Fasteignaverð gæti náð sögulegu hámarki í apríl Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. apríl 2017 10:33 Raunverð komst hæst í október 2007 en féll mikið eftir það og nú í mars vantar aðeins eitt prósent upp á raunverðið til þess að sögulegri hæstu stöðu verði náð aftur. Búist er við að miðað við þróunina muni það gerast í apríl. Vísir/Anton Þjóðskrá Íslands birti í gær tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í mars og voru hækkanir milli mánaða verulegar að þessu sinni. Eru þær meiri en sést hafa lengi og virðist takturinn stígandi. Hækkanir síðustu tólf mánaða eru mjög miklar og þarf að fara allt aftur til upphafs ársins 2006 til að sjá álíka tölur. Raunverð fasteigna mun líklega ná hæstu hæðum í apríl. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent milli mánaða í mars og þar af hækkaði fjölbýli um 2,5 prósent og sérbýli um 3,3 prósent. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur fjölbýli hækkað um 21,3 prósent á síðustu 12 mánuðum, sérbýli um 20,2 prósent og er heildarhækkunin 20,9 prósent.Raunverð hækkað um 21 prósent Þá hafa hækkanir á fjölbýli og sérbýli aukist verulega allra síðustu mánuði. Árshækkun fasteignaverðs var lengi vel á bilinu 8 til 10 prósent en er nú komin yfir 20 prósenta markið. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í marsmánuði var þannig um 1,7 prósent lægri en í mars 2016, þannig að allar nafnverðshækkanir á húsnæði síðasta árið koma nú fram sem meiri raunverðshækkun en sú tala sýnir. Raunverð fasteigna hefur hækkað um um það bil 21,3 prósent á einu ári frá mars 2016 til mars 2017. Raunverð komst hæst í október 2007 en féll mikið eftir það og nú í mars vantar aðeins eitt prósent upp á raunverðið til þess að sögulegri hæstu stöðu verði náð aftur. Búist er við að miðað við þróunina muni það gerast í apríl.Spennuástandið verði viðvarandi í nokkurn tíma Hækkanirnar einskorðast þó ekki við höfuðborgarsvæðið því sé litið á stærstu sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins má sjá að þróunin er mjög svipuð þar. „Mikil kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna var lengi vel helsti drifkraftur hækkana fasteignaverðs. Nokkuð hefur dregið úr kaupmáttaraukningu og því er það einkum misvægi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignum sem heldur spennunni á markaðnum uppi. Það mun taka langan tíma að auka framboð húsnæðis og því mun þetta spennuástand vara í nokkur misseri enn,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Húsnæðismál Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Þjóðskrá Íslands birti í gær tölur um fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í mars og voru hækkanir milli mánaða verulegar að þessu sinni. Eru þær meiri en sést hafa lengi og virðist takturinn stígandi. Hækkanir síðustu tólf mánaða eru mjög miklar og þarf að fara allt aftur til upphafs ársins 2006 til að sjá álíka tölur. Raunverð fasteigna mun líklega ná hæstu hæðum í apríl. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent milli mánaða í mars og þar af hækkaði fjölbýli um 2,5 prósent og sérbýli um 3,3 prósent. Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur fjölbýli hækkað um 21,3 prósent á síðustu 12 mánuðum, sérbýli um 20,2 prósent og er heildarhækkunin 20,9 prósent.Raunverð hækkað um 21 prósent Þá hafa hækkanir á fjölbýli og sérbýli aukist verulega allra síðustu mánuði. Árshækkun fasteignaverðs var lengi vel á bilinu 8 til 10 prósent en er nú komin yfir 20 prósenta markið. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í marsmánuði var þannig um 1,7 prósent lægri en í mars 2016, þannig að allar nafnverðshækkanir á húsnæði síðasta árið koma nú fram sem meiri raunverðshækkun en sú tala sýnir. Raunverð fasteigna hefur hækkað um um það bil 21,3 prósent á einu ári frá mars 2016 til mars 2017. Raunverð komst hæst í október 2007 en féll mikið eftir það og nú í mars vantar aðeins eitt prósent upp á raunverðið til þess að sögulegri hæstu stöðu verði náð aftur. Búist er við að miðað við þróunina muni það gerast í apríl.Spennuástandið verði viðvarandi í nokkurn tíma Hækkanirnar einskorðast þó ekki við höfuðborgarsvæðið því sé litið á stærstu sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins má sjá að þróunin er mjög svipuð þar. „Mikil kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna var lengi vel helsti drifkraftur hækkana fasteignaverðs. Nokkuð hefur dregið úr kaupmáttaraukningu og því er það einkum misvægi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignum sem heldur spennunni á markaðnum uppi. Það mun taka langan tíma að auka framboð húsnæðis og því mun þetta spennuástand vara í nokkur misseri enn,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
Húsnæðismál Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira