Björn Bergmann fór á kostum og Aron Elís valinn maður leiksins 17. apríl 2017 17:56 Björn Bergmann fór á kostum Björn Bergmann Sigurðarson opnaði markareikninginn fyrir Molde í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann afar sannfærandi sigur á sterku liði Vålerenga, 4-0, á heimavelli. Björn Bergmann fór á kostum í leiknum en hann byrjaði á því að leggja upp fyrsta markið fyrir Sander Svendsen á sjöundu mínútu leiksins. Fjórum mínútum síðar skoraði hann svo sjálfur eftir frábæran einleik en markið var tekið af honum og skráð sem sjálfsmark. Molde var 3-0 yfir í hálfleik því Sander Svendsen í raun gekk frá leiknum með öðru marki sínu á 28. mínútu. Skagamaðurinn Björn Bergmann var greinilega kominn með leið á því að eiga eftir að skora á tímabilinu þannig hann setti fyrsta mark sitt í deildinni og þriðja mark Molde á fyrstu mínútu seinni hálfleiks með góðu skoti úr teignum, 3-0. Molde komst því aftur á sigurbraut eftir tap á móti meisturum Rosenborg í síðustu umferð en liðið er búið að vinna þrjá leiki af fjórum og er í öðru sæti með níu stig. Björn Bergmann er búinn að skora eitt í deildinni og leggja upp tvö. Óttar Magnús Karlsson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu.Sparebanken Møre's bestemannspris går i dag til Aron Thrandarson! #aafk #sammenforsunnmøre pic.twitter.com/SCaGACCzfx— AaFK - Aalesunds FK (@AalesundsFK) April 17, 2017 Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson voru báðir í byrjunarliði Álasunds sem vann sinn fyrsta sigur í deildinni á tímabilinu þegar það lagði Lilleström á heimavelli, 3-1. Adam Örn Arnarson var á bekknum. Daníel Leó spilaði sem miðvörður í dag og þakkaði traustið með marki með skalla eftir hornspyrnu á fimmtu mínútu. Daníel hefur verið notaður bæði sem bakvörður og miðjumaður í byrjun leiktíðar. Aron Elís Þrándarson hefur farið hægt af stað á tímabilinu en hann var frábær í dag. Víkingurinn lagði átti gott skot sem sleikti utanverða stöngina í fyrri hálfleik og lagði upp dauðafæri fyrir félaga sinn sem brenndi af á marklínu. Aron lagði svo upp annað mark Álasunds með frábærri sendingu yfir vörnina á 45. mínútu. Heimamenn komust í 3-0 eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik og unnu sinn fyrsta sigur. Þeir eru nú í tíunda sæti með fjögur stig. Því miður fyrir Aron Elís virtist hann togna aftan í læri á 76. mínútu og þurfti að fara af velli. Hann var samt sem áður valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Álasunds. Ingvar Jónsson varði mark nýliða Sandefjord sem unnu annan sigur sinn á leiktíðinni. Ingvar hélt hreinu í 2-0 sigri á Kristiansund í nýliðaslag. Ingvar og félagar eru í áttunda sæti með sex stig. Viðar ari Jónsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Brann og Kristinn Jónsson er ekki kominn af stað hjá Sogndal vegna meiðsla. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson opnaði markareikninginn fyrir Molde í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann afar sannfærandi sigur á sterku liði Vålerenga, 4-0, á heimavelli. Björn Bergmann fór á kostum í leiknum en hann byrjaði á því að leggja upp fyrsta markið fyrir Sander Svendsen á sjöundu mínútu leiksins. Fjórum mínútum síðar skoraði hann svo sjálfur eftir frábæran einleik en markið var tekið af honum og skráð sem sjálfsmark. Molde var 3-0 yfir í hálfleik því Sander Svendsen í raun gekk frá leiknum með öðru marki sínu á 28. mínútu. Skagamaðurinn Björn Bergmann var greinilega kominn með leið á því að eiga eftir að skora á tímabilinu þannig hann setti fyrsta mark sitt í deildinni og þriðja mark Molde á fyrstu mínútu seinni hálfleiks með góðu skoti úr teignum, 3-0. Molde komst því aftur á sigurbraut eftir tap á móti meisturum Rosenborg í síðustu umferð en liðið er búið að vinna þrjá leiki af fjórum og er í öðru sæti með níu stig. Björn Bergmann er búinn að skora eitt í deildinni og leggja upp tvö. Óttar Magnús Karlsson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu.Sparebanken Møre's bestemannspris går i dag til Aron Thrandarson! #aafk #sammenforsunnmøre pic.twitter.com/SCaGACCzfx— AaFK - Aalesunds FK (@AalesundsFK) April 17, 2017 Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson voru báðir í byrjunarliði Álasunds sem vann sinn fyrsta sigur í deildinni á tímabilinu þegar það lagði Lilleström á heimavelli, 3-1. Adam Örn Arnarson var á bekknum. Daníel Leó spilaði sem miðvörður í dag og þakkaði traustið með marki með skalla eftir hornspyrnu á fimmtu mínútu. Daníel hefur verið notaður bæði sem bakvörður og miðjumaður í byrjun leiktíðar. Aron Elís Þrándarson hefur farið hægt af stað á tímabilinu en hann var frábær í dag. Víkingurinn lagði átti gott skot sem sleikti utanverða stöngina í fyrri hálfleik og lagði upp dauðafæri fyrir félaga sinn sem brenndi af á marklínu. Aron lagði svo upp annað mark Álasunds með frábærri sendingu yfir vörnina á 45. mínútu. Heimamenn komust í 3-0 eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik og unnu sinn fyrsta sigur. Þeir eru nú í tíunda sæti með fjögur stig. Því miður fyrir Aron Elís virtist hann togna aftan í læri á 76. mínútu og þurfti að fara af velli. Hann var samt sem áður valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Álasunds. Ingvar Jónsson varði mark nýliða Sandefjord sem unnu annan sigur sinn á leiktíðinni. Ingvar hélt hreinu í 2-0 sigri á Kristiansund í nýliðaslag. Ingvar og félagar eru í áttunda sæti með sex stig. Viðar ari Jónsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Brann og Kristinn Jónsson er ekki kominn af stað hjá Sogndal vegna meiðsla.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira