Sport

Ísland náði ekki að fylgja eftir sterkri byrjun á HM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tap í dag eftir góða byrjun í gær.
Tap í dag eftir góða byrjun í gær. vísir/pjetur
Íslenska karlalandsliðið í íshokkí náði ekki að fylgja eftir frábærum sigri á Spáni í fyrsta leik liðsins í A-riðli 2. deildar á HM í íshokkí í dag en Ísland tapaði fyrir Ástralíu, 3-2.

Allur riðill Íslands er spilaður í borginni Galati í Rúmeníu en Ástralía og Ísland voru efst og jöfn eftir fyrstu leikina í gær.

Ástralska liðið komst 2-0 yfir með mörkum á 15. og 31. mínútu en skömmu eftir að þeir áströlsku komust í 2-0 minnkaði Ólafur Hrafn Björnsson metin í 2-1 fyrir Ísland með marki á 33. mínútu.

Áður en annar leikhluti var liðinn jafnaði íslenska liðið en Steindór Ingason fullkomnaði flottan fjögurra mínútna kafla þegar hann skoraði og jafnaði í 2-2 á 37. mínútu.

Staðan jöfn fyrir lokafjórðunginn en í honum skoraði Paul Baranzelli eina markið fyrir Ástralíu sem reyndist sigurmarkið á 43. mínútu, 3-2.

Ísland er með þrjú stig eftir tvo leiki og mætir næst gestgjöfum Rúmeníu á fimmtudaginn en leikurinn hefst klukkan 17.00 á íslenskum tíma. Strákarnir mæta svo belgíu á föstudaginn og Serbum á sunnudaginn.

Hér má nálgast allar tölfræðiupplýsingar og beinar útsendingar frá leikjum A-riðilsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×