Erlent

Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun

Birgir Olgeirsson skrifar
BBC hefur eftir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að flugskeytið sem Norður Kóreumenn gerðu tilraun með um liðna helgi hefði sprungið nánast samstundis og því var skotið upp.
BBC hefur eftir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að flugskeytið sem Norður Kóreumenn gerðu tilraun með um liðna helgi hefði sprungið nánast samstundis og því var skotið upp. Vísir/Getty
Bandaríkin hafa sakað Norður Kóreumenn um að reyna að efna til ófriðar með misheppnaðri flugskeytatilraun um liðna helgi.

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James Mattis, að þessi tilraun Norður Kóreumanna væri skeytingarlaus og að Bandaríkjamenn væru í nánu samstarfi við Kínverja um næstu skref.

BBC hefur eftir varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að flugskeytið sem Norður Kóreumenn gerðu tilraun með um liðna helgi hefði sprungið nánast samstundis og því var skotið upp.

Yfirvöld í Norður Kóreu gáfu út í kjölfarið að þau muni jafnvel gera álíka tilraunir í hverri viku og vöruðu við allsherjarstríði ef Bandaríkin myndu beita hernaðarmætti sínum gegn þeim.

Mattis sagði að flugskeytið sem Norður Kóreumenn skutu upp á sunnudag hefði ekki verið af þeirri gerð sem væri hægt að skjóta á milli heimsálfa. Engu að síður fannst honum þessi tilraun Norður Kóreumanna skeytingarlaus.

„Þetta útskýrir hvers vegna við vinnum svo náið með Kínverjum þessa stundina, til að reyna koma stjórn á þetta svæði og gera Kóreuskaga kjarnaorkuvopnalausan.“

Breska dagblaðið The Guardian hafði eftir ónafngreindum bandarískum embættismanni að Bandaríkin íhuguðu að skjóta niður flugskeyti Norður Kóreumanna til að sýna styrk sinn.

Bandaríkin eru einnig sögð íhuga frekar viðskiptaþvinganir á Norður Kóreu. Þar á meðal olíubann, alþjóðabann á flugfélag Norður Kóreu og að beita þeim kínversku bönkum sem stunda viðskipti við Norður Kóreu refsingum.


Tengdar fréttir

Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga

Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×