Undradrengurinn er heillaður af Gunnari Nelson en vill ekki berjast við hann næst Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2017 10:00 Gunnar Nelson vill fá bardaga á móti Undradrengnum. vísir/getty Stephen „Wonderboy“ Thompson, efsti maður styrkleikalistans í veltivigt UFC-bardagasambandsins, hefur ekki áhuga á bardaga á móti Gunnari Nelson næst þegar hann stígur inn í búrið en John Kavanagh, þjálfari Gunnars, kallaði eftir bardaga á móti Undradrengnum þegar íslenski bardagakappinn var búinn að ganga frá Alan Jouban í London í síðasta mánuði. Thompson er búinn að tapa tvisvar sinnum fyrir Tyrone Woodley í titilbardaga og veit sjálfur að hann þarf að berjast tvisvar sinnum áður en hann fær annað tækifæri til að hirða beltið af Woodley. Undradrengurinn var í viðtali í þættinum The MMA Hour í gær sem Ariel Helwani, virtasti og vinsælasti MMA-blaðamaður heims, stýrir. Þar sagði Thompson að hann væri með nafn sem hann vill berjast við næst. „Það er rétt hjá þér. Bardagi á milli mín og Robbie Lawler væri frábær,“ sagði Thompson en Lawler er fyrrverandi veltivigtarmeistari sem er í öðru sæti styrkleikalistans núna, sæti á eftir Thompson.„Hann vill berjast standandi sem ég elska. Svo eru líka strákar þarna eins og Carlos Condit og Nate Diaz sem vilja líka bara berjast standandi. Maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þeir séu að taka mann niður. Ég vil fá einn af þeim fimm bestu.“ Gunnar Nelson er búinn að vinna tvo bardaga í röð og langar mikið að fá stóran bardaga næst en Thompson virðist ekki spenntur fyrir því að berjast gegn manni þetta neðarlega á styrkleikalistanum. „Ég heyrði af því að Gunnar Nelson vill fá bardaga við mig en hann er ekki á radarnum hjá mér því þeir sem eru á topp tíu sem Gunnar hefur barist við unnu hann. Demian Maia vann Gunnar og Rick Story líka þannig hann er bara ekki á radarnum hjá mér heldur þessir bestu,“ sagði Thompson. „Hann stóð sig frábærlega á móti Alan Jouban og er í níunda sæti á styrkleikalistanum en hann er bara ekki á radarnum hjá mér. Hann hefur tapað fyrir tveimur mönnum sem eru á topp tíu og ég er númer eitt.“ Undradrengurinn er með bakgrunn úr karate eins og Gunnar en hann hefur heillast af gæðum íslenska bardagakappans. Hann sér þá alveg berjast seinna meir en bara ekki núna. „Ég vil frekar berjast á móti einhverjum af þessum fimm bestu en í framtíðinni tel ég að við Gunnar munum berjast. Ég trúi því vegna þess að Gunnar er frábær bardagamaður sem hefur allt; góður í gólfinu og standandi. Við erum með svipaðan bardagastíl þar sem við komum báðir úr karate. Þetta gæti verið möguleiki í framtíðinni,“ sagði Stephen Thompson. Viðtalið við Stephen Thompson má heyra hér að neðan en umræðan um næsta bardaga hefst á 1:19:33. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Sigur á Undradrengnum kæmi mér hraðar að peningunum og gullinu Gunnar Nelson veit að hann væri að sleppa einu þrepi ef hann fær næst bardaga við Stephen Thompson eða Robbie Lawler. 29. mars 2017 09:45 Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Gunnar Nelson er viss um að fólk vilji sjá karatestrákana í veltivigtinni takast á í búrinu. 27. mars 2017 09:00 Undradrengurinn lyfjaður á Instagram Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér. 23. mars 2017 07:30 Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla Gunnar Nelson vill ekki bara vinna bardagana sína heldur klára þá með rothöggi eða hengingu. 28. mars 2017 09:45 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Stephen „Wonderboy“ Thompson, efsti maður styrkleikalistans í veltivigt UFC-bardagasambandsins, hefur ekki áhuga á bardaga á móti Gunnari Nelson næst þegar hann stígur inn í búrið en John Kavanagh, þjálfari Gunnars, kallaði eftir bardaga á móti Undradrengnum þegar íslenski bardagakappinn var búinn að ganga frá Alan Jouban í London í síðasta mánuði. Thompson er búinn að tapa tvisvar sinnum fyrir Tyrone Woodley í titilbardaga og veit sjálfur að hann þarf að berjast tvisvar sinnum áður en hann fær annað tækifæri til að hirða beltið af Woodley. Undradrengurinn var í viðtali í þættinum The MMA Hour í gær sem Ariel Helwani, virtasti og vinsælasti MMA-blaðamaður heims, stýrir. Þar sagði Thompson að hann væri með nafn sem hann vill berjast við næst. „Það er rétt hjá þér. Bardagi á milli mín og Robbie Lawler væri frábær,“ sagði Thompson en Lawler er fyrrverandi veltivigtarmeistari sem er í öðru sæti styrkleikalistans núna, sæti á eftir Thompson.„Hann vill berjast standandi sem ég elska. Svo eru líka strákar þarna eins og Carlos Condit og Nate Diaz sem vilja líka bara berjast standandi. Maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þeir séu að taka mann niður. Ég vil fá einn af þeim fimm bestu.“ Gunnar Nelson er búinn að vinna tvo bardaga í röð og langar mikið að fá stóran bardaga næst en Thompson virðist ekki spenntur fyrir því að berjast gegn manni þetta neðarlega á styrkleikalistanum. „Ég heyrði af því að Gunnar Nelson vill fá bardaga við mig en hann er ekki á radarnum hjá mér því þeir sem eru á topp tíu sem Gunnar hefur barist við unnu hann. Demian Maia vann Gunnar og Rick Story líka þannig hann er bara ekki á radarnum hjá mér heldur þessir bestu,“ sagði Thompson. „Hann stóð sig frábærlega á móti Alan Jouban og er í níunda sæti á styrkleikalistanum en hann er bara ekki á radarnum hjá mér. Hann hefur tapað fyrir tveimur mönnum sem eru á topp tíu og ég er númer eitt.“ Undradrengurinn er með bakgrunn úr karate eins og Gunnar en hann hefur heillast af gæðum íslenska bardagakappans. Hann sér þá alveg berjast seinna meir en bara ekki núna. „Ég vil frekar berjast á móti einhverjum af þessum fimm bestu en í framtíðinni tel ég að við Gunnar munum berjast. Ég trúi því vegna þess að Gunnar er frábær bardagamaður sem hefur allt; góður í gólfinu og standandi. Við erum með svipaðan bardagastíl þar sem við komum báðir úr karate. Þetta gæti verið möguleiki í framtíðinni,“ sagði Stephen Thompson. Viðtalið við Stephen Thompson má heyra hér að neðan en umræðan um næsta bardaga hefst á 1:19:33.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Sigur á Undradrengnum kæmi mér hraðar að peningunum og gullinu Gunnar Nelson veit að hann væri að sleppa einu þrepi ef hann fær næst bardaga við Stephen Thompson eða Robbie Lawler. 29. mars 2017 09:45 Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Gunnar Nelson er viss um að fólk vilji sjá karatestrákana í veltivigtinni takast á í búrinu. 27. mars 2017 09:00 Undradrengurinn lyfjaður á Instagram Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér. 23. mars 2017 07:30 Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla Gunnar Nelson vill ekki bara vinna bardagana sína heldur klára þá með rothöggi eða hengingu. 28. mars 2017 09:45 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Gunnar Nelson: Sigur á Undradrengnum kæmi mér hraðar að peningunum og gullinu Gunnar Nelson veit að hann væri að sleppa einu þrepi ef hann fær næst bardaga við Stephen Thompson eða Robbie Lawler. 29. mars 2017 09:45
Gunnar mjög spenntur fyrir því að berjast við Undradrenginn Gunnar Nelson er viss um að fólk vilji sjá karatestrákana í veltivigtinni takast á í búrinu. 27. mars 2017 09:00
Undradrengurinn lyfjaður á Instagram Maðurinn sem þjálfari Gunnars Nelson vill að hann berjist við næst, Stephen Thompson, setti inn myndband af sjálfum sér á Instagram í gær þar sem hann er ekki alveg með sjálfum sér. 23. mars 2017 07:30
Gunnar Nelson: Mér er sama hvenær ég berst við þá bestu ég ætla að klára þá alla Gunnar Nelson vill ekki bara vinna bardagana sína heldur klára þá með rothöggi eða hengingu. 28. mars 2017 09:45