargar í tvígang eftir harða sókn Anderlecht.Seinni hálfleikur hafinn: Hvernig mæta heimamenn til leiks í seinni hálfleiknum?Fyrri hálfleik lokið: Brych flautar til hálfleiks. United hefur verið mun sterkari aðilinn og forystan er verðskulduð.36. mín: MARK!!! United er komið yfir! Valencia með fyrirgjöf á Rashford sem á fínt skot sem Ruben ver. Mkhitaryan tekur hins vegar frákastið og skorar sitt níunda mark á tímabilinu.29. mín: Mkhitaryan setur Lingard í gegn en Mbodji bjargar með frábærri tæklingu.17. mín: United hársbreidd frá því að komast yfir! Rashford með sendingu inn á teiginn, Zlatan á skot sem Ruben ver en Lingard fylgir á eftir og skýtur boltanum í stöngina.14. mín: Þetta fer nokkuð rólega af stað. Engin teljandi færi litið dagsins ljós.Leikur hafinn: Þýski dómarinn Felix Brych flautar til leiks!Fyrir leik: United sló Saint-Étienne út í 32-liða úrslitum og Rostov í 16-liða úrslitunum. Anderlecht er búið að slá Zenit og APOEL úr leik.Fyrir leik: José Mourinho, knattspyrnustjóri United, gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá 0-3 sigrinum á Sunderland á sunnudaginn. Antonio Valencia, Marcus Rashford og Michael Carrick koma inn fyrir Ander Herrera, Luke Shaw og Maraoune Fellaini.Fyrir leik:Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá leik Anderlecht og Manchester United í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Evrópudeild UEFA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Anderlecht og Manchester United skildu jöfn, 1-1, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. United var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var nálægt því að komast yfir á 19. mínútu þegar Jesse Lingard skaut í stöngina. United náði forystunni á 36. mínútu. Henrikh Mkhitaryan tók þá frákast og skoraði eftir að Ruben, markvörður Anderlecht, varði frá Marcus Rashford. Staðan var 0-1 í hálfleik. Leikmenn Anderlecht voru ákveðnari eftir hlé en ógnuðu ekki mikið. Á 83. mínútu fékk Paul Pogba dauðafæri en Ruben varði frá honum. Það átti eftir að reynast dýrt því Leander Dendoncker jafnaði metin þremur mínútum síðar með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Ivans Obradovic. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-1. Seinni leikurinn fer fram á Old Trafford eftir viku. Hér að neðan má lesa beina textalýsingu frá leiknum.Leik lokið: Ágætis úrslit fyrir United.86. mín: MARK!!! Dendocker jafnar metin með þrumuskalla eftir fyrirgjöf Obradovic! Fyrsta skot Anderlecht á markið í leiknum.83. mín: Pogba í dauðafæri en Ruben ver! Í kjölfarið fær United horn og Fellaini á skot beint á Ruben.81. mín: Fellaini með skot beint á Ruben.75. mín: Fellaini kemur inn fyrir Rashford sem var mjög góður í fyrri hálfleik. Það er baulað á Fellaini, enda fyrrum leikmaður Standard Liege.63. mín: Martial kemur inn á fyrir Lingard. Fyrsta skipting United í leiknum.55. mín: Mkhitaryan með skot rétt framhjá eftir fyrirgjöf Darmians.50. mín: Valencia bjargar í tvígang eftir harða sókn Anderlecht.Seinni hálfleikur hafinn: Hvernig mæta heimamenn til leiks í seinni hálfleiknum?Fyrri hálfleik lokið: Brych flautar til hálfleiks. United hefur verið mun sterkari aðilinn og forystan er verðskulduð.36. mín: MARK!!! United er komið yfir! Valencia með fyrirgjöf á Rashford sem á fínt skot sem Ruben ver. Mkhitaryan tekur hins vegar frákastið og skorar sitt níunda mark á tímabilinu.29. mín: Mkhitaryan setur Lingard í gegn en Mbodji bjargar með frábærri tæklingu.17. mín: United hársbreidd frá því að komast yfir! Rashford með sendingu inn á teiginn, Zlatan á skot sem Ruben ver en Lingard fylgir á eftir og skýtur boltanum í stöngina.14. mín: Þetta fer nokkuð rólega af stað. Engin teljandi færi litið dagsins ljós.Leikur hafinn: Þýski dómarinn Felix Brych flautar til leiks!Fyrir leik: United sló Saint-Étienne út í 32-liða úrslitum og Rostov í 16-liða úrslitunum. Anderlecht er búið að slá Zenit og APOEL úr leik.Fyrir leik: José Mourinho, knattspyrnustjóri United, gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá 0-3 sigrinum á Sunderland á sunnudaginn. Antonio Valencia, Marcus Rashford og Michael Carrick koma inn fyrir Ander Herrera, Luke Shaw og Maraoune Fellaini.Fyrir leik:Góða kvöldið og velkomin í beina lýsingu frá leik Anderlecht og Manchester United í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira