Sport

Hljóp Boston-maraþonið 50 árum eftir að reynt var að hrinda henni úr hlaupinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi mynd er fyrir löngu orðin heimsfræg. Maður reynir að taka númerið af Switzer í hlaupinu.
Þessi mynd er fyrir löngu orðin heimsfræg. Maður reynir að taka númerið af Switzer í hlaupinu. vísir/getty
Fyrir 50 árum síðan þóttu konur of veikar til þess að hlaupa maraþon. Margir karlar voru því reiðir er Kathrine Switzer mætti til leiks í Boston-maraþoninu árið 1967.

Konur máttu þá hreinlega ekki taka þátt í hlaupinu. Switzer skráði sig sem K.C. Switzer og fékk númerið 261. Hún mætti svo til leiks og hljóp gegn mörgum reiðum karlmönnum.

Margir þeirra reyndu að hrinda henni út af brautinni. Vildu ekki að hún væri að hlaupa með þeim. Switzer gafst þó ekki upp og kláraði hlaupið á 4 klukkutímum og 20 mínútum.

50 árum síðar endurtók hún leikinn og fékk þá aftur sama númer, 261. Þetta var í síðasta sinn sem númerið var notað því það verður nú lagt til hliðar henni til heiðurs.

Hin sjötuga Switzer kom í mark á 4 klukkutímum og 44 mínútum. Hún var í sæti 9.859 hjá konunum.

Switzer braut niður múra er hún tók þátt í hlaupinu á sínum tíma og að þessu sinni var hún hyllt í Boston af öllum.

Switzer kemur í mark í hlaupinu í gær.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×