Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2017 12:00 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, veifar mannfjöldanum sem safnaðist saman á hátíðahöldum í Pyongyang, höfuðborg landsin. Vísir/AFP Yfirvöld Norður-Kóreu hafa varað Bandaríkjamenn við því að hefja hernaðaraðgerðir á svæðinu og segjast „tilbúin til þess að svara fyrir sig með kjarnorkuárásum.“ BBC greinir frá. Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, í dag. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Fjölmiðlar hafa undanfarið flutt fregnir af yfirvofandi kjarnorkuvopnatilraunum yfirvalda í Norður-Kóreu.Hátíðahöldin sýndu fram á mikilvægi kjarnorkuáætlunar Eins og gert hafði verið ráð fyrir voru hátíðahöldin í formi mikilfenglegrar hersýningar en á meðal gripanna sem yfirvöld höfðu þar til sýnis var ný langdræg eldflaug, sem kemst á milli heimsálfa (intercontinental ballistic missile, ICBM).Í frétt The Guardian kemur fram að í skrúðgöngunni hafi verið töluverður fjöldi þessara eldflauga af gerðinni KN-08 og KN-14. Prófanir á eldflaugunum hafa enn ekki farið fram en sérfræðingar segja að þær gætu mögulega náð til Bandaríkjanna, yrði þeim skotið á loft. Að auki sýndu norður-kóresk yfirvöld Pukkuksong-eldflaugar, sem skotið er af kafbátapöllum (submarine-launched ballistic missiles, SLBM), en þær hafa drægni upp á allt að um þúsund kílómetra. Þá segir fréttastofa BBC enn fremur að hersýningin í Pyongang sýni svart á hvítu hversu mikilvæg kjarnorkuáætlun ríkisins er í tengslum við framtíðarmarkmið þess á heimsvísu. Norður-kóresk yfirvöld hafa hingað til hunsað þrýsting frá yfirvöldum Bandaríkjanna um að hverfa frá þróun kjarnavopna. „Við erum tilbúin til að svara stríði með stríði,“ sagði Choe Ryong-hae, sem talinn er vera næstur í valdaröðinni á eftir leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un. „Við erum tilbúin til þess að svara fyrir okkur með kjarnorkuárásum, með okkar eigin sniði, á móti hvers konar kjarnorkuárásum,“ bætti hann við.Yfirvöld Norður-Kóreu gerðu mikið úr vopnabúri sínu á Degi sólarinnar.Vísir/afpEldfimt ástand Yfirvöld Norður-Kóreu hafa sett sér að markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ (nuclear warhead) á langdræga eldflaug (ICBM), sem næði til skotmarka um allan heim. Þá hafa yfirvöld framkvæmt fimm kjarnorkutilraunir á undanförnum árum auk þess sem eldflaugum hefur ítrekað verið skotið á loft. Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, sagði á föstudag að „átök gætu brotist út hvenær sem er,“ og bætti við að ef stríð brytist út stæði enginn uppi sem sigurvegari. Þá vekur athygli að kínversk yfirvöld höfðu ekki fulltrúa á sínum snærum á hátíðahöldunum í Pyongyang, ólíkt því sem tíðkast hefur á síðari árum. Skipum Bandaríkjahers var siglt að Kóreuskaga fyrr í mánuðinum en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að Bandaríkin séu tilbúin til að bregðast einhliða við ógninni frá Norður-Kóreu. Erlent Tengdar fréttir Norður-Kórea undirbýr mikla sýningu á Degi sólarinnar Undirbúningur fyrir mikla hersýningu og fagnaðarlæti á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, sem fram fer á morgu 14. apríl 2017 23:15 Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. 14. apríl 2017 21:00 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu hafa varað Bandaríkjamenn við því að hefja hernaðaraðgerðir á svæðinu og segjast „tilbúin til þess að svara fyrir sig með kjarnorkuárásum.“ BBC greinir frá. Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, í dag. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Fjölmiðlar hafa undanfarið flutt fregnir af yfirvofandi kjarnorkuvopnatilraunum yfirvalda í Norður-Kóreu.Hátíðahöldin sýndu fram á mikilvægi kjarnorkuáætlunar Eins og gert hafði verið ráð fyrir voru hátíðahöldin í formi mikilfenglegrar hersýningar en á meðal gripanna sem yfirvöld höfðu þar til sýnis var ný langdræg eldflaug, sem kemst á milli heimsálfa (intercontinental ballistic missile, ICBM).Í frétt The Guardian kemur fram að í skrúðgöngunni hafi verið töluverður fjöldi þessara eldflauga af gerðinni KN-08 og KN-14. Prófanir á eldflaugunum hafa enn ekki farið fram en sérfræðingar segja að þær gætu mögulega náð til Bandaríkjanna, yrði þeim skotið á loft. Að auki sýndu norður-kóresk yfirvöld Pukkuksong-eldflaugar, sem skotið er af kafbátapöllum (submarine-launched ballistic missiles, SLBM), en þær hafa drægni upp á allt að um þúsund kílómetra. Þá segir fréttastofa BBC enn fremur að hersýningin í Pyongang sýni svart á hvítu hversu mikilvæg kjarnorkuáætlun ríkisins er í tengslum við framtíðarmarkmið þess á heimsvísu. Norður-kóresk yfirvöld hafa hingað til hunsað þrýsting frá yfirvöldum Bandaríkjanna um að hverfa frá þróun kjarnavopna. „Við erum tilbúin til að svara stríði með stríði,“ sagði Choe Ryong-hae, sem talinn er vera næstur í valdaröðinni á eftir leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un. „Við erum tilbúin til þess að svara fyrir okkur með kjarnorkuárásum, með okkar eigin sniði, á móti hvers konar kjarnorkuárásum,“ bætti hann við.Yfirvöld Norður-Kóreu gerðu mikið úr vopnabúri sínu á Degi sólarinnar.Vísir/afpEldfimt ástand Yfirvöld Norður-Kóreu hafa sett sér að markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ (nuclear warhead) á langdræga eldflaug (ICBM), sem næði til skotmarka um allan heim. Þá hafa yfirvöld framkvæmt fimm kjarnorkutilraunir á undanförnum árum auk þess sem eldflaugum hefur ítrekað verið skotið á loft. Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, sagði á föstudag að „átök gætu brotist út hvenær sem er,“ og bætti við að ef stríð brytist út stæði enginn uppi sem sigurvegari. Þá vekur athygli að kínversk yfirvöld höfðu ekki fulltrúa á sínum snærum á hátíðahöldunum í Pyongyang, ólíkt því sem tíðkast hefur á síðari árum. Skipum Bandaríkjahers var siglt að Kóreuskaga fyrr í mánuðinum en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að Bandaríkin séu tilbúin til að bregðast einhliða við ógninni frá Norður-Kóreu.
Erlent Tengdar fréttir Norður-Kórea undirbýr mikla sýningu á Degi sólarinnar Undirbúningur fyrir mikla hersýningu og fagnaðarlæti á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, sem fram fer á morgu 14. apríl 2017 23:15 Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. 14. apríl 2017 21:00 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Norður-Kórea undirbýr mikla sýningu á Degi sólarinnar Undirbúningur fyrir mikla hersýningu og fagnaðarlæti á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, sem fram fer á morgu 14. apríl 2017 23:15
Trump farinn aftur á golfvöllinn í skugga vaxandi spennu á Kóreuskaga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flaug í dag til Flórída þar sem hann mun eyða páskahelginni á afdrepi sínu á Mar-a-Lago. Athygli vekur að hann verður án sinna helstu ráðgjafa yfir páskana. 14. apríl 2017 21:00
Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00